Categories
Fréttir Greinar

Ofbeldið skal stöðvað

Deila grein

03/09/2024

Ofbeldið skal stöðvað

Þjóðin er harmi sleg­in eft­ir að frétt­ir bár­ust af því að eitt okk­ar, Bryn­dís Klara Birg­is­dótt­ir, 17 ára, lést í kjöl­far al­var­legra áverka sem henni voru veitt­ir. Það er þyngra en tár­um taki að þetta hafi gerst í okk­ar sam­fé­lagi. Sorg­in er enn erfiðari þar sem um er að ræða unga mann­eskju sem átti bjarta framtíð fyr­ir sér. Öll þjóðin finn­ur fyr­ir missin­um og sárs­auk­an­um í svona harm­leik.

Í gegn­um tíðina höf­um við búið í sam­fé­lagi þar sem tíðni al­var­legra glæpa er lág í alþjóðleg­um sam­an­b­urði. Hins veg­ar hafa á und­an­förn­um árum reglu­lega borist frétt­ir af al­var­leg­um at­vik­um hjá ungu fólki þar sem gróft of­beldi hef­ur fengið laus­an taum­inn og vopn­um er beitt, hvort sem það er inn­an veggja skóla, skemmti­staða eða á al­manna­færi. Það gef­ur auga­leið að þessi þróun er al­gjör­lega óviðun­andi og við verðum öll að stöðva hana. Að sama skapi verðum við að skilja hvað veld­ur þess­ari breyt­ingu til að geta breytt sam­fé­lag­inu til betri veg­ar. Að und­an­förnu hafa stjórn­völd í aukn­um mæli sett þunga í að mæta þess­um nýja veru­leika og munu gera það sem þarf til að stöðva þessa þróun. Þetta er eitt stærsta sam­fé­lags­verk­efni okk­ar og er ég sann­færð um að þjóðarátak gegn of­beldi muni skila okk­ur ár­angri og gera sam­fé­lagið ör­ugg­ara. Ísland er sterkt sam­fé­lag og hef­ur tek­ist á við mikl­ar áskor­an­ir í gegn­um tíðina. Við ætl­um okk­ur að vinna bug á þess­ari þróun og snúa henni við – og það get­um við. Slíkt hef­ur tek­ist í öðrum lönd­um og þangað þurf­um við meðal ann­ars að líta. Öll finn­um við hvernig harm­leik­ur sem þessi slær okk­ur og við vilj­um ekki að slíkt end­ur­taki sig. Sam­vinna fjöl­marga aðila mun skipta máli á þeirri veg­ferð sem er fram und­an. Hvort sem um er að ræða lög­reglu­yf­ir­völd, frí­stunda­heim­ili, skóla­sam­fé­lagið í víðu sam­hengi, for­eldra, fé­lags­miðstöðvarn­ar, heil­brigðis­kerfið, fé­lagsþjón­ust­una, barna­mála­yf­ir­völd, íþrótta­fé­lög, lista­fólkið okk­ar og síðast en ekki síst unga fólkið sjálft.

Tök­um hönd­um sam­an og snú­um þess­ari þróun við sem sam­fé­lag. Að því sögðu sendi ég fjöl­skyldu og vin­um Bryn­dís­ar mín­ar inni­leg­ustu samúðarkveðjur.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 3. september 2024.