Categories
Greinar

Heilsa þjóðar

Deila grein

02/02/2023

Heilsa þjóðar

Þeir sem misst hafa heilsuna, tíma­bundið eða um lengri tíma, þekkja vel hversu dýr­mæt heilsan er. Allt annað lendir í öðru sæti þegar fólk lendir í veikindum og lífs­gæði skerðast veru­lega. Geð­raskanir og stoð­kerfis­vanda­mál eru megin­or­sök ör­orku hér á landi og á­skoranir tengdar lífs­stíls­sjúk­dómum vega þungt í þjónustu heil­brigðis­kerfisins. Aukin á­hersla á lýð­heilsu þjóðarinnar er gríðar­lega mikil­vægt skref til fram­tíðar og þar gegna stjórn­völd mikil­vægu hlut­verki.

Ein af þeim leiðum sem Al­þjóða­heil­brigðis­mála­stofnunin og Em­bætti land­læknis hafa bent á til þess að efla lýð­heilsu er inn­leiðing lýð­heilsu­mats. Við inn­leiðingu matsins er skoðað á kerfis­bundinn hátt hvaða á­hrif lög­gjöf og stjórn­valds­á­kvarðanir hafa á heilsu þeirra hópa sem verða fyrir á­hrifum. Gildir þá einu hvort um já­kvæð eða nei­kvæð á­hrif er að ræða. Til­gangurinn er að undir­byggja betri á­kvarðana­töku og eftir at­vikum bregðast við með mót­vægis­að­gerðum. Það er því grund­vallar­for­senda að stjórn­völd vinni að því mark­miði með öllum þeim kerfum sem ein­kenna vel­ferðar­ríki. Lög­gjöf hefur haft ó­um­deilan­leg á­hrif á heilsu þjóðarinnar í gegnum tíðina. Í lýð­heilsu­stefnu til 2030 er sér­stak­lega tekið fram að stjórn­völdum beri að hafa lýð­heilsu að leiðar­ljósi við alla á­ætlana­gerð og stefnu­mótun. Inn­leiðingin verður því að vera mark­viss rétt eins og á við um kostnaðar­mat eða mat á á­hrifum á jafn­rétti, svo eitt­hvað sé nefnt.

Á haust­þingi lagði ég fram þings­á­lyktunar­til­lögu þess efnis að ríkis­stjórninni yrði falið að hefja vinnu við að festa í sessi lýð­heilsu­mat hér á landi. Lagt er til að skipaður verði sér­fræði­hópur með þátt­töku fagráðu­neyta, fræða­sam­fé­lags og Em­bættis land­læknis sem síðan legði til leiðir sem tryggja rýni allra frum­varpa sem lögð eru fyrir Al­þingi út frá á­hrifum þeirra á lýð­heilsu þjóðarinnar. Nær­tækast er að horfa til Finn­lands í þessum efnum þar sem Finnar hafa sett sér slíkar á­herslur.

Heilsa okkar er undir­staða lífs­gæða og heilsan verður aldrei metin til fjár. Festum því lýð­heilsu­mat í sessi sem eitt skref í átt að bættri lýð­heilsu hér á landi.

Jóhann Friðrik Friðriksson, alþingismaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. febrúar 2023.