Categories
Fréttir Greinar

Ísland er efst á lífskjaralista SÞ

Deila grein

19/05/2025

Ísland er efst á lífskjaralista SÞ

Á sól­rík­um og björt­um dög­um á Íslandi finnst okk­ur flest­um ástæða til að gleðjast yfir land­inu okk­ar og þeim gæðum sem það hef­ur upp á að bjóða. Sjálf hef ég ávallt verið stolt af Íslandi, þeim ár­angri sem náðst hef­ur og þeim tæki­fær­um sem sam­fé­lagið býður upp á. Við búum í öfl­ugu og fram­sæknu sam­fé­lagi sem hef­ur lagt hart að sér við að skapa þau lífs­kjör sem við njót­um í dag. Efna­hags­leg­ar fram­far­ir síðustu ald­ar vekja at­hygli á heimsvísu.

Ný­verið birti Þró­un­ar­áætl­un Sam­einuðu þjóðanna lífs­kjaralista sinn, þar sem horft er til lífs­líka, mennt­un­ar og þjóðartekna á mann. Þar kem­ur fram að Ísland trón­ir nú á toppi list­ans, efst allra ríkja heims. Sam­kvæmt skýrsl­unni hef­ur lífs­kjara­vísi­tala Íslands hækkað um tæp 16%, sem má einkum rekja til auk­inna lífs­líka, lengri skóla­göngu og hækk­un­ar þjóðartekna um 77,3%. Sér­stök áhersla er lögð á áhrif gervi­greind­ar í skýrsl­unni og bent á að hún muni umbreyta nán­ast öll­um þátt­um sam­fé­lags­ins. Há­tekju­ríki, þar á meðal Ísland, eru sögð hafa for­skot vegna þróaðra sta­f­rænna innviða. Þetta set­ur Ísland í ein­stak­lega sterka stöðu til að nýta mögu­leika gervi­greind­ar til sam­fé­lags­legr­ar upp­bygg­ing­ar – með skýrri sýn á þær kerf­is­breyt­ing­ar sem eru fram und­an, meðal ann­ars á vinnu­markaði.

Þessi ár­ang­ur Íslands á lífs­kjaralist­an­um gef­ur til­efni til að staldra við og meta hvað hef­ur verið gert vel. Eitt af því sem skipt­ir sköp­um er öfl­ug þróun mennta­kerf­is­ins, einkum á fram­halds­skóla­stig­inu, þar sem brott­hvarf nem­enda hef­ur dreg­ist veru­lega sam­an á und­an­förn­um árum. Fram kem­ur í skýrsl­unni að þar stend­ur Ísland fram­ar en til að mynda Nor­eg­ur. Síðasta rík­is­stjórn lagði ríka áherslu á að efla fram­halds­skóla­stigið og fjár­festi mark­visst í því – meðal ann­ars með sér­stakri fjár­veit­ingu upp á tæp­an millj­arð króna til að fjár­festa í því að minnka brott­hvarfið í sam­starfi við okk­ar öfl­uga skóla­sam­fé­lagið. Sam­starfið skilaði því að brott­hvarf hef­ur aldrei mælst lægra á Íslandi.

Það er þó ekki síður mik­il­vægt að horfa fram á við. Nú­ver­andi fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar ger­ir ráð fyr­ir veru­leg­um niður­skurði til mennta­mála, einkum á fram­halds­skóla­stigi. Sá ár­ang­ur sem náðst hef­ur, bæði í að draga úr brott­hvarfi og efla verk­nám, stend­ur því tæpt – og þar með einnig þau lífs­kjör sem gera okk­ur kleift að skara fram úr á heimsvísu.

Rík­is­stjórn Kristrún­ar Frosta­dótt­ur virðist ekki hafa metnað til að styrkja mennta­kerfið á þeim tím­um þegar mik­il­vægi mennt­un­ar er hvergi meira – á tím­um gervi­greind­ar og tækni­breyt­inga. Verk­stjórn­in geng­ur í það að brjóta niður þann markverða ár­ang­ur sem náðst hef­ur. Fram­sókn legg­ur áherslu á að með öfl­ugu, aðgengi­legu og metnaðarfullu mennta­kerfi tryggj­um við að Ísland verði áfram land tæki­fær­anna.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, vara­formaður Fram­sókn­ar og fv. mennta­málaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 17. maí 2025.