Categories
Greinar

Íslenskt, já takk

Deila grein

10/03/2021

Íslenskt, já takk

Umræða um fæðuör­yggi hef­ur verið tölu­verð síðastliðin ár og sitt sýnst hverj­um. Þannig finnst mörg­um að stjórn­völd þurfi að gera meira til að tryggja það, m.a. með betri regl­um um eign­ar­hald á jörðum, tolla­vernd og fjár­magn til ný­sköp­un­ar. Öðrum finnst merki­legra að efla alþjóðlegt sam­starf í þess­um efn­um, hvernig svo sem það trygg­ir fæðuör­yggi.

Ný­lega kom út skýrsla um fæðuör­yggi sem unn­in var fyr­ir at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneytið. Þar eru Íslend­ing­ar tald­ir vel rúm­lega sjálf­bær­ir með fisk, af kjötþörf lands­manna eru 90% fram­leidd inn­an­lands og 43% af græn­meti. Fyr­ir­sögn með frétt á Rík­is­út­varp­inu var: „Íslensk fram­leiðsla full­næg­ir eft­ir­spurn að mestu“.

Sum­um finnst kannski allt í lagi að þetta sleppi að „mestu“ en ég held að það sé full þörf á að bæta veru­lega í, og þá ein­vörðungu varðandi ís­lenska fram­leiðslu. Græn­met­is­fram­leiðsla ann­ar sam­kvæmt þess­ari skýrslu aðeins tæp­lega helm­ingi neyslu. Það er al­gjört lyk­il­atriði að ná þess­ari pró­sentu­tölu upp og setja full­an kraft í það. Það má gera með auknu fjár­magni til ný­sköp­un­ar eða það sem betra er – með ódýr­ara raf­magni sem fram­leitt er í heima­byggð. Ég geri mér grein fyr­ir að þessi markaður er harður sam­an­borið við inn­flutt græn­meti sem er ræktað án hús­næðis og raf­magns er­lend­is. Markaðshlut­deild sýn­ir þó að ís­lensk fram­leiðsla á góða mögu­leika á að stækka enn frek­ar og þá veg­ferð þarf að hefja – eigi síðar en núna.

Fram­leiðsla á kjöti er síðan sér­kapítuli! Sú fram­leiðsla styðst við kerfi sem fáir skilja að fullu. Kerfið virðist hannað til að all­ir tapi eða hangi átta­villt­ir í lausu lofti. Afurðastöðvar eru alltaf á tæp­asta vaði og nú sein­ast greindi SS frá því að ta­prekst­ur væri vegna skorts á ferðamönn­um í land­inu. Bænd­ur geta því ekki átt von á hækk­un afurðaverðs þegar afurðastöð er rek­in með halla, það þarf eng­an sér­fræðing að sunn­an til að skilja það. Kannski fel­ast í þessu öllu ein­föld skila­boð til bænda. Ef góðu ferðamanna­ár­in skiluðu ekki betra verði til bænda, hvernig er þessi rekst­ur eig­in­lega upp­byggður?

Hvorki afurðastöðvar né hrá­efn­is­fram­leiðend­ur (bænd­ur) fá viðun­andi hluta af kök­unni. Hvað er að þessu kerfi? Fyr­ir löngu varð það aug­ljóst að þetta geng­ur ekki leng­ur upp og það er ekki enda­laust hægt að skoða, vinna að, stefna að eða setja ein­hver mark­mið í þess­um mál­um. Það þarf að fram­kvæma og gera. Það er ein aug­ljós skekkja í þessu ferli sem þarf að taka strax á. Það er sú staðreynd að afurðastöðvar flytja marg­ar hverj­ar inn kjöt til að selja meðfram ís­lenskri fram­leiðslu sinni. Það eru jafn­vel sett­ar tak­mark­an­ir á slátrun naut­gripa á sama tíma og afurðastöðvar eru að flytja inn naut­gripa­kjöt. Þetta er gert á sama tíma og afurðastöðvar eru að vinna fyr­ir bænd­ur og marg­ar í eigu bænda. Ef þetta er ekki hags­muna­árekst­ur, þá eru hags­muna­árekstr­ar ekki til.

Marg­ar afurðastöðvar vinna nefni­lega ekki að hags­mun­um bænda, það er al­veg ljóst. En það skal tekið fram að þetta á ekki við um all­ar kjötaf­urðastöðvar. Jafn­framt er óskilj­an­legt af hverju Lands­sam­tök slát­ur­leyf­is­hafa eru ekki sterk­ari tals­menn á móti inn­flutn­ingi á kjöti, sem ætti að vera eitt af þeirra aðaláherslu­atriðum. Kannski er það af því að sum­ar afurðar­stöðvar eru bæði að éta kök­una og halda henni. Bænd­ur sem eiga afurðastöðvar þurfa að ganga fram með for­dæmi, í breiðri sam­vinnu, og láta afurðastöðvar sín­ar hætta að vera þátt­tak­end­ur í inn­flutn­ingi á kjöti. Með því væru þær að setja hags­muni bænda og at­vinnu­sköp­un­ar í fyrsta sætið. Í fram­haldi er hægt að gera þá kröfu á full­trúa afurðastöðva í Lands­sam­tök­um slát­ur­leyf­is­hafa að vinna gegn inn­flutn­ingi á kjöti og leggj­ast á árar ís­lenskr­ar fram­leiðslu.

