Categories
Fréttir Greinar

Baráttan gegn sjálfsvígum og óhappaeitrunum

Deila grein

05/02/2025

Baráttan gegn sjálfsvígum og óhappaeitrunum

Sam­kvæmt Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­inni verða að meðaltali um sex þúsund manns á Íslandi fyr­ir áhrif­um af sjálfs­víg­um á hverju ári. Þetta eru staðreynd­ir sem kalla á aðgerðir. Sjálfs­víg og and­lát vegna óhappa­eitr­ana eru viðkvæm­ir og sárs­auka­full­ir at­b­urðir sem hafa djúp­stæð áhrif á fjöl­skyld­ur, vini og sam­fé­lagið í heild.

Á síðasta ári lagði ég fram öðru sinni til­lögu til þings­álykt­un­ar um rann­sókn á or­saka­ferli í aðdrag­anda sjálfs­víga og dauðsfalla vegna óhappa­eitr­ana. Þing­heim­ur sam­einaðist þá all­ur á bak við til­lög­una, þvert á flokka, sem sýn­ir mik­il­vægi henn­ar sem og sam­stöðu okk­ar allra í því að vilja gera bet­ur. Ég bind von­ir við að slík samstaða verði einnig á nýju þingi þegar ég legg til­lög­una fram að nýju.

Mark­mið þings­álykt­un­ar­til­lög­unn­ar er skýrt og bygg­ist á metnaðarfullri vinnu starfs­hóps Lífs­brú­ar, miðstöðvar sjálfs­vígs­for­varna á veg­um Embætt­is land­lækn­is: að greina ástæður og aðdrag­anda þess­ara hörmu­legu at­b­urða, tryggja að nauðsyn­leg gögn séu rann­sökuð og nýtt á mark­viss­an hátt og, um­fram allt, stuðla að því að bjarga manns­líf­um. Í dag er mik­ill skort­ur á áreiðan­leg­um gögn­um um þessi mál sem hægt er að byggja á í for­vörn­um og aðgerðaáætl­un­um en það er á ábyrgð okk­ar, sem sam­fé­lags, að breyta því.

Starfs­hóp­ur Lífs­brú­ar – mik­il­vægt fram­lag

Starfs­hóp­ur Lífs­brú­ar hef­ur þegar hafið vinnu við að safna gögn­um sem spanna allt að 10 ára heilsu­fars­sögu lát­inna ein­stak­linga, með það að mark­miði að greina helstu áhættuþætti. Meðal ann­ars er skoðað hvernig fé­lags­leg­ir þætt­ir, lífsat­b­urðir eins og sam­bands­slit, at­vinnum­iss­ir eða áföll, og jafn­vel lyfja­á­vís­an­ir og sjúk­dóms­grein­ing­ar, hafa áhrif á and­lega heilsu ein­stak­lings.

Slík yf­ir­grips­mik­il gagna­öfl­un er for­senda þess að við get­um greint áhættu­hópa, komið í veg fyr­ir sjálfs­víg og dauðsföll vegna óhappa­eitr­ana og veitt þeim sem eru í hættu viðeig­andi stuðning. Niður­stöður hóps­ins munu skapa grunn að öfl­ug­um for­vörn­um og mót­un stefnu­mót­andi aðgerða til framtíðar. Við verðum að horfa á málið með opn­um hug og viður­kenna að sjálfs­víg og and­lát vegna óhappa­eitr­ana eru oft niðurstaða margra flók­inna þátta sem þarf að greina og skilja til hlít­ar. Með betri skiln­ingi á or­saka­ferl­um og helstu áhrifaþátt­um er hægt að styðja bet­ur við þá sem eiga við and­lega erfiðleika að stríða, og gera viðeig­andi ráðstaf­an­ir áður en hætt­an á sjálfsskaða eykst. Þetta er ein af þeim leiðum sem hægt er að fara til að tryggja að ein­stak­ling­ar í áhættu­hóp­um fái þá aðstoð sem þeir þurfa til að ná jafn­vægi í lífi sínu og kom­ast í gegn­um erfiðleika­tíma­bil.

