Categories
Greinar

Múlaþing – gæfuspor

Deila grein

05/05/2022

Múlaþing – gæfuspor

Eins og flest­ar sam­ein­ing­ar sveit­ar­fé­laga átti sam­ein­ing­in í Múlaþing árið 2020 sér tölu­verðan aðdrag­anda. Grein­ar­höf­und­ur var bæj­ar­stjóri á Seyðis­firði árin 2011-2018 og á þeim árum var málið nokkuð til umræðu eins og sjá má í tíma­rit­inu Sveit­ar­stjórn­ar­mál­um frá í maí 2014. Þar var fjallað um umræðu sem varð um mögu­lega sam­ein­ingu Fljóts­dals­héraðs og Seyðis­fjarðar­kaupstaðar í aðdrag­anda sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga það ár.

Í grein­inni kem­ur fram að bæj­ar­ráð Seyðis­fjarðar­kaupstaðar og bæj­ar­stjórn Fljóts­dals­héraðs samþykktu bæði bók­un um kosti þess að sam­eina sveit­ar­fé­lög­in. Í bók­un bæj­ar­stjórn­ar Fljóts­dals­héraðs kom m.a. fram að mikl­ir mögu­leik­ar gætu fal­ist í frek­ari sam­ein­ingu sveit­ar­fé­laga á Aust­ur­landi og að með trygg­um vetr­ar­sam­göng­um milli sveit­ar­fé­lag­anna mætti telja lík­legt að all­ar for­send­ur væru til slíkr­ar sam­ein­ing­ar. Í bók­un bæj­ar­ráðs Seyðis­fjarðar­kaupstaðar kom m.a. fram að með tryggðum vetr­ar­sam­göng­um milli Seyðis­fjarðar og Fljóts­dals­héraðs yrðu til mik­il tæki­færi á Aust­ur­landi til enn frek­ari sam­vinnu og mögu­legr­ar sam­ein­ing­ar, stæði hug­ur íbúa á Aust­ur­landi til þess.

Seyðfirðing­ar hafa, ásamt fleir­um, lengi bar­ist fyr­ir jarðgöng­um und­ir Fjarðar­heiði til Héraðs. Í fyrr­nefndri grein er haft eft­ir þáver­andi bæj­ar­stjóra á Seyðis­firði að ef stytt­ist í göng­in verði for­send­ur fyr­ir því að kanna viðhorf íbú­anna. Þá gætu sveit­ar­fé­lög­in aukið sam­starf sín á milli og þá yrði sam­ein­ing greiðari síðar ef menn kysu hana.

Síðla árs 2017 þróuðust mál á þann veg að í sveit­ar­fé­lög­un­um sem sam­einuðust í Múlaþing, auk Vopna­fjarðar­hrepps og Fljóts­dals­hrepps, var ákveðið að láta fara fram könn­un um hug íbúa til sam­ein­ing­ar, en þessi sveit­ar­fé­lög höfðu lengi haft með sér sam­starf, m.a. um fé­lagsþjón­ustu og bruna­varn­ir. Niðurstaða þess­ar­ar könn­un­ar var nokkuð af­ger­andi já­kvæð hjá þeim sveit­ar­fé­lög­um sem síðan sam­einuðust en einnig skýr afstaða á ann­an veg í hinum.

Haustið efir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar 2018 hófst síðan sú veg­ferð sem leiddi á end­an­um til sam­ein­ing­ar í Múlaþing. Þeirri vinnu verða ekki gerð sér­stak­lega skil hér enda er það efni í aðra grein. Óhætt er þó að segja að vandað var til verka, sem full­yrða má að létti mjög sam­ein­ing­una og starfið við stofn­un hins nýja sveit­ar­fé­lags. Mark­miðið með sam­ein­ing­unni var skýrt: að bæta þjón­ustu, efla stjórn­sýslu og styrkja innviði. Sér­stök áhersla var lögð á sam­göng­ur milli byggðarlag­anna og að varðveita sér­stöðu byggðakjarn­anna og tryggja áhrif íbúa nærsam­fé­lags­ins inn­an þeirra.

