Categories
Fréttir Greinar

Hækkað frítekjumark eldri borgara

Deila grein

19/09/2024

Hækkað frítekjumark eldri borgara

Við í Fram­sókn höf­um lagt áherslu á að vernda hag eldri borg­ara og síðustu ár hafa mik­il­væg skref verið tek­in í átt að því að bæta kjör þeirra. Eitt af þess­um skref­um er til­laga í fjár­lög­um sem nú eru til umræðu í þing­inu. Hækk­un á al­menna frí­tekju­mark­inu fyr­ir eldri borg­ara er mik­il­vægt skref til að stuðla að betri lífs­kjör­um fyr­ir þenn­an hóp. Á sama tíma og þetta skref er tekið er brýnt að greina sér­stak­lega þá ein­stak­linga inn­an hóps­ins sem eiga í mest­um efna­hags­leg­um erfiðleik­um og beina aðstoð til þeirra með mark­viss­ari hætti.

Al­menna frí­tekju­markið nær til allra eldri borg­ara og er það hlut­fall tekna sem eldri borg­ar­ar geta haft án þess að þær hafi áhrif á greiðslur þeirra frá Trygg­inga­stofn­un eða öðrum al­manna­trygg­ing­um. Nú ligg­ur fyr­ir til­laga í fjár­lög­um að hækka frí­tekju­markið, úr 25.000 kr. í 36.500 kr. á mánuði. Hækk­un frí­tekju­marks­ins þýðir að fleiri eldri borg­ar­ar geti haft aukn­ar tekj­ur án þess að þær skerði rétt­indi þeirra til líf­eyr­is­greiðslna. Slík­ar breyt­ing­ar stuðla að meira fjár­hags­legu ör­yggi og bættri af­komu þeirra eldri borg­ara sem eru virk­ir á vinnu­markaði eða hafa aðrar tekju­lind­ir. Hækk­un frí­tekju­marks­ins hef­ur því bein áhrif á lífs­gæði eldri borg­ara og ger­ir þeim kleift að lifa með meiri reisn. Fyr­ir marga er þetta mik­il­vægt, sér­stak­lega þegar horft er til hækk­andi verðlags, auk­ins hús­næðis­kostnaðar og kostnaðar við heil­brigðisþjón­ustu. Þessi hækk­un er tíma­bært skref en einnig er mik­il­vægt að hafa í huga þörf­ina á að halda áfram hækk­un frí­tekju­marks­ins í þrep­um á næstu árum.

Mik­il­vægi mark­vissr­ar aðstoðar

Þrátt fyr­ir þessi mik­il­vægu skref í að bæta lífs­kjör eldri borg­ara er staðreynd­in sú að efna­hags­staða þeirra er mjög mis­mun­andi. Fjár­hags­leg staða eldri borg­ara er al­mennt sterk þar sem sum­ir eiga tölu­verð eigna­söfn eða hafa áunnið sér eft­ir­laun úr líf­eyr­is­sjóðum, en aðrir búa hins veg­ar við fjár­hags­leg­an skort. Ein­stak­ling­ar sem hafa litla sem enga inn­eign í líf­eyr­is­sjóðum, búa við hátt leigu­verð og/​eða eiga ekki íbúðar­hús­næði eða hafa verið utan vinnu­markaðar stór­an hluta ævi sinn­ar, t.d. vegna heim­il­is­starfa eða veik­inda, geta upp­lifað fjár­hags­lega veika stöðu. Því er mik­il­vægt að greina þenn­an hóp sér­stak­lega svo stuðning­ur­inn rati í rétt­an far­veg. Eins mun verða nauðsyn­legt að skoða það bil sem orðið hef­ur á milli lægstu launa og elli­líf­eyr­is. Þenn­an mun verður að minnka í áföng­um yfir næstu ár.

Sam­fé­lags­leg ábyrgð

Sam­fé­lagið ber ríka ábyrgð á að tryggja að all­ir eldri borg­ar­ar fái tæki­færi til að lifa með reisn og ör­yggi á efri árum. Hækk­un frí­tekju­marks­ins er mik­il­vægt skref í þessa átt, en það er jafn­framt brýnt að við gleym­um ekki þeim sem búa við mest­an fjár­hags­leg­an skort eins og áður sagði. Með mark­vissri aðstoð og skýr­ari grein­ingu á þörf­um þessa hóps get­um við byggt upp rétt­lát­ara sam­fé­lag þar sem all­ir eldri borg­ar­ar fá sömu tæki­færi til að njóta ævikvölds­ins. Það er ekki nóg að horfa á meðal­töl­in eða al­menn­ar breyt­ing­ar; við verðum að skilja að það eru hóp­ar sem þurfa á sér­tæk­um aðgerðum að halda. Með því að sam­eina hækk­un frí­tekju­marks við mark­viss­ar aðgerðir fyr­ir þá sem hafa það verst get­um við tryggt betri lífs­kjör fyr­ir alla eldri borg­ara.

Ingibjörg Isaksen, þing­flokks­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 19. september 2024.