Categories
Fréttir

Aðgerðaáætlun vegna skuldavanda heimila

Deila grein

12/06/2013

Aðgerðaáætlun vegna skuldavanda heimila

frambjodendurFram er komin á Alþingi aðgerðaáætlun í tíu liðum til þess að taka á skuldavanda heimila á Íslandi. Hún tiltekur markvissar aðgerðir til að taka á skuldavanda íslenskra heimila sem er tilkominn af hinni ófyrirsjáanlegu höfuðstólshækkun verðtryggðra húsnæðislána sem leiddi af hruni fjármálakerfisins. Grunnviðmiðið er að ná fram leiðréttingu vegna verðbólguskots áranna 2007–2010. Um er að ræða almennar aðgerðir óháðar lántökutíma með áherslu á jafnræði og skilvirkni úrræða.
Nokkrir af þeim þáttum sem nauðsynlegt er að horfa til við útfærslu og framkvæmd tillagna um skuldaleiðréttingu eru:

  • Kostnaður við aðkomu ríkissjóðs.
  • Peningamagn í umferð og áhrif á verðbólgu.
  • Áhrif á fjármálakerfið.
  • Kostnaður fjármálakerfisins við framkvæmd tillagnanna.

Gert er ráð fyrir að ráðherranefnd um úrlausnir í skuldamálum heimilanna hafa eftirlit með verkefninu í heild en einstakir ráðherrar sem eiga sæti í henni beri ábyrgð á tilteknum aðgerðum. Við vinnuna verður lögð áhersla á að leita eftir víðtækri sátt um þær leiðir sem farnar verða til að ná því markmiði að leysa skuldavanda íslenskra heimila.
Aðgerðirnar eru annars vegar beinar og snúast um framlagningu frumvarpa á næstu vikum og mánuðum og hins vegar tímasettar athuganir sem miða að því að skila skýrum aðgerðaáætlunum í kjölfar greininga sérfræðinga á þeim leiðum sem mögulegar eru til þess að ná því marki að leiðrétta forsendubrestinn sem varð með hruni fjármálakerfisins.
Hér er tillagan í heild sinni, adgerdir-vegna-skuldavanda-heimila.