Categories
Greinar

Grænna Ísland

Deila grein

14/03/2021

Grænna Ísland

Ný­leg­ar jarðhrær­ing­ar á Reykja­nesi hafa verið okk­ur Íslend­ing­um áminn­ing um ná­lægð nátt­úru­afl­anna. Við búum á eyju elds og ísa sem okk­ur hef­ur verið fal­in til varðveislu. Ábyrgð okk­ar felst í því að varðveita landið og nátt­úr­una, en á sama tíma verðum við að nýta þær auðlind­ir sem okk­ur hef­ur verið treyst fyr­ir á skyn­sam­leg­an hátt.

Græn mark­mið á öll­um sviðum

Ábyrg auðlinda­nýt­ing felst ekki í því að láta verðmæti liggja óhreyfð og ónýtt. Hún felst miklu held­ur í því að nýta auðlind­ir með sjálf­bær­um hætti og nýta arðinn og rent­una til að byggja í hag­inn fyr­ir kom­andi kyn­slóðir. Það er á ábyrgð okk­ar sem nú mót­um stefn­una að skila Íslandi í betra ástandi til kom­andi kyn­slóða. Í því felst bæði sjálf­bær nýt­ing nátt­úru­auðlinda, verðmæta­sköp­un og upp­bygg­ing innviða. Þessi mark­mið fara vel sam­an.

Lát­um verk­in tala

Und­ir­ritaður hef­ur notið þeirr­ar gæfu að fá tæki­færi til að láta verk­in tala, þá bæði sem þingmaður Norðaust­ur­kjör­dæm­is og for­ystumaður bænda. Öflug­ur stuðning­ur við skóg­rækt og land­græðslu í takti við verðmæta­sköp­un og innviðaupp­bygg­ingu skil­ar bæði núlif­andi og kom­andi kyn­slóðum há­marks­lífs­gæðum. Það eru for­rétt­indi að vera í stöðu til að láta verk­in tala.

Græn for­ysta

Sauðfjár­rækt var fyrsta at­vinnu­grein­in á Íslandi til setja sér stefnu um fulla kol­efnis­jöfn­un. Verkið var unnið af bestu fag­mönn­um sem tóku út kol­efn­is­fót­spor grein­ar­inn­ar og í kjöl­farið fylgdi raun­hæf og metnaðarfull tíma­sett áætl­un. Það var meðal ann­ars byggt á reynslu af verk­efn­um eins og „Bænd­ur græða landið“ og gæðastýr­ingu í sauðfjár­rækt en yfir 90% bænda hafa unnið land­bót­astarf und­ir merkj­um þeirra.

Kerfið þarf að virka

Því miður hef­ur gengið hæg­ar að hrinda kol­efnis­jöfn­un­ar­verk­efn­inu í fram­kvæmd en að var stefnt. Sama má segja um hug­mynd­ir um stór­fellda beit­ar­skóga­rækt­un sem und­ir­ritaður keyrði af stað í sam­vinnu við skóg­ræktar­fólk fyr­ir fá­ein­um árum. Eina skýr­ingu fyr­ir þessu er meðal ann­ars að finna í því að boðleiðir og verka­skipt­ing í stjórn­sýsl­unni er ekki með þeim hætti sem best væri á kosið til að ná há­marks­ár­angri í kol­efnis­jöfn­un.

Sam­vinna er lyk­ill­inn

Eft­ir­fylgni und­ir­ritaðs á Alþingi, meðal ann­ars með því að vera fyrsti flutn­ings­maður þings­álykt­un­ar­til­lögu þing­manna úr ýms­um flokk­um um þjóðarátak í land­græðslu og skóg­rækt, hef­ur hjálpað til við að halda þess­um mála­flokki á dag­skrá. Sú til­laga miðaðist við að leitað yrði víðtækr­ar sam­vinnu, stjórn­valda, al­menn­ings, at­vinnu­lífs og bænda, stærstu land­eig­enda á Íslandi.

Nýtt ráðuneyti um­hverf­is og land­búnaðar

Það er mik­il­vægt fyr­ir kom­andi kyn­slóðir að kol­efnis­jöfn­un verði for­gangs­verk­efni á Íslandi. Öflugt þjóðarátak í land­græðslu og skóg­rækt í sam­vinnu við bænd­ur get­ur einnig leitt til nýrra at­vinnu­tæki­færa um allt land. Áður en lengra er farið þá þarf að stokka upp í stjórn­sýsl­unni. Eft­ir næstu kosn­ing­ar þarf að setja upp nýtt ráðuneyti um­hverf­is­mála og land­búnaðar. Það er kom­inn tími til að láta verk­in tala og gera Ísland grænna.

Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Fram­sókn­ar í Norðaust­ur­kjör­dæmi.

Greinin birtis fyrst í Morgunblaðinu 13. mars 2021.