Categories
Fréttir Greinar

Eigum afganginn

Deila grein

08/05/2025

Eigum afganginn

Það eru góðar frétt­ir fyr­ir borg­ar­búa að á síðasta ári hafi tek­ist að snúa við halla­rekstri borg­ar­inn­ar. Við í Fram­sókn erum ánægð með að áhersl­ur okk­ar um ráðdeild í rekstri hafi skilað þess­um ár­angri.

Árs­reikn­ing­ur árs­ins 2024, sem birt­ur var í borg­ar­stjórn á þriðju­dag, sýn­ir að með kröft­ugu aðhaldi og út­sjón­ar­semi í rekstri tókst að snúa um 5 millj­arða halla frá ár­inu 2023 í tæp­lega 5 millj­arða af­gang á A-hluta. Sam­stæðan, þar sem fyr­ir­tæki borg­ar­inn­ar eru meðtal­in, skil­ar 10,7 millj­örðum í af­gang og er það 14,2 millj­örðum betri niðurstaða en árið áður. Skuldaviðmið lækk­ar og veltu­fé frá rekstri eykst.

Þegar kjör­tíma­bilið hófst var halli borg­ar­sjóðs 16,3 millj­arðar. Það hef­ur því verið stór áskor­un þessa kjör­tíma­bils að hagræða í rekstr­in­um en um leið að bæta og efla mik­il­væga þjón­ustu við borg­ar­búa. Við í Fram­sókn lít­um svo á að for­senda þess að geta bætt þjón­ustu við íbúa sé að reka borg­ina með ábyrg­um hætti.

Við tók­um í taum­ana

Í valdatíð Sam­fylk­ing­ar, VG, Pírata og Viðreisn­ar á síðasta kjör­tíma­bili fjölgaði stöðugild­um hjá borg­inni mjög mikið. Það hef­ur eðli máls sam­kvæmt af­drifa­rík áhrif á rekst­ur borg­ar­inn­ar enda er stærst­ur hluti út­gjalda borg­ar­inn­ar laun til starfs­manna. Þessi vöxt­ur í fjölda stöðugilda var stöðvaður á síðasta ári með beit­ingu ráðning­ar­reglna og betri yf­ir­sýn yfir mönn­un. Í fyrra bætt­ist aðeins við 31 stöðugildi á þess­um stærsta vinnustað lands­ins þar sem fyr­ir eru um 8.600 stöðugildi.

Fyr­ir síðustu kosn­ing­ar lofuðum við í Fram­sókn borg­ar­bú­um að við mynd­um taka í horn­in á ósjálf­bær­um rekstri borg­ar­inn­ar. Það er gott að hafa getað staðið við lof­orðið og leyft töl­un­um að tala sínu máli. Á sama tíma og við höf­um verið í því að hagræða höf­um við for­gangsraðað fjár­fest­ing­um í þágu leik- og grunn­skóla­mála og innviðum fyr­ir hús­næðis­upp­bygg­ingu.

Nú er ár til kosn­inga og tek­inn er við nýr meiri­hluti Sam­fylk­ing­ar og Sósí­al­ista, Pírata, VG og Flokks fólks­ins. Þessi meiri­hluti er skipaður flokk­um sem fá fleiri út­gjalda­hug­mynd­ir en hug­mynd­ir að hagræðingu. Ég hef því mikl­ar áhyggj­ur af því hvað verður um af­gang­inn frá síðasta ári.

Eyðum ekki um efni fram

Það verður að halda áfram á sömu braut. Ekk­ert stjórn­kerfi er meitlað í stein og við verðum ávallt að vera til­bú­in að gera breyt­ing­ar. Við í Fram­sókn vild­um gera nokkuð rót­tæk­ar skipu­lags­breyt­ing­ar sem leitt hefðu til bæði bættr­ar þjón­ustu og hag­kvæm­ari rekstr­ar. Nú­ver­andi borg­ar­stjóri Sam­fylk­ing­ar­inn­ar lagðist gegn þeim hug­mynd­um og því náði málið ekki lengra inn­an síðasta meiri­hluta.

Það var rétt af Fram­sókn að sprengja meiri­hlut­ann og freista þess að mynda nýtt sam­starf með flokk­um sem voru til­bún­ir til að taka nauðsyn­leg­ar ákv­arðanir í rekstr­ar­mál­um, skipu­lags- og hús­næðismál­um og horfa til lengri framtíðar í borg­ar­mál­um. Við í Fram­sókn höf­um efnt lof­orð okk­ar til borg­ar­búa um breyt­ing­ar í fjár­mál­um borg­ar­inn­ar en verk­efn­inu er ekki lokið. Trúnaður okk­ar við kjós­end­ur skipt­ir öllu máli og við erum til­bú­in að leggja allt und­ir til þess að efna orð okk­ar gagn­vart þeim.

Enn eru mik­il­væg verk­efni sem verður að leysa og það ger­um við ekki án fjár­hags­legs svig­rúms. Það þarf að fjár­festa í skóla­kerf­inu svo börn­in okk­ar fái betri mennt­un og kenn­ar­ar búi við betri starfsaðstæður til að sinna starfi sínu.

Við þurf­um að eiga fyr­ir fjár­fest­ing­um í innviðum fyr­ir ný íbúðahverfi og brýnt er að létta und­ir með heim­il­um og fyr­ir­tækj­um með því að lækka fast­eigna­gjöld. Við þurf­um að halda áfram að bæta rekst­ur­inn til þess að geta búið þannig um sam­fé­lag eldra fólks að það lifi ham­ingju­sömu og heil­brigðu lífi og til að geta stutt við fé­lags­starf sem dreg­ur úr ein­mana­leika.

Það er skylda okk­ar að mæta bet­ur vænt­ing­um fólks um borg þar sem ein­falt og gott er að búa. Við í Fram­sókn höf­um sýnt að við kunn­um að taka á mál­um, snúa tapi í hagnað, án þess að skerða mik­il­væga þjón­ustu. Nú þjón­um við borg­ar­bú­um úr stöðu stjórn­ar­and­stöðu og hlökk­um til næstu kosn­inga.

Einar Þorsteinsson, odd­viti Fram­sókn­ar­manna í borg­ar­stjórn.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 8. maí 2025.