Categories
Fréttir

Aukakjördæmisþingi KFR sem halda átti fimmtudaginn 24. apríl frestað til þriðjudagsins 29. apríl

Deila grein

23/04/2014

Aukakjördæmisþingi KFR sem halda átti fimmtudaginn 24. apríl frestað til þriðjudagsins 29. apríl

Af óviðráðanlegum orsökum er aukakjördæmisþingi KFR sem halda átti fimmtudaginn 24. apríl frestað til þriðjudagsins 29. apríl. Beðist er velvirðingar á óþægindum sem breytingin kann að valda.
Boðað er til aukakjördæmaþings KFR þriðjudaginn 29. apríl að Suðurlandsbraut 24 í Reykjavík, kl. 19.30.
Dagskrá:

 1. Setning
 2. Ræða formanns KFR, Þóris Ingþórssonar
 3. Tillaga stjórnar KFR að framboðslista Framsóknar í Reykjavík – umræður og atkvæðagreiðsla
 4. Ræða oddvita Framsóknar í Reykjavík

 
Atkvæðisrétt hafa þeir fulltrúar er valdir voru á kjördæmaþing KFR í október.
Stjórn KFR

Categories
Fréttir

Framboðslisti Frjálsra með Framsókn í Hveragerði samþykktur

Deila grein

16/04/2014

Framboðslisti Frjálsra með Framsókn í Hveragerði samþykktur

Framsóknarfélag Hveragerðis samþykkti einróma á félagsfundi tillögu uppstillingarnefndar að framboðslista Framsóknar, Frjálsir með Framsókn, fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar 31. maí 2014. Framboðið skipar fólk sem kemur víða að úr samfélaginu, með fjölbreytta menntun og störf. Garðar Rúnar Árnason, kennari, leiðir listann, í öðru sæti er Daði Steinn Arnarsson, íþrótta- og sundkennari og í því þriðja Sigurbjörg Sara Sveinsdóttir, húsmóðir.
frambodslisti-hveragerdi-2014
Á meðfylgjandi mynd eru fimm efstu frambjóðendur listans talið frá vinstri: Garðar Rúnar Árnason, Adda María Óttarsdóttir, Ásdís Alda Runólfsdóttir, Sigurbjörg Sara Sveinsdóttir og Daði Steinn Arnarsson.
Listann skipa eftirtaldir:

 1. Garðar Rúnar Árnason, kennari
 2. Daði Steinn Arnarsson, íþrótta- og sundkennari
 3. Sigurbjörg Sara Sveinsdóttir, húsmóðir
 4. Ásdís Alda Runólfsdóttir, flutningafulltrúi
 5. Adda María Óttarsdóttir, háskólanemi
 6. Ágúst Örlaugur Magnússon, leiðbeinandi og knattspyrnuþjálfari
 7. Steinar Rafn Garðarsson, sjúkraflutningamaður og fjallaleiðsögn
 8. Sæbjörg Lára Másdóttir, háskólanemi
 9. Ragnar Ágúst Nathanaelsson, körfuboltamaður og nemi
 10. Ingibjörg Sverrisdóttir, skrifstofumaður
 11. Fanný Björk Ástráðsdóttir, sjúkraliði og þroskaþjálfi
 12. Gísli Garðarsson, eldri borgari og fyrrv. bæjarfulltrúi
 13. Herdís Þórðardóttir, innkaupastjóri
 14. Pálína Agnes Snorradóttir, kennari á eftirlaunum

Listann skipa 8 konur og 6 karlar. Framsóknarflokkurinn bauð ekki fram í sveitarstjórnarkosningunum 2010 en var þá hluti af A-listanum sem fékk tvo fulltrúa kjörna í bæjarstjórn Hvergerðis.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar í Hafnarfirði samþykktur

Deila grein

16/04/2014

Framboðslisti Framsóknar í Hafnarfirði samþykktur

Á fjölmennum fundi Fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Hafnarfirði 15. apríl var samþykktur framboðslisti Framsóknarflokksins fyrir sveitastjórnakosningarnar í vor. Ágúst Bjarni Garðarsson, stjórnmálafræðingur, leiðir framboðslistann, Jenný Jóakimsdóttir, viðskiptafræðingur, er í öðru sæti og Sigurjón Norberg Kjærnested, framkvæmdastjóri og varaþingmaður, er í því þriðja. Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra skipar heiðurssæti listans.
hafnarfjordur-frambodslisti
Kosningaskrifstofa B-lista Framsóknarflokksins er við Thorsplan að Linnetstíg 2 í Hafnarfirði.
Framboðslistann skipa eftirtaldir:

 1. Ágúst Bjarni Garðarsson, stjórnmálafræðingur
 2. Jenný Jóakimsdóttir, viðskiptafræðingur
 3. Sigurjón Norberg Kjærnested, framkvæmdastjóri og varaþingmaður
 4. Kristín Elísabet Gunnarsdóttir, fjölmiðlafræðingur
 5. Njóla Elísdóttir, hjúkrunarfræðingur
 6. Valdimar Sigurjónsson, viðskiptalögfræðingur
 7. Margrét Össurardóttir, grunnskólakennari
 8. Þorsteinn Ólafur Þorsteinsson, viðskiptafræðingur
 9. Linda Hrönn Þórisdóttir, aðstoðarleikskólastjóri og meistaranemi
 10. Sveinn Heiðar Jóhannesson, kjötiðnaðarmaður og söluráðgjafi
 11. Iuliana Kalenikova, lögfræðingur
 12. Garðar Smári Gunnarsson, vöruhússtjóri
 13. Árni Rúnar Árnason, tækjamaður í Suðurbæjarlaug
 14. Bjarney Grendal Jóhannesdóttir, grunnskólakennari
 15. Sigurbjörn Richter, framhaldsskólanemi
 16. Sólrún Þrastardóttir, BEd í kennslufræðum og háskólanemi
 17. Kristján Rafn Heiðarsson, matreiðslumeistari og kennari
 18. Ingunn Mai Friðleifsdóttir, tannlæknir
 19. Ingvar Kristinsson, formaður fimleikafélagsins Björk
 20. Elín Karlsdóttir, matráðskona
 21. Stefán Hákonarson, smiður
 22. Eygló Harðardóttir, ráðherra

Listinn er paralisti og skipa hann 11 konur og 11 karlar. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum vantaði Framsóknarflokkinn 15 atkvæði upp á að ná inn fulltrúa í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar á Fljótsdalshéraði samþykktur

Deila grein

14/04/2014

Framboðslisti Framsóknar á Fljótsdalshéraði samþykktur

stefan-bogi-sveinsson-heradAðalfundur Framsóknarfélags Héraðs og Borgarfjarðar er var haldinn 10. apríl samþykkti einróma tillögu uppstillingarnefndar að framboðslista Framsóknar á Fljótsdalshéraði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í vor. Stefán Bogi Sveinsson, lögfræðingur og forseti bæjarstjórnar, leiðir listann líkt og fyrir fjórum árum.

Skipan listans er eftirfarandi:
 1. Stefán Bogi Sveinsson, lögfræðingur og forseti bæjarstjórnar, Egilsstöðum
 2. Gunnhildur Ingvarsdóttir, fjármálastjóri og varabæjarfulltrúi, Egilsstöðum
 3. Páll Sigvaldason, ökukennari og bæjarfulltrúi, Fellabæ
 4. Kristjana Jónsdóttir, verslunarstjóri og hundaræktandi, Rangá 3
 5. Gunnar Þór Sigbjörnsson, útibússtjóri, Egilsstöðum
 6. Eyrún Arnardóttir, héraðsdýralæknir og bæjarfulltrúi, Randabergi
 7. Guðmundur Þorleifsson, heldri borgari, Egilsstöðum
 8. Aðalheiður Björt Unnarsdóttir, framhaldsskólanemi, Egilsstöðum
 9. Björn Hallur Gunnarsson, verktaki, Rangá 2
 10. Rita Hvönn Traustadóttir, garðyrkjufræðingur, Fellabæ
 11. Þórarinn Páll Andrésson, bóndi, Fljótsbakka
 12. Alda Ósk Harðardóttir, snyrtifræðingur, Egilsstöðum
 13. Benedikt Hlíðar Stefánsson, vélatæknifræðingur, Egilsstöðum
 14. Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, leiðbeinandi í leikskóla, Þingmúla
 15. Ingvar Ríkharðsson, vélamaður, Egilsstöðum
 16. Magnús Karlsson, bóndi, Hallbjarnarstöðum
 17. Sólrún Hauksdóttir, ofuramma og bóndi, Merki 2
 18. Jónas Guðmundsson, bóndi og fyrrverandi bæjarfulltrúi, Hrafnabjörgum 1
Á listanum eru 8 konur og 10 karlar. Í efstu 14 sætunum er jafnt kynjahlutfall. Framsóknarflokkurinn hlut þrjá fulltrúa í bæjarstjórn fyrir fjórum árum.