Íslensk fram­leiðsla er at­vinnu­lífi og lands­byggðinni mjög mik­il­væg. Stór hluti mat­vöru­fram­leiðslu fer fram á lands­byggðinni og oft eru þessi fyr­ir­tæki mátt­ar­stólp­ar at­vinnu­lífs smærri sam­fé­laga. Þetta má heim­færa yfir á alla fram­leiðslu á Íslandi, hvort sem það er iðnaður, þjón­usta, orkuiðnaður eða annað. Við vilj­um skapa at­vinnu og öfl­ug ís­lensk fyr­ir­tæki sem geta sinnt inn­an­lands­markaði sem og selt úr landi fram­leiðslu sína. Með því tryggj­um við fæðuör­yggi á sama tíma og við sköp­um gjald­eyri fyr­ir þjóðarbúið.

Gunnar Tryggvi Halldórsson, fram­bjóðandi í próf­kjöri Fram­sókn­ar­flokks í Norðvest­ur­kjör­dæmi. gth@blondu­os.is

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 10. mars 2021.

Categories
Greinar

Landsbyggðin fái opinber störf

Deila grein

05/03/2021

Landsbyggðin fái opinber störf

Störf án staðsetningar hafa verið og eru mikið í umræðunni. Það er opinber stefna að 10% allra atvinnuauglýsinga á vegum ríkis og stofnana verði án staðsetninga árið 2024. Það er gott og mikilvægt markmið sem á að auka tækifæri landsbyggðarinnar ásamt því að jafna tækifæri til atvinnu.

Störf án staðsetningar verða þó að þjóna tilgangi sínum. Slík stefna getur nefnilega virkað öfugt fyrir landsbyggðina. Þessi stefna þarf þannig að skila meira en hún tekur af landsbyggðinni og skila raunverulegum ávinningi samkvæmt markmiðum sínum.

Það þekkja trúlega allir einhverja sem hafa flutt atvinnu með sér frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins. Slíkt er bagalegt fyrir hina dreifðu byggð. Það getur vissulega verið til bóta fyrir einstaka starfsmenn að hafa slíkt frelsi, en slíkt „frelsi“ getur verið andstætt gegn þeirri stefnu að auka vægi starfa án staðsetningar. Það þarf því að skoða slíka valmöguleika með meiri heildarsýn.

Það þyrfti að mínu mati að koma á regluverki sem passar jöfnuð milli svæða. Það eru ekki allir jafnir í dreifbýlinu, því að á mörgum slíkum stöðum er verulegt atvinnuleysi eða fá og fábrotin atvinnutækifæri. Það er lítið mál að setja á reglugerð um ákveðinn fjölda starfa sem á að auglýsa án staðsetningar, en þarf líka að huga að jafnræði innan þess. Það færi því betur á að svæðaskipta og auglýsa þrengra til að dreifa störfum jafnara um landið með hliðsjón af því hvar eru helstu áskoranirnar.

Gera má ráð fyrir að umsækjendur frá höfuðborgarsvæðinu séu mun fleiri en þeir sem eru frá landsbyggðinni sökum íbúafjölda. Þannig er talsverð pressa fyrir umsækjendur af landsbyggð að komast í gengum fyrstu skoðun og vera taldir í hóp hæfustu umsækjenda í forvalinu. Þurfum við ekki að hugsa þetta þrengra og kannski skilgreina svæði vegna starfa með hliðsjón af dreifingu stöðugilda um landið?

Stærri flutningar starfsstöðva geta verið af hinu góða, eins og hefur verið rætt varðandi aðalskrifstofu RARIK. Það gæti verið lyftistöng fyrir atvinnulífið á landsbyggðinni, en það má ekki stjórnast eingöngu af því hver er frekastur í hagsmunabaráttu fyrir sitt svæði heldur fremur hvar eru áskoranir og vandi. Ef við skoðum möguleika með þetta ákveðna fyrirtæki þá væri betra að efla núverandi starfsstöðvar um land allt frekar en að hugsa flutning í einni heild á nýjan stað. Það gæti endurvakið þessa öflugu vinnustaði um land allt sem standa nú margir hverjir mjög hallandi fæti með hálf tómar skrifstofur.

Grunnkrafan um störf án staðsetningar er frelsi starfsmanna til að vera með búsetu hvar sem er á landinu. Það er vissulega góð stefna, en það vantar stjórntæki til að jafna tækifæri og möguleika fyrir landsbyggðina, bæði með stærri flutningum á stofnunum sem og við einstaka ráðningar.

Heimsfaraldur hefur kennt okkur að nýta mun betur tækni til atvinnu og samskipta sem við verðum að nota við atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni. Fjarvinna býður upp á mikil tækifæri sem þarf að fanga núna þegar tækifæri gefst til að styrkja byggð. Það er undir okkur landsbyggðarfólki komið að beita okkur fyrir jöfnum tækifærum í þessum málum.

Gunnar Tryggvi Halldórsson, frambjóðandi í prófkjöri Framsóknarflokks í Norðvesturkjördæmi.

Greinin birtist fyrst á visir.is 1. mars 2021.