Categories
Fréttir Greinar

Leið til aukinna lífsgæða fyrir alla

Deila grein

27/02/2023

Leið til aukinna lífsgæða fyrir alla

Heim­ilið er mik­il­væg­asti staður í til­veru okk­ar. Það er at­hvarf okk­ar og mik­il­væg­ur þátt­ur í lífs­ham­ingju. Heim­ili er stór hluti af því að finna til ör­ygg­is.

Að eign­ast heim­ili get­ur verið brekka. Mis­brött eft­ir því hvenær við kom­um fyrst inn á hús­næðismarkaðinn. Það ójafn­vægi sem hef­ur ríkt á ís­lensk­um hús­næðismarkaði bitn­ar mis­jafn­lega á kyn­slóðunum. Sum­ir eru svo heppn­ir að flytja úr for­eldra­hús­um þegar fast­eigna­verð er lágt en aðrir minna lán­sam­ir þegar þensla rík­ir á markaðnum.

Jafn­vægi á hús­næðismarkaði er ekki aðeins mik­il­vægt fyr­ir ein­stak­linga og fjöl­skyld­ur. Þær miklu sveifl­ur sem hafa verið og skap­ast af skorti á fram­boði eitt árið og of­fram­boði annað árið hafa mik­il áhrif á allt hag­kerfið, hafa áhrif á verðbólgu og vexti. Það að ná jafn­vægi er því ekki aðeins mik­il­vægt fyr­ir líf ein­stak­linga og fjöl­skyldna held­ur einnig fyr­ir­tæk­in í land­inu.

Samvinna er lyk­ill að ár­angri

Við gerð lífs­kjara­samn­ing­anna var mik­il áhersla lögð á það í sam­tali verka­lýðsfor­yst­unn­ar, for­ystu sam­taka í at­vinnu­lífi og stjórn­valda að bæta aðstæður á hús­næðismarkaði. Í fram­haldi af því góða sam­tali og sam­starfi hef ég lagt mikla áherslu á að ríkið stígi inn af festu til að fólk geti komið þaki yfir höfuðið, hvort held­ur það er eigið hús­næði eða leigu­hús­næði, og að hús­næðis­kostnaður sé ekki alltof íþyngj­andi og sveifl­urn­ar ekki óbæri­leg­ar.

Stönd­um vörð um lífs­gæði á Íslandi

Í des­em­ber síðastliðnum ákvað rík­is­stjórn­in að grípa til aðgerða í tengsl­um við gerð kjara­samn­inga á al­menn­um vinnu­markaði. Snúa aðgerðirn­ar einkum að stuðningi við lífs­kjör lág- og milli­tekju­fólks með mark­viss­um aðgerðum í hús­næðismál­um og aukn­um stuðningi við barna­fjöl­skyld­ur. Fjölg­un íbúða og upp­bygg­ing í al­menna íbúðakerf­inu með aukn­um stofn­fram­lög­um, end­ur­bæt­ur í hús­næðisstuðningi og bætt rétt­arstaða og hús­næðis­ör­yggi leigj­enda eru meðal þess sem höfuðáhersla er lögð á. Mark­mið þess­ara aðgerða er skýrt og það er að standa vörð um lífs­gæði al­menn­ings á Íslandi.

Hag­kvæm­ar íbúðir á viðráðan­legu verði

Und­an­farna mánuði og vik­ur hef­ur verið unnið að því hörðum hönd­um í innviðaráðuneyt­inu og Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un að und­ir­búa aðgerðir sem miða að því að ná mik­il­vægu jafn­vægi á hús­næðismarkaði. Í fyrra­sum­ar var und­ir­ritaður ramma­samn­ing­ur við Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga um upp­bygg­ingu hús­næðis. Um ára­mót var síðan und­ir­ritaður samn­ing­ur við Reykja­vík­ur­borg þar sem borg­in skuld­bind­ur sig til að tryggja lóðafram­boð í sam­ræmi við mann­fjölg­un og ríki og borg koma með stofn­fram­lög svo hægt sé að skapa stöðugan og rétt­lát­an leigu­markað. 35% þeirra íbúða sem byggðar verða á næstu árum verða það sem kallað er hag­kvæm­ar íbúðir á viðráðan­legu verði. Þær eru sér­stak­lega ætlaðar þeim sem eru tekju­lægri, ungu fólki sem er að stíga sín fyrstu skref á íbúðamarkaði og fólki með fötl­un.

Stuðning­ur við fyrstu kaup

Þegar horft er til þess að ná jafn­vægi á hús­næðismarkaði þurfa stjórn­völd að hafa fjöl­breytt tól í verk­færa­k­istu sinni. Sveifl­urn­ar hafa ekki síst áhrif á þá sem eru að koma nýir inn á hús­næðismarkað og því er nauðsyn­legt að styðja sér­stak­lega við þá. Hlut­deild­ar­lán eru mik­il­væg í því til­liti. Þar gefst ungu fólki og tekju­lágu kost­ur á að ríkið eign­ist hlut í fyrstu eign og brúi þannig bilið svo fólk geti komið þaki yfir höfuðið. Nú stend­ur yfir end­ur­skoðun á regl­um er varða hlut­deild­ar­lán með það að mark­miði að aðstoða sér­stak­lega ungt fólk við að flytja úr for­eldra­hús­um eða leigu­hús­næði í eigið.

Mik­il­væg­asta kjara­bót­in

Það mik­il­væga sam­tal sem stjórn­völd hafa átt við for­ystu verka­lýðsfé­lag­anna, at­vinnu­lífið og sveit­ar­fé­lög­in er mik­il­væg­ur grunn­ur fyr­ir þá vinnu sem hef­ur átt sér stað síðustu mánuðina og mun bera ávöxt á næstu miss­er­um. Öll erum við sam­mála um að mik­il­væg­asta kjara­bót­in fyr­ir alla sé að halda hús­næðis­kostnaði í bönd­um. Jafn­vægi á hús­næðismarkaði og lág­ir vext­ir eru tak­markið og því mun­um við ná ef við stönd­um sam­an.

Sigurður Ingi Jóhansson, innviðaráðherra og formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 25. febrúar 2023.