 

Categories
Greinar

Orka, fiskur og jafnrétti

Deila grein

14/04/2014

Orka, fiskur og jafnrétti

Gunnar Bragi SveinssonAlþjóðleg þróunarsamvinna er ein af meginstoðum íslenskrar utanríkisstefnu. Við leggjum áherslu á stuðning við fátækustu ríki heims og fátækt fólk í ríkjum þar sem gæðum er misskipt.

Alþjóðabankinn gegnir lykilhlutverki í fjölþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands, enda meðal stærstu og áhrifamestu alþjóðastofnana á sviði þróunarsamvinnu. Með virkri þátttöku Íslands á vettvangi bankans leggjum við okkar af mörkum til efnahagslegrar og félagslegrar uppbyggingar þróunarlanda. Þar lætur Ísland sérstaklega til sín taka á sviði orku- og fiskimála, auk sérstaks stuðnings við jafnréttismál.

Við höfum orðið vör við mikinn áhuga hjá þróunarríkjum á samstarfi á þessum sviðum enda gegna þau mikilvægu hlutverki þegar kemur að því að stuðla að aukinni framþróun og hagvexti í þróunarríkjum. Árangurinn skilar sér til fólksins með aukinni atvinnusköpun og bættum lífskjörum. Sóknarfæri Íslendinga eru töluverð, enda getum við deilt þekkingu okkar og reynslu með fátækari ríkjum heims.

Samstarf Íslands, Alþjóðabankans og Norræna þróunarsjóðsins um aukna nýtingu jarðhita í Austur-Afríku er gott dæmi þar sem íslensk sérþekking gegnir lykilhlutverki. Samstarfið gerir ráð fyrir að Íslendingar aðstoði ríki við að meta bestu jarðhitasvæðin, gera nauðsynlegar grunnrannsóknir og veita liðsinni við gerð áætlana um jarðboranir til þess að meta stærð auðlindanna. Vonir eru bundnar við að samstarfið muni leiða til aukinnar raforkuframleiðslu sem geti skipt sköpum fyrir þetta fátæka svæði Afríku. Með samstarfinu erum við að bregðast við þeirri miklu orkufátækt sem ríkir á svæðinu, en aðgangur að orku er af mörgum talinn einn mikilvægasti liðurinn í að stuðla að aukinni hagsæld fátækra samfélaga.

Veigamikil vegferð
Í dag sit ég fund þróunarnefndar Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir hönd Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. Á fundinum munu 25 ráðherrar og seðlabankastjórar koma saman til að leggja línurnar um framkvæmd nýrrar stefnu Alþjóðabankans og ræða hvernig bankinn geti betur brugðist við fyrirliggjandi áskorunum, styrkt hagvöxt og jöfnuð í þróunarríkjum, ekki síst í kjölfar efnahagserfiðleika undanfarinna sex ára.

Ég tel áherslusvið okkar innan bankans, jafnrétti, orku- og fiskimál, vera meðal sviða sem stuðlað geta að framþróun og hagsæld og að Alþjóðabankinn þurfi að huga sérstaklega að þessum atriðum til að ná tilsettum árangri.
Á Íslandi er til staðar hafsjór af þekkingu og reynslu sem getur reynst þróunarríkjum afar mikilvæg. Þannig getum við Íslendingar stutt við þessa veigamiklu vegferð.