Því var ánægju­legt að sjá starfs­hóp sem skipaður var af fyrr­ver­andi heil­brigðisráðherra, Will­um Þór Þórs­syni, skila til­lögu sinni í janú­ar að nýrri aðgerðaáætl­un sem snýr að fækk­un sjálfs­víga á Íslandi.

Það er mín trú að með mark­viss­um aðgerðum og gagn­reyndu starfi get­um við dregið úr sjálfs­víg­um og dauðsföll­um vegna óhappa­eitr­ana.

Fyr­ir­byggj­andi aðgerðir – brýn nauðsyn

Töl­ur um and­lát vegna óhappa­eitr­ana eru áhyggju­efni. Fjöldi þeirra hef­ur auk­ist veru­lega á und­an­förn­um ára­tug­um, sér­stak­lega vegna lyfja á borð við ópíóíða og of­skynj­un­ar­lyf. Aðgengi að þess­um efn­um þarf að end­ur­skoða, og mik­il­vægt er að styrkja for­varn­ir sem geta bjargað manns­líf­um.

Við vit­um að sjálfs­víg og dauðsföll vegna óhappa­eitr­ana eiga sér flók­inn aðdrag­anda. Meðal ann­ars get­ur verið um að ræða sam­spil fé­lags­legra, and­legra og lík­am­legra þátta. Með betri grein­ingu á þess­um þátt­um og gagn­reyndri vinnu get­um við styrkt stuðning­inn við þá sem þurfa mest á hon­um að halda.

Ver­um vak­andi fyr­ir nýj­um leiðum

Við stönd­um á tíma­mót­um þar sem við höf­um tæki­færi til að skapa raun­veru­leg­ar breyt­ing­ar. Það er ljóst að við höf­um öfl­uga aðila í sam­fé­lag­inu okk­ar sem vinna dag hvern að því að bæta líðan fólks og grípa inn í þar sem þörf­in er mest. Við höf­um marga sem starfa af heil­um hug að geðheil­brigðismál­um, sjálfs­vígs­for­vörn­um og stuðningi við aðstand­end­ur. Það er nauðsyn­legt að þessi vinna verði áfram efld og að við höld­um áfram að vera vak­andi fyr­ir leiðum til að bæta geðheil­brigði og lýðheilsu í sam­fé­lag­inu. Það er á okk­ar ábyrgð, sem þjóðar, að bregðast við.

Ég vona að sú vinna sem starfs­hóp­ur Lífs­brú­ar vinn­ur skili þeim ár­angri sem við vilj­um öll sjá – að draga úr sjálfs­víg­um og dauðsföll­um vegna óhappa­eitr­ana með grein­argóðri rann­sókn og nýt­ingu afurðar henn­ar við að mynda ár­ang­urs­rík­ar aðgerðir. Með áfram­hald­andi stuðningi get­um við stigið mik­il­vægt skref í átt að betra sam­fé­lagi, þar sem and­leg vellíðan er ekki aðeins rétt­ur held­ur raun­veru­leg­ur mögu­leiki fyr­ir alla.

Ég hvet alla sem glíma við and­lega van­líðan til að leita sér hjálp­ar. Við eig­um að vera til staðar hvert fyr­ir annað, veita stuðning og hlúa að þeim sem þurfa mest á okk­ur að halda. And­leg líðan á aldrei að vera feimn­is­mál – hún er grund­völl­ur ham­ingju og lífs­gæða okk­ar allra.

Ég vil einnig nýta tæki­færið og þakka Guðrúnu Jónu hjá embætti land­lækn­is og Högna Óskars­syni geðlækni fyr­ir aðstoðina við þetta mik­il­væga mál.

Við skul­um vinna sam­an að því að búa til betra og ör­ugg­ara sam­fé­lag fyr­ir alla.

Ingibjörg Isaksen, þingmaður og þing­flokks­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 5. febrúar 2025.