Þegar öllu er á botninn hvolft er lífið þó umfram alt saltfiskur orti skáldið.
Saltfiskmarkaðir hafa verið erfiðir undanfarin misseri, eitt af verkefnum sjávarútvegsráðherra nú er að huga að markaðsmálum sjávarútvegsins og breyttum skilyrðum.
Þó svo að markaðarnir séu eitthvað þyngri var ekki að finna annað en að mikill kraftur væri innan þeirra fyrirtækja sem Sigurður Ingi heimsótti í Grindavík um daginn. Nýsköpun, frumkvöðlahugsun, hugvit og þróun skein í gegn.
Úr frekari fullvinnslu afurða hefur sprottið upp hausaþurrkunar fyrirtæki, samstarfsverkefni um notkun ensíma úr fiski í snyrtivörur og prótein í saltfisk og sannað hvernig tengja má sjávarútveginn og ferðamannaiðnaðinn saman.
Allt skapar þetta aukin tækifæri til starfa og gjaldeyristekna.
Categories
Lífið er saltfiskur
18/09/2013
Lífið er saltfiskur