Categories
Fréttir Greinar

Á skóflunni

Deila grein

29/10/2024

Á skóflunni

Fram­sókn kynnti lista sína um allt land um liðna helgi. Þá skip­ar öfl­ugt og vinnu­samt fólk með mikla reynslu og ólík­an bak­grunn sem vill láta gott af sér leiða fyr­ir sam­fé­lagið. Að sama skapi er ánægju­legt að sjá nýtt fólk bæt­ast í hóp­inn og efla flokk­inn enn frek­ar, en mik­il ásókn var í að kom­ast á lista flokks­ins fyr­ir kom­andi kosn­ing­ar til að veita sam­vinnu­stefn­unni braut­ar­gengi.

Það er heiður að fá að starfa fyr­ir Ísland á þess­um vett­vangi, en því fylg­ir einnig mik­il ábyrgð. Í 108 ár hef­ur Fram­sókn, elsti stjórn­mála­flokk­ur lands­ins, lagt sitt af mörk­um við að stýra land­inu og auka hér lífs­gæði. Það er ekki sjálf­gefið að stjórn­mála­afl nái svo háum aldri. Að baki hon­um ligg­ur þrot­laus vinna grasrót­ar og kjör­inna full­trúa flokks­ins í gegn­um ára­tug­ina, sem hafa haldið stefnu flokks­ins á lofti. Kosn­ing­ar eft­ir kosn­ing­ar hafa kjós­end­ur treyst flokkn­um til góðra verka fyr­ir land og þjóð, enda þekk­ir þjóðin Fram­sókn og Fram­sókn þekk­ir þjóðina.

Í því meiri­hluta­sam­starfi sem liðið er ein­blíndi flokk­ur­inn á verk­efn­in sem voru fram und­an frek­ar en að taka þátt í op­in­ber­um erj­um milli annarra flokka. Fyr­ir kom­andi kosn­ing­ar mun­um við halda áfram að tala fyr­ir þeim brýnu verk­efn­um sem vinna þarf að á næstu miss­er­um, enda skipta þau máli fyr­ir þjóðina. Þar ber fyrst að nefna lækk­un verðbólgu og vaxta, sem er stærsta ein­staka hags­muna­mál heim­ila og fyr­ir­tækja. Það voru já­kvæð teikn á lofti er Seðlabank­inn lækkaði stýri­vexti með síðustu ákvörðun sinni. Al­gjört grund­vall­ar­mál er að búa svo um hnút­ana að sú þróun haldi áfram en verði ekki taf­in vegna ein­hverra loft­fim­leika í stjórn­mál­un­um. Samþykkt ábyrgra fjár­laga, líkt og þeirra sem liggja fyr­ir þing­inu, er lyk­il­atriði. Í þeim er ráðist í aukna for­gangs­röðun í op­in­ber­um fjár­mál­um sem kall­ast á við aðgerðir stjórn­valda í þágu lang­tíma­kjara­samn­inga á vinnu­markaði. Á sama tíma og unnið er að því að ná auknu jafn­vægi í rekstri rík­is­ins með halla­laus­um rekstri og að skulda­hlut­föll verði lækkuð enn frek­ar verður að tryggja að hið op­in­bera geti áfram fjár­fest í fólki og innviðum um allt land með ábyrg­um og skyn­sam­leg­um hætti.

Nú þegar 32 dag­ar eru til kosn­inga ligg­ur fyr­ir að mikið líf á eft­ir að fær­ast í leik­inn. Það skemmti­leg­asta við stjórn­mál­in er sam­talið við kjós­end­ur í land­inu um verk okk­ar og framtíðar­sýn. Margt gott hef­ur áunn­ist á und­an­förn­um árum, og ýmis tæki­færi eru til þess að gera bet­ur. Þannig er gang­ur lífs­ins. Við höf­um ekki veigrað okk­ur við því að vera á skófl­unni og vinna vinn­una af full­um krafti til þess að bæta sam­fé­lagið okk­ar, enda eiga stjórn­mál að snú­ast um það. Við í Fram­sókn erum klár í bát­ana og hlökk­um til kom­andi vikna.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 29. október 2024.