Menu

Monthly Archives: nóvember 2016

//nóvember

Opnað fyrir umsóknir um húsnæðisbætur

Fréttir|

Vinnumálastofnun opnaði 21. nóvember sl. Greiðslustofu húsnæðisbóta og upplýsinga- og umsóknarvefinn www.husbot.is  þar sem leigjendur geta sótt um húsnæðisbætur samkvæmt nýjum lögum um húsnæðisbætur sem taka gildi 1. janúar 2017. Lög nr. 75/2006 um húsnæðisbætur voru samþykkti á Alþingi sl. sumar og taka gildi 1. janúar næstkomandi. Á sama tíma falla úr gildi lög um [...]

EFTA ríkin vinni nánar saman

Fréttir|

Samskipti EFTA-ríkjanna og Bretlands voru þungamiðjan í umræðum á ráðherrafundi EFTA sem haldin var í Genf fyrr í vikunni. Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra stýrði fundinum, en Ísland leiðir starf EFTA um þessar mundir. Ráðherrarnir ákváðu að vinna nánar saman svo hagsmunir EFTA-ríkjanna verði tryggðir við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, Brexit.  Ísland mun hafa frumkvæði að því [...]

Græn nýsköpun lykill að árangri

Fréttir|

Nú er kominn tími til að efna loforð Parísarsamningsins í loftslagsmálum, sagði Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, í ræðu sinni í gær á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Marrakech í Marokkó. Allir þyrftu þar að leggja lóð á vogarskálarnar: stjórnvöld, atvinnulíf, vísindaheimurinn og almenningur. Nýsköpun í loftslagsvænni tækni og lausnum væri nauðsynleg til að ná settu [...]

Hvert stefna stjórnmálin?

Greinar|

Frá því að ég hóf, nokkuð óvænt, þátttöku í pólitík hefur mér orðið tíðrætt um eðli stjórnmála og hvað betur mætti fara í þeim efnum. Stundum hef ég vitnað til orða sem Winston Churchill lét falla í breska þinginu tveimur árum eftir seinni heimsstyrjöldina: „Sagt hefur verið að lýðræði sé versta stjórnkerfið fyrir utan öll [...]

Stjórnmálaályktun Suðvesturkjördæmis

Fréttir|

Kjördæmisþing Framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi, haldið í Kópavogi 13. nóvember 2016 ályktar eftirfarandi: Árangur í efnahagsmálum Kjördæmisþingið lýsir ánægju með hinn mikla árangur sem náðist í efnahagsmálum á síðasta kjörtímabili, ekki síst í lækkun skulda einstaklinga og þjóðarbúsins. Skuldir heimilanna hafa ekki verið lægri síðan árið 2003. Kaupmáttur launa hefur hækkað um rúmlega 20% á kjörtímabilinu [...]

Eygló staðgengill forsætisráðherra á Norðurlandaráðsþingi

Fréttir|

Eygló Harðardóttir,  félags- og húsnæðismálaráðherra, samstarfsráðherra Norðurlanda og staðgengill forsætisráðherra á þingi Norðurlandaráðs, tók í gær og í dag þátt í störfum Norðurlandaráðsþings í Kaupmannahöfn. Flutti ráðherra meðal annars ræðu um vinnu Íslands við framkvæmd Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og tók þátt í umræðum á þinginu. Þá funduðu forsætisráðherrar Norðurlanda með forsætisnefnd Norðurlandaráðs [...]

Bréf frá formanni

Fréttir|

Kæru félagar! Kosningar eru að baki, niðurstaðan liggur fyrir og er ekki sú sem stefnt var að. Á síðasta kjörtímabili náðist mikill árangur á flestum sviðum samfélagsins. Undir forystu Framsóknarflokksins voru stóru málin kláruð samanber Leiðréttinguna, uppgjörið við kröfuhafa sem gjörbreytti stöðu ríkissjóðs til hins betra ásamt öðrum þjóðþrifamálum. Öll okkar vinna hefur miðað að [...]

Load More Posts