Við upp­haf Múlaþings voru inn­leidd­ar nýj­ung­ar hvað varðar stjórn­sýslu sveit­ar­fé­laga, s.s. með til­komu heima­stjórna sem er mál manna að hafi gef­ist vel og haft já­kvæð áhrif á virkni íbúa og áhuga á mál­efn­um nærsam­fé­lags­ins. Einnig hef­ur vel tek­ist til með ra­f­ræn­ar lausn­ir, s.s. hvað fjar­fundi varðar, sem jafn­ar aðstöðu íbúa í afar víðfeðmu sveit­ar­fé­lagi til að taka þátt í störf­um á vett­vangi þess. Áhersla var lögð á að áfram yrðu skrif­stof­ur í hverju byggðarlagi eins og verið hafði. Þannig verða störf í stjórn­sýslu sveit­ar­fé­lags­ins a.m.k. að hluta ekki háð staðsetn­ingu og íbú­ar hafa aðgang að stjórn­sýslu sveit­ar­fé­lags­ins í sín­um byggðakjörn­um.

Það hef­ur verið góð sam­vinna og sam­starf í sveit­ar­stjórn, ráðum og heima­stjórn­um sem hef­ur gert starfið ár­ang­urs­rík­ara, sem ætíð skipt­ir miklu máli, en sér­stak­lega á tím­um um­fangs­mik­illa breyt­inga. Þannig vilj­um við Fram­sókn­ar­fólk í Múlaþingi starfa áfram í þágu íbúa sveit­ar­fé­lags­ins og ósk­um eft­ir stuðningi kjós­enda hinn 14. maí nk. til þess.

Vilhjálmur Jónsson

Höf­und­ur er sveit­ar­stjórn­ar­full­trúi og skip­ar 2. sæti á lista Fram­sókn­ar­fé­lags Múlaþings fyr­ir kom­andi sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar. jons­son.vil­hjalm­ur@gmail.com

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 5. maí 2022

Categories
Greinar

Áfram veginn – Til framtíðar

Deila grein

10/09/2020

Áfram veginn – Til framtíðar

Það eru áhugaverðir tímar framundan á Austurlandi. Nýtt sveitarfélag að verða að veruleika með sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Sveitarstjórnarkosningar þann 19. september. Fyrsta verkefni nýrrar sveitarstjórnar verður að ljúka sameiningarferlinu, ákveða nafn nýja sveitarfélagsins og virkja nýtt stjórnskipulag.

Framtíðarsýn og skipulag

Eitt af verkefnum sveitarstjórnar í nýja sveitarfélaginu verður, í samráði við íbúa, að móta þá framtíðarsýn sem lá til grundvallar kosningu um sameiningu sveitarfélaganna. Hana þarf að móta í samráði við íbúana. Vinna þarf nýtt aðalskipulag sem tekur til nýja sveitarfélagsins í heild. Það er mikilvægt að í því verði tekið á nýtingu, náttúruvernd og varðveislu. Áhersla verði lögð á sjálfbærni, samfélagsábyrgð og bætt búsetuskilyrði. Setja þarf aukinn kraft í gerð skipulagsáætlana með það að markmiði að atvinnulíf og íbúabyggð geti þróast við öruggar hentugar aðstæður sem tryggi lífsgæði og velferð íbúanna. Í því sambandi þarf að horfa sérstaklega til áskorana í samgöngumálum með tilliti til atvinnu-, menningar- og mannlífs, með öðrum orðum almennra búsetuskilyrða. Mikilvægur hluti af þeirri framtíðarsýn verður strandskipulag eða nýtingaráætlun sem jafnframt tekur mið af og styður við uppbyggingu og þróun hafna sveitarfélagsins.

Göngin verða að veruleika

Bættar samgöngur hafa verið forgangsverkefni framsóknarmanna á Austurlandi, ekki síst á Seyðisfirði. Áratuga barátta Seyðfirðinga fyrir bættum samgöngum með jarðgöngum, góð samvinna við nágrannasveitarfélög og skýr sýn um leiðina til þess, er að skila okkur Fjarðarheiðargöngum.

