Categories
Fréttir

Afar já­kvæð tíðindi fyr­ir kenn­ara lands­ins

Deila grein

23/01/2019

Afar já­kvæð tíðindi fyr­ir kenn­ara lands­ins

„Meg­in­styrk­leiki ís­lenska mennta­kerf­is­ins er að nem­end­um líður vel og mikið traust rík­ir á milli kenn­ara og nem­enda. Í þessu fel­ast mik­il sókn­ar­færi sem hægt er að byggja á og nýta til að efla mennt­un í land­inu enn frek­ar. Það er sam­vinnu­verk­efni skóla­sam­fé­lags­ins, for­eldra, sveit­ar­fé­laga og at­vinnu­lífs. Séu styrk­leik­arn­ir nýtt­ir sem skyldi og tek­ist á við áskor­an­ir á rétt­an hátt eru okk­ur all­ir veg­ir fær­ir til þess að byggja upp framúrsk­ar­andi mennta­kerfi til framtíðar.“ Þetta skrifar Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra í grein er birtist í Morgunblaðinu 21. janúar sl.
Lilja tekur út þrjú atriði er vekja athygli hennar:

  • svara um 90% nem­enda að þeim líði þokka­lega eða mjög vel í skól­an­um.
  • telja flest­ir nem­end­ur að kenn­ur­um sé annt um þá eða um 81% nem­enda í 6. bekk og 65% í 10. bekk.
  • telja um 70% nem­enda í öll­um ár­göng­um sig sjald­an eða aldrei finna fyr­ir dep­urð.

Grein Lilju er hægt að nálgast hér.