Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar í Húnaþingi vestra samþykktur

Deila grein

10/04/2014

Framboðslisti Framsóknar í Húnaþingi vestra samþykktur

elin_r_lindalAðalfundur Framsóknarfélags Húnaþings vestra samþykkti á fundi sínum 7. apríl B-lista Framsóknar og annara framfarasinna í sveitarfélaginu. Elín R Líndal, framkvæmdastjóri og sveitarstjórnarfulltrúi leiðir listann, Ingimar Sigurðsson, bóndi, er öðru sæti og Valdimar Gunnlaugsson, stuðningsfulltrúi, í því þriðja.
Framboðslistann skipa eftirfarandi:

 1. Elín R Líndal, Lækjamóti, framkvæmdastjóri og sveitarstjórnarfulltrúi
 2. Ingimar Sigurðsson, Kjörseyri, bóndi
 3. Valdimar Gunnlaugsson, Hvammstanga, stuðningsfulltrúi
 4. Sigríður Elva Ársælsdóttir, Hvammstanga, félagsliði
 5. Gerður Rósa Sigurðardóttir, Hvammstanga, tamningamaður og leiðbeinandi á leikskóla
 6. Sigtryggur Sigurvaldason, Litlu-Ásgeirsá, bóndi
 7. Sigurður Kjartansson, Hlaðhamri, bóndi
 8. Sigrún Waage, Bjargi, bóndi og bókari skólabúða á Reykjaskóla
 9. Ragnar Smári Helgason, Lindarbergi, viðskiptafræðingur og bóndi
 10. Anna Birna Þorsteinsdóttir, Þórukoti, veitingastjóri
 11. Guðmundur Ísfeld, Syðri-Jaðri, handverksbóndi
 12. Jóhanna Helga Sigtryggsdóttir, Hvammstanga, leiðbeinandi á leikskóla
 13. Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir, Hvammstanga, grunnskólakennari
 14. Þorleifur Karl Eggertsson, Hvammstanga, símsmiður

Á listanum eru 7 konur og 7 karlar. Framsóknarflokkurinn hlut tvo fulltrúa í sveitarstjórn fyrir fjórum árum.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.