Categories
Fréttir Greinar

Hagvöxtur, lækkun skulda og húsnæðismarkaðurinn

Deila grein

03/11/2024

Hagvöxtur, lækkun skulda og húsnæðismarkaðurinn

Heims­hag­kerfið hef­ur sýnt um­tals­verðan viðnámsþrótt, þrátt fyr­ir óvenju­mikla áraun síðustu ár. Fremst ber þar að nefna far­sótt og stríðsrekst­ur í Evr­ópu. Því til viðbót­ar hafa vax­andi viðskipta­deil­ur á milli stærstu efna­hags­kerf­anna markað mik­il um­skipti á gang­verki heimsviðskipta. Ísland er að mörgu leyti í góðri stöðu. Mik­ill hag­vöxt­ur, hátt at­vinnu­stig, sterk er­lend staða þjóðarbús­ins og verðbólg­an fer nú lækk­andi. Stærsta viðfangs­efni hag­stjórn­ar­inn­ar á næst­unni verður að lækka hinn háa fjár­magns­kostnað sem hef­ur verið ein­kenn­andi fyr­ir ís­lenska hag­kerfið. For­send­ur eru að skap­ast fyr­ir lækk­un vaxta og þar af leiðandi fjár­magns­kostnaðar vegna auk­ins sparnaðar. Mik­il­vægt er að hag­stjórn­in styðji við áfram­hald­andi hag­vöxt, lækk­un skulda og að ná mun betri tök­um á hús­næðismarkaðnum.

Hag­vöxt­ur for­senda vel­ferðar

Hag­vöxt­ur er viðvar­andi aukn­ing efna­hags­legr­ar hag­sæld­ar sem mæld er í heild­ar­fram­leiðslu á vör­um og þjón­ustu í hag­kerf­inu. Hag­vöxt­ur skipt­ir miklu máli til að auka vel­ferð þjóða. Hag­vöxt­ur á Íslandi hef­ur á síðustu ára­tug­um verið þrótt­mik­ill og at­vinnu­leysi lítið. Hag­vöxt­ur síðustu fimm ár hef­ur að meðaltali verið rúm 2,5% og fjöldi nýrra starfa hef­ur orðið til á öll­um sviðum sam­fé­lags­ins. Til sam­an­b­urðar hef­ur hag­vöxt­ur í Banda­ríkj­un­um verið 2% og á evru­svæðinu 1%. Flest ríki vilja vera í stöðu Íslands, þar sem hag­vaxt­ar­horf­ur eru góðar. Lyk­ill­inn að slíku um­hverfi er að sam­keppn­is­staða at­vinnu­lífs­ins sé sterk og um­gjörðin traust og fyr­ir­sjá­an­leg. Fram­sókn horf­ir til þess að auka tekju­öfl­un rík­is­ins með aukn­um vexti og verðmæta­sköp­un frem­ur en með auk­inni skatt­heimtu á fólk og fyr­ir­tæki. Horfa þarf til þess að fjölga enn stoðum hag­kerf­is­ins, en á und­an­förn­um ára­tug­um hef­ur þeim fjölgað úr einni í fjór­ar. Það þarf áfram að horfa til skap­andi greina og hug­vits til að tryggja vax­andi hag­sæld. Í því sam­hengi skipt­ir meðal ann­ars sköp­um að fyr­ir­sjá­an­leg, fjár­mögnuð og skil­virk hvata­kerfi til auk­inn­ar verðmæta­sköp­un­ar verði fest í sessi og má þar nefna end­ur­greiðslur vegna rann­sókna, þró­un­ar og kvik­mynda­gerðar. Það er þó ekki síður mik­il­vægt að styðja áfram vöxt þeirra at­vinnu­greina sem fyr­ir eru, enda hafa þær lagt grunn­inn að ein­um bestu lífs­kjör­um meðal ríkja heims. Stærð og gerð hag­kerf­is­ins ger­ir það að verk­um að ut­an­rík­is­viðskipti eru afar mik­il­væg og tryggja þarf sam­keppn­is­hæfni at­vinnu­veg­anna í sam­an­b­urði við helstu viðskipta­lönd. Áhersla skal lögð á virka þátt­töku í alþjóðastofn­un­um og að rækta sam­bönd við ná­granna­lönd­in beggja vegna Atlantsála.

