Categories
Fréttir Greinar Nýjast

Heimili, lífsgæði og verðbólgan

Deila grein

10/07/2025

Heimili, lífsgæði og verðbólgan

,,Lægri verðbólga og vext­ir eru ein mesta kjara­bót sem hægt er að ná fyr­ir heim­il­in og fyr­ir­tæki í land­inu. Verðtryggð lán fjöl­skyldna hækka stöðugt með auk­inni verðbólgu, og þau heim­ili sem tekið hafa óverðtryggð lán glíma áfram við háa vexti. Það að lækka verðbólgu og vexti fyr­ir heim­il­in og fyr­ir­tæk­in í land­inu á að vera sam­eig­in­legt verk­efni okk­ar allra.

Vaxta­lækk­un­ar­ferlið hófst haustið 2024

Vaxta­lækk­un­ar­ferli Seðlabank­ans hófst á seinni hluta árs­ins 2024 en nú bend­ir allt til þess að það ferli hafi stöðvast. Við vor­um á réttri leið og aðgerðir síðustu rík­is­stjórn­ar lögðu traust­an grunn að þeim góða ár­angri sem náðist á skömm­um tíma. Það eru því veru­leg von­brigði að staðan skuli vera sú sem raun ber vitni.

Vext­ir munu ekki lækka nema rík­is­sjóður sé vel rek­inn. Sé horft í bak­sýn­is­speg­il­inn má vel vera að síðasta rík­is­stjórn hefði getað gengið enn lengra til að tryggja stöðug­leika á grunni aðhalds í rík­is­rekstri. Þá telja flest­ir að Seðlabank­inn hafi lækkað vexti of bratt, og svo aft­ur hækkað þá of mikið, sem hef­ur hugs­an­lega skapað fleiri áskor­an­ir en þörf var á.

Við verðum þó fyrst og fremst að horfa fram á veg­inn, vinna mark­visst úr þess­um aðstæðum sem við búum nú við og skapa for­send­ur fyr­ir áfram­hald­andi vaxta­lækk­un­um á grunni efna­hags­legs stöðug­leika. Skatta­hækk­an­ir á sjáv­ar­út­veg, óvissa um mál­efni ferðaþjón­ustu og skort­ur á skýr­um mark­miðum um aðhald og hagræðingu í rík­is­rekstri hjálpa ekki í þessu sam­hengi.

Ótt­inn við of háa verðbólgu

Nýj­ustu mæl­ing­ar Hag­stof­unn­ar eru áhyggju­efni. Verðbólg­an mæl­ist nú 4,2% og hef­ur auk­ist hratt síðustu mánuði. Vísi­tala neyslu­verðs án hús­næðis hef­ur hækkað um 3,2% síðustu tólf mánuði og síðasta mánuðinn nam hækk­un­in 0,84%. Lands­bank­inn hef­ur end­ur­skoðað verðbólgu­spá sína og ger­ir nú ráð fyr­ir áfram­hald­andi hækk­un, allt upp í 4,5% í októ­ber nk. Þessi þróun á sér stað þrátt fyr­ir sterk­ari krónu og lækk­andi olíu­verð.

Hag­stof­an tel­ur enn frem­ur í nýj­ustu þjóðhags­spá sinni að verðbólg­an muni „nálg­ast verðbólgu­mark­mið árið 2027“. Því er eðli­legt að spyrja hvað það merk­ir í raun og veru að verðbólga „nálg­ist“ verðbólgu­mark­mið árið 2027, eða eft­ir tvö ár. Orðalagið gef­ur til kynna óvissu og þýðir að fjöl­skyld­ur munu þurfa að búa áfram við háa vexti og hækk­andi verðtryggð lán um nokk­urn tíma enn.

Hætt­an fram und­an

Verðbólg­an er drif­in m.a. áfram af al­mennri hækk­un á inn­flutt­um vör­um sem fjöl­skyld­ur finna fyr­ir í dag­leg­um inn­kaup­um. Lands­bank­inn hef­ur enn frem­ur bent á að án auk­inn­ar fram­leiðni gæti skap­ast hættu­leg þensla sem erfitt verður að ráða við. Í stuttu máli þýðir þetta að án raun­veru­legr­ar aukn­ing­ar á getu hag­kerf­is­ins til að fram­leiða meira muni þensl­an leiða til verðbólgu sem get­ur reynst erfið og kostnaðar­söm að hafa stjórn á.

Næsti vaxta­ákvörðun­ar­fund­ur Seðlabank­ans þann 20. ág­úst verður mik­il­væg­ur og lík­urn­ar á vaxta­lækk­un virðast því miður minnka með hverj­um deg­in­um.”

Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 10. júlí 2025