Categories
Fréttir

Landamæralaust norrænt svæði þar sem fólk, vörur og þjónusta fari frjálst yfir landamæri

Deila grein

11/04/2014

Landamæralaust norrænt svæði þar sem fólk, vörur og þjónusta fari frjálst yfir landamæri

Fanar-NordurlandathjodaFlokkahópur miðjumanna vill efla Norðurlandaráð til að flýta vinnu að landamæralausum Norðurlöndum. Þetta kom fram á fundi þeirra um umbætur í Norðurlandaráði á Akureyri 7.-8. apríl s.l..
Norðurlandaráð hefur sett sér það markmið að skapa landamæralaust norrænt svæði þar sem fólk, vörur og þjónusta ferðast frjálst yfir landamæri. Til að ná því markmiði hefur flokkahópur miðjumanna ekki aðeins lagt fram tillögur til að flýta vinnu að landamæralausum norðurlöndum heldur einnig tillögur til að efla og styrkja Norðurlandaráð.
„Það er svekkjandi að sjá að tillögur okkar leiða jafnvel ekki til neinna aðgerða,“ segir varaformaður flokkahóps miðjumanna, Karen Elleman. „Flokkahópurinn er tilbúinn að gera miklar breytingar bæði innan Norðurlandaráðs og í ákvarðanatökum þjóðþinga landanna til þess að tillögur Norðurlandaráðs komi að leiða til árangurs og aðgerða.“
Nú standa yfir umbótaferli innan Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar. Flokkahópur miðjumanna hvetur norrænu þjóðþingin til að hefja umræðu um aðgerðir sem eru nauðsynlegar til að þau geti fylgt eftir tillögum Norðurlandaráðs. „Það er mikilvægt að Norðurlandaráð skili góðri og vandari vinu en jafnframt ætti að vera farvegur í þjóðþingunum til að meðhöndla og fylgja eftir tillögum Norðurlandaráðs. Því hvetjum við þjóðþing og ríkisstjórnir norðurlandanna til aðgerða,“ segir Höskuldur Þórhallsson, alþingismaður, sem leiðir umbótavinnu flokkahóps miðjumanna í Norðurlandaráði.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.