Categories
Fréttir Greinar

Raunsæis þörf í öryggismálum

Deila grein

30/01/2025

Raunsæis þörf í öryggismálum

Alþjóðamál­in hafa ekki verið jafn þýðing­ar­mik­il í ár­araðir og það reyn­ir á rík­is­stjórn Íslands að tryggja hags­muni lands­ins. Það eru viðsjár­verðir tím­ar. Enn sér ekki fyr­ir end­ann á hrika­legu stríði í Úkraínu. Norður­skautið er komið í hringiðu alþjóðaum­ræðunn­ar vegna áhuga Banda­ríkja­for­seta á að styrkja stöðu sína á Græn­landi. For­sæt­is­ráðherr­ar Norður­land­anna funduðu vegna stöðunn­ar og danski for­sæt­is­ráðherr­ann er far­inn í ferðalag um Evr­ópu til að tryggja stuðning við þeirra málstað. Í mín­um huga snýst málið um vilja Græn­lend­inga og sjálf­stæði þeirra til framtíðar, sem og virðingu fyr­ir alþjóðalög­um. Land­fræðileg staða Íslands og Græn­lands er mik­il­væg sem fyrr og gott að rifja upp margtil­vitnuð orð fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, Winst­ons Churchills: „Hver sá sem hef­ur yf­ir­ráð yfir Íslandi held­ur á byssu miðaðri á Eng­land, Am­er­íku og Kan­ada,‘‘ sagði hann um hernaðarlegt mik­il­vægi Íslands í seinni heims­styrj­öld­inni. Æ síðan hef­ur lega Íslands skipað grund­vall­arsess í varn­ar­mál­um vest­rænna ríkja.

Frelsi og ör­yggi er grund­vall­arþátt­ur í vel­ferð okk­ar. Það var því fram­sýni þegar ís­lensk stjórn­völd ákváðu að Ísland yrði stofnaðili að Atlants­hafs­banda­lag­inu. Þar sem herlaus þjóð gat ekki varið sig fór banda­lagið þess á leit við Ísland og Banda­rík­in að þjóðirn­ar gerðu ráðstaf­an­ir sín á milli með varn­ar­samn­ingn­um árið 1951. Á þeim tíma var varn­ar­leysi lands­ins talið stofna ör­yggi þess sjálfs og friðsamra ná­granna þess í voða eins og það er orðað í samn­ing­um. Staðfesta stjórn­valda þá tryggði aðstöðu hér á landi til að sinna vörn­um og varðveita þannig frið og ör­yggi á svæðinu.

Það er því afar brýnt að haldið sé vel utan um stöðu Íslands og tryggt áfram­hald­andi vest­rænt sam­starf. Lega Íslands hef­ur í för með sér að tryggja verður áfram­hald­andi sam­starf við Banda­rík­in í sam­ræmi við sögu­leg­an varn­ar­samn­ing, ásamt því að rækta sam­starfið við hinar Norður­landaþjóðirn­ar og sam­starfið inn­an Evr­ópska efna­hags­svæðis­ins. Okk­ar vel­gengni grund­vall­ast á þess­um styrku stoðum í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um. Ýmsir hafa fært rök fyr­ir því að nauðsyn­legt sé að ganga í Evr­ópu­sam­bandið til að tryggja varn­ir lands­ins en það á ekki við. Ég minni á að Finn­land og Svíþjóð gerðust aðilar að NATO, ein­mitt vegna þess að þau töldu að varn­ir ESB dygðu ekki til. Evr­ópu­sam­bands­sinn­ar á Íslandi telja að best sé fyr­ir landið okk­ar að ganga í ESB út af stefnu Trumps og eru þar með til­bún­ir til að fórna sjálf­stæði þjóðar­inn­ar og eign­ar­haldi á auðlind­um okk­ar. Ég geld var­hug við þess­ari nálg­un, því ber­in eru súr. Ísland hef­ur átt í far­sælu sam­starfi við Banda­rík­in allt frá lýðveld­is­stofn­un ásamt því að stunda frjáls viðskipti inn­an EES. Þessi leið hef­ur skilað mik­illi verðmæta­sköp­un og góðum lífs­kjör­um. Það er afar brýnt að rík­is­stjórn­in vandi sig og mæti til leiks.

Reglu­lega verða at­b­urðir sem und­ir­strika mik­il­vægi þess að huga vel að varn­ar­mál­um. Þá vakt þurf­um við ávallt að standa og taka virk­an þátt með vinaþjóðum okk­ar í að standa vörð um þá sam­fé­lags­gerð sem við þekkj­um. Þrátt fyr­ir að Ísland sé lítið skipt­ir fram­lag okk­ar miklu máli í þessu sam­hengi – rétt eins og Winst­on Churchill benti rétti­lega á.

Lilja Alfreðsdóttir, vara­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 30. janúar 2025.