Áfram­hald­andi lækk­un skulda

Fram­sókn hef­ur lagt mikla áherslu á lækk­un skulda rík­is­sjóðs og ber aðhalds­samt fjár­laga­frum­varp þess merki. Ein stór breyta í því að lækka verðbólgu er að rík­is­fjár­mál­in styðji við pen­inga­stefnu, en það er kjarn­inn í svo­kallaðri rík­is­fjár­mála­kenn­ingu, sem geng­ur út á að verðþróun hag­kerf­is­ins ráðist af stefnu stjórn­valda í op­in­ber­um fjár­mál­um. Sam­kvæmt þess­ari kenn­ingu hef­ur rík­is­fjár­mála­stefna, þar með talið út­gjalda- og skatta­stefna, bein áhrif á verðlagið. Minni halli á rík­is­rekstri ætti að leiða til lægra raun­vaxta­stigs, sem ætti síðan að ýta und­ir meiri fjár­fest­ing­ar. Þar með verða til aukn­ar fjár­magn­s­tekj­ur, sem mynd­ast við meiri fjár­fest­ingu, sem er ein helsta upp­spretta fram­leiðni vinnu­afls. Þetta skap­ar svo grunn­inn að hærri raun­laun­um og þannig má segja að minni fjár­laga­halli sé óbein leið til að auka raun­laun og bæta lífs­kjör. Eitt skýr­asta dæmið um að til­tekt í rík­is­fjár­mál­um og trú­verðug stefna hafi skilað vaxta­lækk­un var að finna í for­setatíð Bills Cl­int­ons í Banda­ríkj­un­um, en þar var slag­orðið: „Minni fjár­laga­halli býr til störf“! Á þeim tíma lækkuðu skuld­ir veru­lega og fóru niður í 30% af vergri lands­fram­leiðslu (VLF), sem leiddi til þess að vaxta­álag lækkaði og á sama tíma var verðbólga lág. Skuld­ir rík­is­sjóðs Íslands mæl­ast nú ein­mitt 30% af VLF, hafa lækkað á und­an­för­um árum og eru lág­ar í alþjóðleg­um sam­an­b­urði. Hins veg­ar er fjár­magns­kostnaður rík­is­sjóðs áfram hár og það er lyk­il­atriði að hann lækki til að hægt sé að styðja enn frek­ar við heil­brigðis- og mennta­kerfið. Við út­færslu á þeirri veg­ferð þarf að tryggja að hið op­in­bera geti áfram fjár­fest í fólki og innviðum um allt land með ábyrg­um og skyn­sam­leg­um hætti. Viðfangs­efnið fram und­an er að lækka fjár­magns­kostnað rík­is, heim­ila og fyr­ir­tækja. Lækk­andi verðbólga og stýri­vext­ir skipta þar sköp­um en horfa þarf til fleiri þátta í þeim efn­um. Fram­sókn legg­ur áherslu á að skulda­hlut­föll verði lækkuð enn frek­ar til framtíðar ásamt því að mark­visst verði unnið að því að bæta láns­hæfi rík­is­sjóðs. Þá þarf til að horfa til kerf­is­breyt­inga sem gera kleift að lækka fjár­magns­kostnað.

