Menu

Monthly Archives: júní 2013

//júní

Skerðingar afnumdar og frítekjumark hækkað

Fréttir|

Eygló Harðardóttir, félags-og húsnæðismálaráðherra, segir að nýtt frumvarp sem á að afnema skerðingar á greiðslum til lífeyrisþega, sé eitthvað sem þessum hópi hafi verið lofað. Hún segir mjög mikilvægt að taka þetta fyrsta skref núna á sumarþingi. Greiðslur um 7.000 lífeyrisþega munu hækka, frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega hækkar verulega og lífeyristekjur munu ekki lengur skerða grunnlífeyri. Árið [...]

Útvarpsþáttur um Rannveigu Þorsteinsdóttur

Fréttir|

Þann 19. júní sl. var útvarpsþáttur á Rás1 um Rannveigu Þorsteinsdóttur, fyrstu þingkonu Framsóknarflokksins. Hann nefnist „Baldursbráin í hvers manns barmi“ og má finna hér: http://www.ruv.is/sarpurinn/%C2%ABbaldursbrain-i-hvers-manns-barmi%C2%BB/19062013 Í þættinum er meðal annars upptaka frá 23. febrúar sl.  en þá var haldin vegleg dagskrá um Rannveigu Þorsteinsdóttur á Hallveigarstöðum.  Þar vörpuðu fram fulltrúar félaga sem Rannveig starfaði með og var í [...]

Framsókn breytti nefndarskipan til að jafna kynjahlutföll

Fréttir|

Gerðar voru breytingar á nefndarskipunum hjá  stjórnarflokkunum til þess að leiðrétta kynjahlutföll í fasta- og alþjóðanefndum Alþingis. Allsherjar- og menntamálanefnd: Elsa Lára Arnardóttir tekur sæti í stað Willums Þórs Þórssonar. Efnahags- og viðskiptanefnd: Willum Þór Þórsson verður 2. varaformaður í stað Páls Jóhanns Pálssonar, Líneik Anna Sævarsdóttir tekur sæti í stað Páls Jóhanns Pálssonar. Ragnheiður [...]

Jómfrúrræður þingmanna

Fréttir|

Nýir þingmenn Framsóknar hafa verið að stíga í ræðustól Alþingis og flytja sínar fyrstu ræður en þær eru gjarnan kallaðar jómfrúrræður. Á þessu er þó ein undantekning á þinghópnum. En það er Sigrún Magnúsdóttir er flutti sína jómfrúrræðu fyrir 31 ári síðan þegar hún tók sæti sem varaþingmaður. Hægt er að smella á nöfn þingmanna [...]

Baldursbráin í hvers manns barmi

Fréttir|

Þann 19. júní næstkomandi verður útvarpsþáttur á Rás1 um Rannveigu Þorsteinsdóttur, fyrstu þingkonu Framsóknarflokksins Þátturinn hefst kl 13:00 og heitir "Baldursbráin í hvers manns barmi" Í þættinum verður meðal annars upptaka frá 23. febrúar sl.  en þá var haldin vegleg dagskrá um Rannveigu Þorsteinsdóttur á Hallveigarstöðum.  Þar vörpuðu fram fulltrúar félaga sem Rannveig starfaði með og var [...]

Aðgerðaáætlun vegna skuldavanda heimila

Fréttir|

Fram er komin á Alþingi aðgerðaáætlun í tíu liðum til þess að taka á skuldavanda heimila á Íslandi. Hún tiltekur markvissar aðgerðir til að taka á skuldavanda íslenskra heimila sem er tilkominn af hinni ófyrirsjáanlegu höfuðstólshækkun verðtryggðra húsnæðislána sem leiddi af hruni fjármálakerfisins. Grunnviðmiðið er að ná fram leiðréttingu vegna verðbólguskots áranna 2007–2010. Um er [...]

Alþingi og kyn

Greinar|

Alþingi skipaði í nefndir.  Enn á ný endurspeglar skipanin þá kynjaskiptingu sem er til staðar í íslensku samfélagi. Karlar eru líklegri til að fara í nefndir sem hafa með fjár-, atvinnu- og utanríkismál á meðan konur sitja frekar í nefndum sem fara með velferðar-, mennta- og dómsmál. Ég hef áður bent á þetta og lýst yfir áhyggjum af [...]

Breytingar á kjörum lífeyrisþega lagðar fram á sumarþingi

Fréttir|

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, mun á næstunni leggja fyrir ríkisstjórn frumvarp sem miðar að því að draga úr þeim skerðingum sem lífeyrisþegar hafa orðið fyrir frá árinu 2009. Ráðherra kynnti fyrirhugaðar breytingar á ársfundi Tryggingastofnunar í dag. Eygló sagðist stefna að því að leggja frumvarpið fram á sumarþingi sem hefst í vikunni. Hún vísaði [...]

Fagleg vinnubrögð við Rammaáætlun

Fréttir|

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, átti á fimmtudag fund með formanni verkefnisstjórnar þriðja áfanga rammaáætlunar, Stefáni Gíslasyni. Á fundinum kom fram vilji ráðherra til að halda áfram með vinnu þá sem er hafin í ráðuneytinu við rammaáætlun með skipun verkefnisstjórnar. Jafnframt kom fram eindreginn vilji allra aðila til að halda fast í markmið um [...]

Sigurður Ingi og Höskuldur heimsækja bændur í dag

Fréttir|

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Höskuldur Þór heimsóttu í dag bændur á Norðurlandi  til að kynna sér stöðu mála en ljóst er að bændur á stórum landssvæðum allt frá Ströndum og yfir til Austurlands standa frammi fyrir miklum vanda vegna kals í túnum og ótíðar í vetur og vor. Sigurður Ingi flaug í [...]

Load More Posts