Menu

Forsíðuborði

/Forsíðuborði

Spennandi tímar í menntamálum

Forsíðuborði, Greinar|

Í upphafi síðustu aldar lögðu íslensk stjórnvöld mikla áherslu á menntamál í aðdraganda fullveldisins, þrátt fyrir að vera eitt fátækasta ríki Evrópu. Árið 1907 samþykkti Alþingi ný fræðslulög en fram að þeim tíma var fræðsla á ábyrgð heimilanna. Kennaraskólinn var svo í framhaldinu stofnaður árið 1908 til að tryggja að börn fengju leiðsögn menntaðra kennara [...]

Tæknin er lykill að framtíðinni

Forsíðuborði, Greinar|

Herakleitos hafði rétt fyrir sér þegar hann benti á að maður stigi aldrei tvisvar í sömu ána, því að þegar maður stígur fætinum í ána rennur sífellt um hann nýtt vatn. Stjórnmálamenn geta valið á milli þess að verja kerfið eða viðurkenna nauðsyn endurskoðunar þess og um leið framþróunar samfélagsins. Íslenska menntakerfið er ein af [...]

Samstarf um sterkara samfélag

Forsíðuborði, Fréttir|

Í nýrri ríkisstjórn munu flokkar sem spanna hið pólitíska litróf allt frá vinstri til hægri freista þess að slá nýjan tón, einhenda sér í þau lykilverkefni sem koma Íslandi í fremstu röð og búa þannig um hnútana að hér verði gott að lifa og starfa fyrir unga sem aldna. Á Íslandi er staðan í þjóðfélagsmálum [...]

Kynbundið ofbeldi er samfélagsmein

Forsíðuborði, Greinar|

Í haust fór af stað átakið MeToo á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #metoo. Með því vilja konur rjúfa þögnina um kynferðislega áreitni og ofbeldi. Átakið hefur farið eins og eldur í sinu um allan heim. Konur úr flestum starfsstéttum hafa stigið fram og sagt frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir í starfsumhverfi [...]

Heimsókn 400 kvenleiðtoga víða að úr heiminum lýsir upp skammdegið

Forsíðuborði, Greinar|

Allar þessar mögnuðu konur eru hingað komnar á vegum alþjóðlegra samtaka kvenleiðtoga (WPL) í þeim tilgangi að læra um þann árangur sem Íslendingar hafa náð í jafnréttismálum og til að læra hver af annarri. Þrátt fyrir að við Íslendingar eigum enn næg verkefni fyrir höndum við að auka jafnrétti í samfélaginu mælumst við ítrekað efst [...]

Augu heimsins beinast að Kóreu

Forsíðuborði, Greinar|

Undanfarið hafa augu heimsins beinst að Kóreuskaganum vegna þeirrar kjarnorkuvár sem er fyrir hendi og óstöðugs stjórnarfars í Norður-Kóreu. Saga Kóreu er merkileg og miðast við Gojoseon-keisaradæmið árið 2333 f. kr. Sökum landfræðilegrar legu sinnar hefur Kórea gegnt mikilvægu hlutverki í samskiptum Kína og Japans en þrátt fyrir að vera á milli þessara öflugu ríkja [...]

Yfirlitsræða formanns á haustfundi miðstjórnar 2017

Forsíðuborði, Fréttir|

Yfirlitsræða Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins á haustfundi miðstjórnar, að Laugarbakka í Miðfirði, 17.-18. nóvember 2017. „Kæru vinir, Á fundi sem þessum, á haustfundi Miðstjórnar Framsóknarflokksins fjöllum við sérstaklega um félagsstarf flokksins. Hér þurfa raddir ykkar að heyrast, hvernig við getum breytt og bætt það sem betur mætti fara í okkar flokki, í félögum og [...]

Stjórnmálaályktun frá 17. Kjördæmisþingi KFSV

Forsíðuborði, Fréttir|

17. Kjördæmisþing Framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi (KFSV) haldið í Kópavogi 5. nóvember 2017 fagnar niðurstöðu kosninganna 28. október síðastliðinn. Spár gerðu flestar ráð fyrir miklu fylgistapi Framsóknarflokksins frá 2016, en með jákvæðni, samstöðu og baráttugleði að vopni tókst að snúa þeirri þróun við og halda sama þingsætafjölda og áður. Kosningabaráttan tókst vel og gefur Framsóknarflokknum tækifæri [...]

Kærar þakkir

Forsíðuborði, Fréttir|

Nýliðin kosningabarátta var stutt og snörp sem var að mörgu leyti mjög gott. Baráttan var gefandi og skemmtileg allt fram á síðustu stundu. Ég er gríðarlega þakklátur fyrir þann stuðning og traust sem kjósendur hafa sýnt okkar öflugu frambjóðendum. Á bak við slíkan sigur liggur ómæld og óeigingjörn vinna frá sterku baklandi sem vann nótt [...]

Kjósum samvinnu

Forsíðuborði, Greinar|

Í dag er kosið um traust stjórnarfar og stöðugleika næstu fjögur árin, skýra forgangsröðun verkefna og framtíðarsýn fyrir Ísland. Sú ríkisstjórn sem tekur við að loknum kosningum þarf að vera framsækin og lausnamiðuð til að ná fram nauðsynlegum umbótum í íslensku samfélagi. Heilbrigði og velferð Við þurfum að gera betur í heilbrigðismálum á Íslandi. Góð [...]

Load More Posts