Categories
Fréttir

Baldursbráin í hvers manns barmi

Deila grein

13/06/2013

Baldursbráin í hvers manns barmi

rannveigÞann 19. júní næstkomandi verður útvarpsþáttur á Rás1 um Rannveigu Þorsteinsdóttur, fyrstu þingkonu Framsóknarflokksins
Þátturinn hefst kl 13:00 og heitir “Baldursbráin í hvers manns barmi”
Í þættinum verður meðal annars upptaka frá 23. febrúar sl.  en þá var haldin vegleg dagskrá um Rannveigu Þorsteinsdóttur á Hallveigarstöðum.  Þar vörpuðu fram fulltrúar félaga sem Rannveig starfaði með og var í forystu fyrir svipmyndum um hana og störf hennar: Kvenfélagssamband Íslands, Kvenstúdentafélagið, Kvenréttindafélag Íslands, Reykjavíkurklúbbur Soroptimista, UMFÍ, Lögfræðingafélagið og Glímufélagið Ármann.
 
Hægt er að sjá myndir af viðburðinum hér