Categories
Greinar

Að breyta samfélagi

Deila grein

19/06/2019

Að breyta samfélagi

Í dag er kven­rétt­inda­dag­ur­inn hald­inn hátíð­leg­ur. Liðin eru 104 ár frá því konur á Íslandi sem voru yfir fer­tugu fengu kosn­inga­rétt og kjör­gengi til Alþing­is. Okkur Íslend­ingum hefur lán­ast að vera fram­ar­lega í rétt­indum kvenna í gegnum tíð­ina. Rétt­indin hafa ekki komið af sjálfu sér, konur og jafn­rétt­is­sinnar í hópi karla hafa þurft að berj­ast fyrir hverju skrefi. Svip­aða sögu er að segja af rétt­inda­bar­áttu hinsegin fólks. Skrefin hafa verið stigin eftir bar­áttu gegn hefðum og ríkj­andi við­horf­um.

Það sem við lærum af rétt­inda­bar­áttu kvenna og hinsegin fólks er að stjórn­mála­menn verða að hafa sýn en ekki aðeins kænsku til að fylgja öldu­gangi sam­tím­ans með það eitt í huga að afla nægs fylgis í næstu kosn­ing­um. Sagan dæmir og sagan dæmir af hörku. Það er því afar furðu­legt, svo ekki sé meira sagt, að sjá rót­gróna stjórn­mála­spek­inga sem segj­ast í gegnum tíð­ina hafa aðhyllst frelsi ein­stak­lings­ins og mannúð vera upp­fulla af lotn­ingu fyrir helstu lýð­skrum­urum sam­tím­ans austan hafs og vest­an. Þeir segja gjarnan að íslenskir stjórn­mála­menn verði að skynja þessa undir­öldu, ekki til að bregð­ast við henni og koma í veg fyrir upp­gang afla sem standa gegn frjáls­lyndi og mann­úð, heldur til að slást í hóp­inn.

Fram­sókn hefur í gegnum tíð­ina verið í far­ar­broddi frjáls­lyndra afla á Íslandi þótt margir vilji gera lítið úr þætti flokks­ins í miklum umbóta­mál­um. Konur hafa lengi verið áber­andi í Fram­sókn og gegnt mik­il­vægum emb­ætt­um, bæði í lands­málum og á sveit­ar­stjórn­ar­stig­inu. Fram­sókn stóð fyrir fæð­ing­ar­or­lofi fyrir feður og Fram­sókn var í far­ar­broddi í rétt­inda­bar­áttu sam­kyn­hneigðra varð­andi hjú­skap og ætt­leið­ing­ar. Þessi sterka frjáls­lynda taug er flokknum mik­il­væg og hefur reynst þjóð­inni vel.

Mér þótti afar vænt um að á þjóð­há­tíð­ar­dag­inn að í hópi þeirra sem hlutu fálka­orð­una var Guð­rún Ögmunds­dótt­ir, sem hlaut ridd­ara­kross fyrir störf sín að mann­úð­ar­málum og rétt­inda­bar­áttu hinsegin fólks. Guð­rún er ein þeirra sem hefur haft mikil áhrif á sam­fé­lagið og er öðrum fyr­ir­mynd. Ég óska íslenskum konum til ham­ingju með dag­inn. Sagan sýnir okkur að við getum breytt sam­fé­lag­inu. Hvert skref í rétta átt er mik­ils virði. Ísland stendur fram­ar­lega í jafn­rétt­is­málum en við getum gert betur og verðum að gera bet­ur.

Sigurður Ingi Jóhannsson, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra og for­maður Fram­sóknar.

Greinin birtist fyrst á kjarninn.is 19. júní 2019.