Gunnar Bragi Sveinsson

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Landamæralaust norrænt svæði þar sem fólk, vörur og þjónusta fari frjálst yfir landamæri

Deila grein

11/04/2014

Landamæralaust norrænt svæði þar sem fólk, vörur og þjónusta fari frjálst yfir landamæri

Fanar-NordurlandathjodaFlokkahópur miðjumanna vill efla Norðurlandaráð til að flýta vinnu að landamæralausum Norðurlöndum. Þetta kom fram á fundi þeirra um umbætur í Norðurlandaráði á Akureyri 7.-8. apríl s.l..
Norðurlandaráð hefur sett sér það markmið að skapa landamæralaust norrænt svæði þar sem fólk, vörur og þjónusta ferðast frjálst yfir landamæri. Til að ná því markmiði hefur flokkahópur miðjumanna ekki aðeins lagt fram tillögur til að flýta vinnu að landamæralausum norðurlöndum heldur einnig tillögur til að efla og styrkja Norðurlandaráð.
„Það er svekkjandi að sjá að tillögur okkar leiða jafnvel ekki til neinna aðgerða,“ segir varaformaður flokkahóps miðjumanna, Karen Elleman. „Flokkahópurinn er tilbúinn að gera miklar breytingar bæði innan Norðurlandaráðs og í ákvarðanatökum þjóðþinga landanna til þess að tillögur Norðurlandaráðs komi að leiða til árangurs og aðgerða.“
Nú standa yfir umbótaferli innan Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar. Flokkahópur miðjumanna hvetur norrænu þjóðþingin til að hefja umræðu um aðgerðir sem eru nauðsynlegar til að þau geti fylgt eftir tillögum Norðurlandaráðs. „Það er mikilvægt að Norðurlandaráð skili góðri og vandari vinu en jafnframt ætti að vera farvegur í þjóðþingunum til að meðhöndla og fylgja eftir tillögum Norðurlandaráðs. Því hvetjum við þjóðþing og ríkisstjórnir norðurlandanna til aðgerða,“ segir Höskuldur Þórhallsson, alþingismaður, sem leiðir umbótavinnu flokkahóps miðjumanna í Norðurlandaráði.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar í Húnaþingi vestra samþykktur

Deila grein

10/04/2014

Framboðslisti Framsóknar í Húnaþingi vestra samþykktur

elin_r_lindalAðalfundur Framsóknarfélags Húnaþings vestra samþykkti á fundi sínum 7. apríl B-lista Framsóknar og annara framfarasinna í sveitarfélaginu. Elín R Líndal, framkvæmdastjóri og sveitarstjórnarfulltrúi leiðir listann, Ingimar Sigurðsson, bóndi, er öðru sæti og Valdimar Gunnlaugsson, stuðningsfulltrúi, í því þriðja.
Framboðslistann skipa eftirfarandi:

 1. Elín R Líndal, Lækjamóti, framkvæmdastjóri og sveitarstjórnarfulltrúi
 2. Ingimar Sigurðsson, Kjörseyri, bóndi
 3. Valdimar Gunnlaugsson, Hvammstanga, stuðningsfulltrúi
 4. Sigríður Elva Ársælsdóttir, Hvammstanga, félagsliði
 5. Gerður Rósa Sigurðardóttir, Hvammstanga, tamningamaður og leiðbeinandi á leikskóla
 6. Sigtryggur Sigurvaldason, Litlu-Ásgeirsá, bóndi
 7. Sigurður Kjartansson, Hlaðhamri, bóndi
 8. Sigrún Waage, Bjargi, bóndi og bókari skólabúða á Reykjaskóla
 9. Ragnar Smári Helgason, Lindarbergi, viðskiptafræðingur og bóndi
 10. Anna Birna Þorsteinsdóttir, Þórukoti, veitingastjóri
 11. Guðmundur Ísfeld, Syðri-Jaðri, handverksbóndi
 12. Jóhanna Helga Sigtryggsdóttir, Hvammstanga, leiðbeinandi á leikskóla
 13. Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir, Hvammstanga, grunnskólakennari
 14. Þorleifur Karl Eggertsson, Hvammstanga, símsmiður

Á listanum eru 7 konur og 7 karlar. Framsóknarflokkurinn hlut tvo fulltrúa í sveitarstjórn fyrir fjórum árum.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

Ferðamannastaðir

Deila grein

09/04/2014

Ferðamannastaðir

haraldur_SRGB_fyrir_vefSigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur kynnt í ríkisstjórn útfærslu á uppbyggingu innviða og vernd náttúru á ferðamannastöðum. Um þessar mundir er unnið að frumvarpi um áætlunina í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu sem fer með forræði málsins.

