Síðastliðinn laugardag var haldið 20. Landsþing Landssambands Framsóknarkvenna sem nú hefur fengið nýtt nafn Konur í Framsókn eftir lagabreytingartillögu, Berglindar Sunnu Bragadóttur, sem samþykkt var á þingingu. Fundarstjóri var kosinn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, alþingismaður og fundarritari,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir, varaformaður LFK.

Fráfarandi formaður Linda Hrönn Þórssdóttir stiklaði á stóru um þriggja á ára formannstíð sína. Heimsfaraldur setti sinn mikla svip á það metnaðarfulla starf sem hafði verið skipulagt. Hún ræddi stöðu kvenna í heiminum eftir heimsfaraldur og vísaði í erlendar rannskóknir. Talaði um mikilvægi hreyfingar eins og Kvenna í Framsókn í þágu jafnréttismála og þátttöku kvenna í stjórnmálum. Án þátttöku kvenna í stjórnmálum verður jafnrétti aldrei raunverulega náð.
Hjördís Guðný Guðmundsdóttir og Linda Hrönn fóru yfir ársreikninga sambandsins í fjarveru gjaldkera.
Þá flutti Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, ávarp og þakkaði grasrótinni fyrir velgengni í sveitarstjórnarkosningunum. Hann talaði einnig um mikilvægi baklandsins þegar nýliðar eru fyrsta sinn í stjórn og taka þarf á krefjandi málum.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknar talaði um mikivægi öflugs félags eins og Kvenna í Framsókn. Hún fór yfir stöðu kvenna í samfélaginu m.t.t. jákvæðrar þrjóunar á atvinnumarkaði sl. 35 ár. Að hér væri lagaumhverfi sem stuðli að þessum jákvæðu breytingum með lögum um kynjahlutföll í stjórnum t.d. Ekki síður mikilvægt að aðgengi að leikskólum sé gott og daggæslu sem gert var átak í á sínum tíma undir forystu Kvennalistans og Framsóknar.
Fjöldi kvenna stóð í pontu og tjáðu sig um sín áherslumál. Konur hvöttu aðrar konur til að taka pláss og láta í sér heyra. Leikskólamálin voru rædd, rasismi í samfélaginu, MeToo, staða kvenna þegar kemur að fæðingarorlofi, konur lengur heima því þær eru oftar launalægri. Einnig rætt að það hafi aldrei verið betra að vera kona í stjórnmálum en í dag. Þá var ný stjórn hvött til að taka upp stöðu kvenna í atvinnulífinu.
Nýr formaður var kosinn Guðveig Eyglóardóttir og sagði hún m.a. í framboðsræðu sinni að hennar köllun væri í dag að valdefla aðrar konur.
Þingið var öflugt í alla staði, lagðar fram kraftmiklar ályktanir og augljóst var á konum á þinginu að það var orðið tímabært að hittast. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknar og ráðherra bauð Konum í Framsókn í móttöku á vinnustofu Kjarvals að þingi loknu.
Ný stjórn er eftirfarandi:
Formaður: Guðveig Eyglóardóttir (NV)
Framkvæmdastjórn:
Berglind Sunna Bragadóttir (R)
Hjördís Guðný Guðmundsdóttir (SV)
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir (S)
Unnur Þöll Benediktsdóttir (R)
Til vara:
Anna Karen Svövudóttir (SV)
Karítas Ríkharðsdóttir (R)
Landsstjórn (6 og 6 til vara)
Díana Hilmarsdóttir (S)
Fanný Gunnarsdóttir (R-N)
Linda Hrönn Þórisdóttir (SV)
Rakel Dögg Óskarsdóttir (R-S)
Sigurlaug Þóra Gunnarsdóttir (NA)
Sonja Lind Estrajher Eyglóardóttir (NV)
Drífa Sigfúsdóttir (S)
Ingveldur Sæmundsdóttir (R)
Magnea Gná Jóhannsdóttir (R-N)
Pálína Margeirsdóttir (NA)
Ragnheiður Ingimundardóttir (NV)
Þórey Anna Matthíasdóttir (SV)
Skoðunarmenn reikninga (2)
Hildur Helga Gísladóttir (SV)
Þorbjörg Sólbjartsdóttir (SV)




























