Categories
Greinar

Öryrkjar og aldraðir

Deila grein

20/04/2022

Öryrkjar og aldraðir

Kjara­samn­ing­ar eru sterk­asta vopn hins vinn­andi manns. Marg­ir hóp­ar semja á tveggja til þriggja ára fresti um kaup og kjör, en það eru til hóp­ar í okk­ar sam­fé­lagi sem semja ekki um kjör sín en það eru aldraðir og ör­yrkj­ar. Mér finnst skrýtið að tengja þessa tvo hópa sam­an, en það er annað mál. Það get­ur verið erfitt fyr­ir ein­stak­linga að verða ör­yrkj­ar. Því get­ur fylgt tekjutap, þung­lyndi, dep­urð, van­líðan og auðvitað bar­átt­an við kerfið. Marg­ir ör­yrkj­ar ein­angra sig frá sam­fé­lag­inu því niður­læg­ing­in get­ur verið mik­il. Ein­stak­ling­ur­inn er ekki leng­ur hluti af vinnustaðar­menn­ingu, hann er stund­um ekki hluti af sam­fé­lag­inu og hon­um get­ur liðið eins og hon­um hafi verið hafnað. Hann kynn­ir sér regl­urn­ar um at­vinnuþátt­töku en þá skerðist ör­ork­an. Hann borg­ar ekki í stétt­ar­fé­lag og hef­ur þar af leiðandi ekki aðgang að ýms­um samn­ings­bundn­um styrkj­um. Flækj­u­stigið fyr­ir sér­eigna­sparnað er mikið. Hátt leigu­verð og dýr mat­arkarfa ger­ir hon­um lífið leitt og stund­um get­ur hann ekki náð end­um sam­an um mánaðamót.

Snú­um okk­ur að eldra fólk­inu. Margt eldra fólk upp­lif­ir það sama og ör­yrkj­ar, þ.e.a.s. dep­urð, ein­mana­leika og ótt­ann við að ná ekki end­um sam­an um hver mánaðamót. Þó svo að eldra fólk eigi af­kom­end­ur get­ur það verið einmana. Önnur áskor­un sem eldra fólk get­ur verið að tak­ast á við er tölvu­læsi. Sum­ir hafa ekki reynslu af snjall­tækj­um og jafn­vel ekki ra­f­ræn skil­ríki og hvað þá greiðan aðgang að sín­um eig­in heima­banka. Ótt­inn við að prófa þessa hluti get­ur verið mik­ill. Ef maður hugs­ar í lausn­um þá væri mögu­lega hægt að nýta þann mannauð sem við höf­um t.d. með því að ör­yrkj­ar, sem eru ekki á vinnu­markaði, geti heim­sótt eldra fólk og kennt því á snjall­tæk­in og fengið þannig laun fyr­ir, án skerðing­ar á ör­orku. Þetta gæti virkað svona:

Öryrki skrá­ir sig í bakv­arðasveit í sínu sveit­ar­fé­lagi og lýs­ir þannig áhuga á að aðstoða eldra fólk á snjall­tæki tvisvar til þris­var í viku. Þannig væri hægt að auka virkni og fé­lags­lega þátt­töku bæði ör­yrkja og eldra fólks. Laun eru greidd út einu sinni á ári í ein­greiðslu, t.d. í byrj­un des­em­ber. Þessi laun myndu alls ekki skerða tekj­urn­ar frá Trygg­inga­stofn­un. Það má líta á þetta sem þeirra kjara­bót og/​eða launa­hækk­un fyr­ir sam­fé­lags­lega virkni.

Kjör eldra fólks og ör­yrkja geta verið mis­jöfn en þeir sem eru verst sett­ir virðast sitja á hak­an­um. Þess­ir hóp­ar geta svo sann­ar­lega tekið mun meiri þátt í sam­fé­lag­inu því í þeim býr mik­il reynsla og þekk­ing og mik­il­vægt að þeir fái tæki­færi til að taka virk­an þátt í sam­fé­lag­inu.

Sævar Jóhannsson, fram­bjóðandi fyr­ir Fram­sókn í Reykja­nes­bæ.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 20. apríl 2022.