Í fyrsta sinn hér á landi er unnið að heildstæðri áætlun sem nær yfir allt landið, en hingað til hefur skort á skýra stefnumörkun og yfirlit yfir vandann á ferðamannastöðum. Slík áætlun er mikilvæg forsenda þess að hægt sé að ráðast í verndaraðgerðir og takast á við uppbyggingu innviða með skipulögðum hætti.

Samkvæmt útfærslunni færi úthlutun á fjármagni til ferðamannastaða í gegnum stýrihóp sem hefði umsjón með gerð tólf ára stefnumarkandi áætlunar en innan hennar verði þriggja ára verkefnaáætlanir. Einnig verði settur á fót samráðshópur, þar sem hagsmunaaðilar eigi sæti, sem vinni með stýrihópnum. Stýrihópurinn leggi tillögur sínar að tólf ára áætluninni á þriggja ára fresti fyrir umhverfis- og auðlindaráðherra sem legði þær fram á Alþingi í formi þingsályktunar í samráði við ráðherra ferðamála.

Stýrihópurinn hefði endanlegt vald um gerð þriggja ára verkefnaáætlunarinnar sem úthluti fjármagni sem yrði til við gjaldtöku, en ráðherra ferðamála útfærir leiðir til tekjuöflunar.

Áhyggjur fólks hafa að einhverju leyti snúist um hverjir fái aðkomu að sjóðnum þegar gjaldtakan hefst og úthlutun á fjármagninu. Samkvæmt útfærslunni er áhersla lögð á víðtækt samráð við gerð framkvæmdaáætlunar og verkefnaáætlana þar sem gert er ráð fyrir aðkomu sveitarfélaga, ferðaþjónustunnar, landeigenda, opinberra stofnana, háskóla, frjálsra félagasamtaka og hagsmunasamtaka auk ráðuneyta umhverfismála, ferðamála og fjármála.

Hér er um ákveðin tímamót að ræða. Meginmarkmiðin eru að náttúran sé vernduð, að komið sé í veg fyrir náttúruspjöll og þau lagfærð, dregið sé úr raski, álagi sé dreift og ný svæði metin, uppbygging falli vel að heildarsvipmóti lands og öryggi ferðamanna sé tryggt.

Haraldur Einarsson

Greinin birtist í Fréttablaðinu 9. apríl 2014

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

Horfum á heildarmyndina

Deila grein

08/04/2014

Horfum á heildarmyndina

Elsa lára_SRGB_fyrir_vefMikilvægt er að horfa á heildarmyndina þegar rætt er um skuldaleiðréttingar ríkisstjórnarinnar. Þau frumvörp sem eru til umræðu í þinginu þessa dagana og taka til verðtryggðra húsnæðisskulda heimilanna, eru eingöngu einn liður af tíu úr aðgerðaáætlun ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins.

Umfang skuldaleiðréttinganna eru 150 milljarðar og nær til um 100 þúsund heimila. Ánægjulegt er að um sé að ræða almenna aðgerð en ekki sértæka. Vissulega hefði það verið mjög jákvætt ef hægt hefði verið að hafa þakið hærra, fyrir þann hóp, sem varð hvað einna mest fyrir forsendubrestinum vegna efnahagshrunsins. En í því samhengi er nauðsynlegt að horfa á heildarmyndina í þeirri vinnu er snýr að skuldavanda heimilanna.

Í verkefnastjórn um framtíðarskipan húsnæðismála er unnið að mörgum mikilvægum þáttum er snerta íslensk heimili og framtíð þeirra. Þar má nefna vinnu að húsnæðislánakerfi til framtíðar og lyklafrumvarpið. Einnig er unnið með verðtrygginguna og þar eru bæði meirihlutaálit verðtryggingarhópsins og séráliti Vilhjálms Birgissonar höfð til hliðsjónar. Mikilvægt er að verðtryggingin verði afnumin um leið og skuldaleiðréttingar ríkisstjórnarinnar ná fram að ganga.