Samkvæmt gildandi samgönguáætlun er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist árið 2022 en nú er unnið að undirbúningi framkvæmdanna. Á þeim tíma sem ég, ásamt öðrum kjörnum fulltrúum, hef unnið að málinu hafa verið setnir óteljandi fundir með vegamálastjóra og starfsmönnum Vegagerðarinnar, alþingismönnum, embættismönnum og ráðherrum, bæði fyrr og síðar. Oft þótti þokast lítið og stundum afturábak, en nú er málið að verða komið á framkvæmdastig. Það er mjög ánægjulegt. Alltaf var okkur vel tekið þó að við þættum sjálfsagt stundum nokkuð fylgin okkur.

Framkvæmdir við Fjarðarheiðargöng verða unnar á grundvelli metnaðarfullrar samgönguáætlunar fyrir árin 2020 til 2034 sem núverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og formaður Framsóknarflokksins, lagði fyrir Alþingi. Svo metnaðarfull er hún hvað Austurland varðar að auk ganganna um Fjarðarheiði liggur leiðin áfram með göngum frá Seyðisfirði til Mjóafjarðar og þaðan til Norðfjarðar og eru þá önnur verkefni á svæðinu ótalin. Hliðstæða finnst vart. Tenging byggðanna á Austurlandi með þessum jarðgöngum verður bylting í öllu tilliti. Nokkuð sem ég og samstarfsfólk í bæjarstjórn og áhugafólk sáum sem heldur fjarlægt markmið á eftir Fjarðarheiðargöngum en er nú þegar komið á áætlun.

Meiri samgöngubætur

Markmiðið með Fjarðarheiðargöngum hefur alltaf verið skýrt, að rjúfa vetrareinangrun, og auka þar með öryggi íbúa, að auka umferðaröryggi og að samgöngur á landi væru greiðar allt árið. Það verður hlutverk nýrra sveitarstjórnar að fylgja málinu eftir í samvinnu við ríkisvaldið, svo og uppbyggingu annarra samgönguinnviða sem eru í áætluninni, heilsársvegar um Öxi, Borgarfjarðarvegar, og nýrrar brúar yfir Lagarfljót. Þessar samgönguframkvæmdir eru nauðsynlegar til að vel takist til með sameininguna og því þarf að fylgja þeim eftir af festu. Jafnframt þarf að vinna að uppbyggingu og aukinni vegþjónustu um víðfeðmt sveitarfélag og á leiðum að og frá.

Sérstaklega þarf að setja aukinn þunga í uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar sem millilandaflugvallar og tryggja fjármagn til hennar. En einnig að jafna aðstöðumun við Keflavíkurflugvöll að því marki sem er í valdi stjórnvalda.

Brýnt er að stjórnvöld taki af vafa um að Reykjavíkurflugvöllur verði staðsettur til frambúðar í Vatnsmýrinni með hliðsjón af því að margvísleg nauðsynleg þjónusta á vegum ríkisins er byggð upp eða hefur verið flutt til höfuðborgarinnar sem hefur það í för með sér að landsmenn utan höfuðborgarsvæðisins þurfa að sækja hana með flugsamgöngum. Þar vegur þyngst fyrir almenning, heilbrigðisþjónustuna.

Ríkulegur ávinningur

Ávinningurinn af uppbyggingu samgönguinnviða verður sterkara atvinnusvæði með aukinni nýsköpun og fleiri áhugaverðum atvinnutækifærum, öflugra menningar- og listalífi svo og íþrótta- og félagsstarfi og bættu aðgengi að þjónustu. Það er mikilvægt að áform stjórnvalda séu tímasett og skýr þannig að vinna við frekari mótun framtíðarsýnar og skipulagsáætlanir geti tekið mið af þeim.

Forsendur þess að sameiningin skili tilætluðum árangri er að staðfest loforð og samþykktir stjórnvalda um varanlega samgöngutengingu allra fjögurra byggðarlaganna verði að veruleika, það er nýbygging Axarvegar, Borgarfjarðarvegar og lagning jarðganga undir Fjarðarheiði milli Seyðisfjarðar og Fljótsdalshéraðs. Að því þarf að vinna í samfellu og sleitulaust.

Vilhjálmur Jónsson, bæjarfulltrúi á Seyðisfirði og skipar 2. sæti á lista Framsóknarflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

Greinin birtist fyrst á austurfrett.is 10. september 2020.