Categories
Greinar

35 þúsund íbúðir á tíu árum

Deila grein

13/07/2022

35 þúsund íbúðir á tíu árum

Í gær var und­ir­ritað sam­komu­lag rík­is­ins og Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga um aðgerðir og um­bæt­ur á hús­næðismarkaði til næstu tíu ára. Mark­miðið er skýrt og það er að ná jafn­vægi á hús­næðismarkaði með því að nota þau verk­færi sem birt­ist í sam­komu­lag­inu.

Grimmt happ­drætti

Síðustu ár höf­um við búið við mikl­ar sveifl­ur á hús­næðismarkaði, bæði hvað varðar fram­boð á lóðum og hús­næði og þar af leiðandi verð. Þess­ar sveifl­ur skapa aðstæður sem valda því að kyn­slóðirn­ar sem koma inn á markaðinn sem fyrstu kaup­end­ur verða hluti af eins kon­ar grimmu happ­drætti þar sem fæst­ir vinna og flest­ir hefja þátt­töku með þung­ar byrðar. Vegna þess­ar­ar stöðu er mik­il áhersla lögð á hús­næðismál­in í stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Fyrstu skref­in voru þau að sam­eina und­ir einu ráðuneyti, nýju innviðaráðuneyti, mála­flokka hús­næðis, skipu­lags, sveit­ar­stjórna, sam­gangna og byggða. Þessi aðgerð er grund­völl­ur þess að hægt sé að greina stöðuna og koma með mark­viss­ar og öfl­ug­ar aðgerðir til þess að skapa jafn­vægi á þess­um mik­il­væga markaði.

Tíma­móta­sam­komu­lag

Það sam­komu­lag sem und­ir­ritað var í gær mark­ar tíma­mót. Í því felst að ríki og sveit­ar­fé­lög hafa sömu sýn, bæði á vand­ann, og þá ekki síður á lausn­irn­ar. Mark­miðið er að á næstu tíu árum verði byggðar 35 þúsund nýj­ar íbúðir, fjög­ur þúsund íbúðir á ári fyrstu fimm árin og þrjú þúsund síðari fimm árin. Þá er ekki síður mik­il­vægt að þriðjung­ur þess­ara 35 þúsund íbúða verði á viðráðan­legu verði og fimm pró­sent af öllu nýju hús­næði verði fé­lags­leg hús­næðisúr­ræði til að mæta sér­stak­lega þörf­um þeirra sem höllust­um fæti standa. Einnig verður ráðist í sér­stakt átak til að eyða biðlist­um eft­ir sér­tæk­um hús­næðisúr­ræðum fyr­ir fatlað fólk.

All­ir eiga að fá tæki­færi

Það er eng­in ein lausn á þeim vanda sem við blas­ir á hús­næðismarkaði, lausn­irn­ar eru marg­ar. Í því tíma­móta­sam­komu­lagi sem und­ir­ritað var í gær eru mik­il­væg­ir þræðir sem ofn­ir verða sam­an til að gera hús­næðismarkaðinn stöðugri. Það er ein­læg trú mín að sú samstaða sem hef­ur náðst milli rík­is og sveit­ar­fé­laga varði leiðina til heil­brigðari hús­næðismarkaðar þar sem all­ir fái tæki­færi og eng­inn verði skil­inn eft­ir á göt­unni.

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 13. júlí 2022.