Hús­næðismarkaður­inn er eitt stærsta efna­hags­málið

Mikið hef­ur verið byggt á und­an­förn­um árum og aldrei hef­ur hlut­fall þeirra sem eiga eigið hús­næði verið hærra. Vegna mik­illa um­svifa í hag­kerf­inu hef­ur hús­næðismarkaður­inn hins veg­ar ekki náð að anna eft­ir­spurn­inni. Þessi skort­ur hef­ur leitt til veru­legr­ar hækk­un­ar á hús­næðis­verði og leigu, sem hef­ur haft áhrif á lífs­kjör al­menn­ings og stöðug­leika á hús­næðismarkaði ásamt því að verðbólg­an hef­ur mælst hærri en ella. Þetta er stór­mál í efna­hags­stjórn­inni og þarf að ná enn bet­ur utan um. Far­sæl­asta leiðin er að hið op­in­bera, ríki og sveit­ar­fé­lög, mæti þess­ari eft­ir­spurn­in sam­eig­in­lega, auki lóðafram­boð veru­lega og stuðli að hag­kvæmu reglu­verki á hús­næðismarkaði. Aukið lóðafram­boð dreg­ur úr verðhækk­un­um á hús­næði og yngra fólk á auðveld­ara með að kom­ast inn á markaðinn. Einnig hef­ur það já­kvæð áhrif á hag­vöxt, þar sem bygg­ing­ariðnaður­inn skap­ar fjölda starfa ásamt því að koma meira jafn­vægi á hús­næðismarkaðinn. Fyrr á þessu ári var samþykkt frum­varp mitt um að draga veru­lega úr fram­boði íbúða í heimag­ist­ingu (Airbnb) án þess að gengið yrði á eigna­rétt fólks­ins í land­inu. En þrátt fyr­ir að aldrei í Íslands­sög­unni hafi verið byggt meira en á ár­un­um 2019-2024 þarf að byggja meira. Fram­sókn legg­ur mikla áherslu á að tryggt verði nægt magn af bygg­ing­ar­hæf­um lóðum til hraðrar upp­bygg­ing­ar og þarf að setja enn meiri kraft í sam­starf rík­is og sveit­ar­fé­laga í þeim efn­um til að auka fram­boðið.

Þar skipt­ir höfuðmáli að stóru sveit­ar­fé­lög­in á höfuðborg­ar­svæðinu hafi öll getu til að taka þátt í þeirri nauðsyn­legu upp­bygg­ingu sem fram und­an er. Það þarf að stíga var­leg skref til baka þegar kem­ur að lánþega­skil­yrðum með lækk­andi vöxt­um, sér­stak­lega með fyrstu kaup­end­ur í huga, en hátt vaxta­stig og treg­leiki á fast­eigna­markaði vegna lánþega­skil­yrða get­ur dregið úr fram­kvæmd­ar­vilja. Síðast en ekki síst þarf að halda áfram að styðja áfram við þau úrræði sem stjórn­völd hafa komið fram með á síðustu árum, s.s. al­menna íbúðakerfið og hlut­deild­ar­lána­kerfið.

Við erum að ná ár­angri

Í nýj­ustu verðbólgu­mæl­ingu Hag­stof­unn­ar lækkaði verðbólg­an niður í 5,1%, það lægsta í 3 ár. Dregið hef­ur úr hækk­un á hús­næði en verðbólga án hús­næðis mæl­ist 2,8% ann­an mánuðinn í röð. Síðasta vaxta­ákvörðun Seðlabank­ans til lækk­un­ar var já­kvætt skref og end­ur­spegl­ar að þær aðgerðir sem við höf­um gripið til í rík­is­fjár­mál­un­um og þeir lang­tíma­kjara­samn­ing­ar sem gerðir voru á vinnu­markaði eru að skila sér. Viðfangs­efnið fram und­an er að tryggja að þessi þróun haldi áfram, enda er lækk­un verðbólgu og vaxta stærsta hags­muna­mál heim­ila og fyr­ir­tækja í land­inu. Við erum að ná ár­angri og við hvik­um hvergi frá því verk­efni að ná enn frek­ari ár­angri í þess­um efn­um.

Lilja Dögg Alfeðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 2. nóvember 2024.