Categories
Fréttir Greinar Nýjast

Óperustarfsemi eflist til framtíðar

Deila grein

07/07/2025

Óperustarfsemi eflist til framtíðar

Á Alþingi, þann 5. júlí 2025, voru samþykkt lög um stofnun Þjóðaróperu.

Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknar, ritaði grein í Morgunblaðið 7. júlí 2025 af því tilefni.

„Íslensk menn­ing og list­ir eru meðal þess sem skil­grein­ir þjóð okk­ar ásamt stór­brot­inni nátt­úru. Það er ein­stakt hvað Ísland á af öfl­ugu lista­fólki sem hef­ur aukið hróður þjóðar­inn­ar langt út fyr­ir land­stein­ana, hvort sem litið er til miðalda- eða sam­tíma­bók­mennta, mynd­list­ar, tón­list­ar, kvik­mynda eða sviðslista.

Um helg­ina urðu tíma­mót þegar ára­tuga­löng vinna söngv­ara og annarra sviðslista­manna bar loks ár­ang­ur. Alþingi samþykkti þá frum­varp menn­ing­ar­málaráðherra um stofn­un óperu á Íslandi. Með þessu er óper­unni tryggð sam­bæri­leg staða og öðrum sviðslist­um og verður hún kjarna­stofn­un óperu­list­ar á sama hátt og Þjóðleik­húsið í leik­list og Íslenski dans­flokk­ur­inn í danslist. Þetta er stórt skref fyr­ir ís­lenska óperu­list, en Íslend­ing­ar eiga marga framúrsk­ar­andi söngv­ara sem fá nú aukið svig­rúm til að starfa við list sína og þróa þetta mik­il­væga list­form á Íslandi.

Nýja óper­an verður rek­in sem hluti af Þjóðleik­hús­inu og mun hafa aðset­ur í Hörpu. Hún mun njóta góðs af öfl­ug­um innviðum Þjóðleik­húss­ins, ein­stakri sérþekk­ingu og traustu sam­bandi þess við þjóðina. Óper­an get­ur þannig nýtt stoðstarf­semi Þjóðleik­húss­ins á sviðum eins og rekstri, leik­muna­gerð, lýs­ingu, hljóðvinnslu, bún­ing­um og leik­gerv­um.

Sjálf hef ég alla tíð haft mikla ánægju af óperu­list­inni og átti þess kost að kynn­ast henni í gegn­um góða vin­konu mína, Mar­gréti Pét­urs­dótt­ur Jóns­son, sem fædd var í Bremen árið 1928. Hún var dótt­ir Pét­urs Á. Jóns­son­ar óperu­söngv­ara, sem fyrst­ur Íslend­inga söng inn á plöt­ur og átti far­sæl­an óperu­fer­il í Þýskalandi. Pét­ur stundaði nám í óperu­skóla Kon­ung­lega leik­húss­ins í Kaup­manna­höfn og starfaði víða í Þýskalandi, meðal ann­ars í Berlín, Kiel og Darmsta­dt. Hann endaði fer­il sinn við Deutsches Opern­haus í Berlín, eitt stærsta óperu­hús lands­ins, sann­ar­lega glæsi­leg­ur fer­ill. Pét­ur flutti fyrr heim til Íslands með fjöl­skyldu sína en stóð til. Helgaðist það af stöðunni í Þýskalandi og upp­gangi nas­isma. Mikið af lista­fólki flutti sig frá Þýskalandi vegna þessa og í aðdrag­anda seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar. Sam­töl mín við Mar­gréti um fer­il föður henn­ar og þróun óperu­list­ar opnuðu augu mín fyr­ir mik­il­vægi þess að efla óperu­starf­semi á Íslandi.

Það skipt­ir máli að skapa lista­fólki okk­ar um­gjörð þar sem það get­ur unnið að list sinni og glatt okk­ur hin. Einn mesti vaxt­ar­sproti okk­ar sam­fé­lags er í gegn­um skap­andi grein­ar. Við höf­um séð þær efl­ast veru­lega og sí­fellt fleiri starfa í þeim geira skap­andi greina til heilla fyr­ir sam­fé­lagið. Til ham­ingju, kæru lands­menn, með nýja óperu! Megi starf­semi henn­ar vaxa og dafna okk­ur öll­um til heilla.”