Categories
Fréttir Greinar

Efnahagsleg staða Íslands er sterk

Deila grein

28/02/2025

Efnahagsleg staða Íslands er sterk

Rík­is­stjórn Íslands hef­ur í hyggju að efna til þjóðar­at­kvæðagreiðslu um hvort Ísland eigi að hefja að nýju aðild­ar­viðræður við Evr­ópu­sam­bandið. Fram kem­ur reynd­ar í stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­flokk­anna að at­kvæðagreiðslan snú­ist um fram­hald viðræðna við ESB. Ég á erfitt með að sjá að þetta sé fram­hald, þar sem hvert og eitt ríki Evr­ópu­sam­bands­ins verður að samþykkja aft­ur að aðild­ar­viðræður hefj­ist að nýju. Þannig að erfitt er að halda því fram að þetta sé beint fram­hald enda er hag­kerfi Íslands búið að breyt­ast mikið frá því að rík­is­stjórn Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur sett­ist við samn­inga­borðið árið 2009. Fernt í hag­kerf­inu okk­ar hef­ur tekið mikl­um um­skipt­um til batnaðar síðasta ára­tug eða svo: Lands­fram­leiðsla á mann, hag­vöxt­ur, staða krón­unn­ar og skuld­ir þjóðarbús­ins.

Ragn­ar Árna­son, pró­fess­or emer­it­us í hag­fræði við Há­skóla Íslands, varpaði ljósi á þessa stöðu nú á dög­un­um og staðfest­ir þær hag­töl­ur sem liggja fyr­ir og hafa gert í nokk­urn tíma. Í fyrsta lagi er lands­fram­leiðsla á mann í aðild­ar­ríkj­um ESB mun lægri en á Íslandi og hef­ur verið í nokk­urn tíma. Bilið á lands­fram­leiðslu á mann á Íslandi ann­ars veg­ar og evru­ríkj­um hins veg­ar hef­ur auk­ist stöðugt frá því að evr­an var tek­in upp um alda­mót­in. Árið 2023 var lands­fram­leiðsla á mann á Íslandi 19% meiri en á evru­svæðinu og 24% meiri en hjá ESB. Í öðru lagi hef­ur hag­vöxt­ur á Íslandi verið meiri á ár­un­um 2000-2023 eða um 1,5% meðan vöxt­ur­inn á evru­svæðinu er 0,9%. Hér er um­tals­verður mun­ur á og skipt­ir öllu máli þegar horft er til framtíðar. Í þriðja lagi hef­ur krón­an verið að styrkj­ast frá 2010-2024 miðað við SDR-mæli­kv­arðann en evr­an hef­ur veikst. Það ber hins veg­ar að hafa í huga að krón­an er ör­mynt og get­ur hæg­lega sveifl­ast ef hag­stjórn­in er ekki í föst­um skorðum og veg­ur út­flutn­ings­greina þjóðarbús­ins sterk­ur. Að lok­um, þá hef­ur skuld­astaða Íslands verið að styrkj­ast og nema heild­ar­skuld­ir rík­is­sjóðs um 40% af lands­fram­leiðslu. Þetta sama hlut­fall hjá Frakklandi er 110% og hjá Þýskalandi 63%.

Sök­um þess að Íslandi hef­ur vegnað vel í efna­hags­mál­um mun það einnig þýða að Ísland þurfi að greiða meira til sjóða Evr­ópu­sam­bands­ins en þegar síðast var sótt um. Pró­fess­or Ragn­ar Árna­son hef­ur reiknað út að þetta geti numið á bil­inu 35-50 millj­örðum eða um 100 þúsund krón­um á hvern lands­mann. Rík­is­stjórn Gro Har­lem Brund­t­land sótti um aðild að ESB árið 1992 og svo höfnuðu Norðmenn því að ganga inn í ESB árið 1994. Ein megin­á­stæða þess var ná­kvæm­lega þessi, að kostnaður við ESB-þátt­töku væri þjóðarbú­inu mun meiri en ávinn­ing­ur­inn.

Rík­is­stjórn­in hef­ur boðað að í upp­hafi kjör­tíma­bils­ins verði óháðum er­lend­um sér­fræðing­um falið að vinna skýrslu um kosti og galla krón­unn­ar og val­kosti Íslands í gjald­miðlamál­um. Ég hvet rík­is­stjórn­ina til að vanda veru­lega til þess­ar­ar vinnu, opna fyr­ir þátt­töku inn­lendra aðila og meta einnig efna­hags­leg­an ávinn­ing Íslands í heild sinni og út frá lyk­il­mæli­kvörðum hag­kerf­is­ins.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 27. febrúar 2025.