Categories
Fréttir Greinar

Engin miðja án Framsóknar

Deila grein

26/11/2024

Engin miðja án Framsóknar

Sam­talið við kjós­end­ur er það skemmti­leg­asta við stjórn­mál­in. Kom­andi kosn­ing­ar skipta miklu máli fyr­ir næstu fjög­ur ár. Kann­an­ir helgar­inn­ar sýna að Fram­sókn á á bratt­ann að sækja. Við fram­bjóðend­ur flokks­ins finn­um hins veg­ar fyr­ir mjög hlýj­um straum­um og trú­um því að okk­ar fjöl­mörgu verk í þágu sam­fé­lags­ins nái í gegn fyr­ir kosn­ing­arn­ar hinn 30. nóv­em­ber.

Við finn­um að fólk kann ein­mitt að meta að Fram­sókn hafi frek­ar ein­beitt sér að því að klára verk­efn­in í stað þess að taka þátt í reglu­leg­um deil­um Sjálf­stæðis­flokks og Vinstri grænna. Því fylg­ir ábyrgð að stjórna landi.

Við heyr­um líka að mörg­um hrýs hug­ur við að upp úr kjör­köss­un­um komi hrein hægri­stjórn Sjálf­stæðis­flokks, Viðreisn­ar og Miðflokks með til­heyr­andi svelti­stefnu, niður­skurði og van­hugsaðri einka­væðingu rík­is­eigna.

Nú eða hrein ESB-stjórn Pírata, Viðreisn­ar og Sam­fylk­ing­ar, sem mun hækka skatta og leggja gjörv­allt stjórn­kerfið und­ir aðlög­un­ar­ferli að Evr­ópu­sam­band­inu næstu árin með til­heyr­andi átök­um í þjóðfé­lag­inu.

Aðild að ESB mun leiða af sér minni hag­vöxt og framsal á full­veldi Íslands, þar með talið í auðlinda­mál­um. Það eru staðreynd­ir.

Við þurf­um ekki fleira til þess að ala á ósætti og óvissu í sam­fé­lag­inu. Eini val­kost­ur­inn til þess að koma í veg fyr­ir fyrr­nefnd stjórn­ar­mynst­ur er að kjósa Fram­sókn, flokk­inn á miðjunni, sem hef­ur einn stjórn­mála­flokka fylgt þjóðinni sam­fellt í meira en heila öld. Það er eng­in miðja án Fram­sókn­ar, og eng­in fram­sókn án miðju.

Mik­il­væg­asta verk­efnið fram und­an er áfram­hald­andi lækk­un vaxta og verðbólgu.

Því er ekki að neita að verðbólga í kjöl­far for­dæma­lauss heims­far­ald­urs og stríðsins í Evr­ópu hef­ur tekið á. Þá missti 1% þjóðar­inn­ar hús­næði sitt vegna jarðhrær­ing­anna í Grinda­vík. Stjórn­völd tóku þá ákvörðun að gera meira en minna til þess að styðja við sam­fé­lagið í kjöl­far heims­far­ald­urs­ins, þegar 20.000 störf hurfu og margs kon­ar starf­semi lagðist í dvala. Það kostaði, en skilaði sér í sam­fé­lagi sem lenti á báðum fót­um.

Það er hins veg­ar ánægju­legt að mark­viss­ar og samþætt­ar aðgerðir op­in­berra aðila og aðila vinnu­markaðar­ins séu farn­ar að skila sér í lækk­un stýri­vaxta, sem hafa lækkað um 75 punkta síðan í októ­ber. Árang­ur í þessa veru ger­ist ekki af sjálfu sér og verður ekki til í tóma­rúmi kosn­ingalof­orða. Þetta er staðfest­ing á að stefna okk­ar virk­ar sem miðar að því að ná niður vöxt­um og verðbólgu. Við erum með ábyrga efna­hags­stefnu og með nægj­an­legt aðhald og skýra for­gangs­röðun í rík­is­fjár­mál­um. Við í Fram­sókn vilj­um halda áfram á þeirri braut og ósk­um eft­ir stuðningi í þau verk.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 26. nóvember 2024.