Einnig mun verkefnastjórnin skila af sér hugmyndum hvernig komið verði á öruggum leigumarkaði hér á landi. Þannig að þeir sem hér búa geti haft raunhæft val um séreign eða leiguhúsnæði. Jafnframt er horft til þess hvernig mögulegt verði að lækka leigukostnað og tillögur stjórnarinnar hljóma upp á allt að 20 % lækkun í þeim efnum. Auk þessa er unnið félagslegu húsnæðiskerfi með það að markmiði að allir geti haft öruggt þak yfir höfuðið.

Verkefnastjórnin mun skila af sér tillögum til félags- og húsnæðismálaráðherra í lok þessa mánaðar.

Í desember síðast liðnum, lagði innanríkisráðherra fram frumvarp, um að fresta nauðungasölum fram í september 2014. Nær frestunin til íbúðarhúsnæðis með verðtryggðar húsnæðisskuldir. Frumvarpið var samþykkt.

Í janúar síðast liðnum samþykktu þingmenn frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra um fjárhagsaðstoð vegna gjaldþrotaskipta. Nú þegar hefur verið opnað fyrir umsóknir á vef embættis umboðsmanns skuldara. Umsóknarferlið er skilvirkt og áætlað er að ferlið taki um tvær vikur frá því öll gögn berast vegna málsins.
Í lok mars lagði félags- og húsnæðismálaráðherra fram tvö frumvörp og þau eru heimilunum í hag. Annað þeirra varðar húsaleigubætur til þeirra sem misst hafa eignir sínar á uppboði og leigja þær nú til búsetu. Þessi hópur hefur, hingað til ekki átt rétt á húsaleigubótum og hefur það verið miður. Því ber að fagna að bæta skuli réttindi þeirra. Hitt varðar embætti umboðsmanns skuldara og heimild hans til að sekta fjármálastofnanir, ef þær draga eða neita að afhenda embætti hans þær upplýsingar, sem á þarf að halda til að vinna að málefnum þeirra sem til hans leita. Samkvæmt frumvarpinu getur sektargreiðsla numið allt frá 10 þúsund krónum – 1 milljón á dag, líkt og dagsektir samkvæmt lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.

Hér hefur verið skrifað um aðgerðir ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfsstæðisflokksins, í þágu heimilanna. Umræðan um að ekkert sé verið að gera fyrir heimilin er ósanngjörn. Við verðum að horfa á heildarmyndina.

Elsa Lára Arnardóttir

Greinin birtist í DV 8. apríl 2014.

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar og óháðra í Sandgerði samþykktur

Deila grein

07/04/2014

Framboðslisti Framsóknar og óháðra í Sandgerði samþykktur

Á félagsfundi Framsóknarfélags Sandgerðis 6. apríl var samþykkt tillaga uppstillingarnefndar að framboðslisti Framsóknar og óháðra í Sandgerði við sveitarstjórnarkosningarnar 31. maí 2014. Guðmundur Skúlason, öryggisvörður og bæjarfulltrúi, leiðir listann líkt og fyrir fjórum árum. Í öðru sæti er Daði Bergþórsson, deildarstjóri og í þriðja sæti er Valgerður Guðbjörnsdóttir, grunnskólakennari.
sandgerdi-frambodslistinn
Listann skipa eftirtaldir:

 1. Guðmundur Skúlason, öryggisvörður og bæjarfulltrúi
 2. Daði Bergþórsson, deildarstjóri
 3. Valgerður Guðbjörnsdóttir, grunnskólakennari
 4. Jóna María Viktorsdóttir, húsmóðir
 5. Eyjólfur Ólafsson, rafeindavirki
 6. Berglind Mjöll Tómasdóttir, skrifstofumaður
 7. Hjörtur Fjeldsted, knattspyrnuþjálfari
 8. Guðrún Pétursdóttir, húsmóðir
 9. Þorgeir Karl Gunnarsson, starfsmaður IGS
 10. Agnieszka Woskresinska, þýðandi
 11. Bjarki Dagsson, nemi í tölvunarfræði
 12. Gréta Ágústsdóttir, húsmóðir
 13. Jón Sigurðsson, verkstjóri IGS
 14. Unnur Sveindís Óskarsdóttir, verslunarstjóri

Listann skipa 7 konur og 7 karlar. Framsóknarflokkurinn er með einn fulltrúa í bæjarstjórn í dag.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.