Categories
Fréttir Greinar Nýjast

Verkstjórnin veldur pólitískri áhættu

Deila grein

10/07/2025

Verkstjórnin veldur pólitískri áhættu

,,Ísland á að standa á grunni festu og ábyrgra ákv­arðana sem tekn­ar eru á traust­um grunni. En þegar rík­is­stjórn legg­ur fram illa und­ir­bú­in laga­frum­vörp án sam­ráðs og bregst ekki við rétt­mætri gagn­rýni verður niðurstaðan óstöðug­leiki og minnk­andi trú­verðug­leiki. Slík­ir stjórn­ar­hætt­ir skapa póli­tíska áhættu.

Þessa hættu sáum við glögg­lega raun­ger­ast á tím­um vinstri­stjórn­ar­inn­ar 2009-2013, þegar stefnt var að því að um­bylta ís­lensku sam­fé­lagi í einni svip­an. Þá var ráðist í hækk­un skatta á al­menn­ing og fyr­ir­tæki, auk til­rauna til bylt­ing­ar­kenndra breyt­inga á ýms­um sviðum sam­fé­lags­ins sem áttu að raun­ger­ast á til­tölu­lega stutt­um tíma. Þessi til­raun mistókst hrap­al­lega.

Stefna sem gref­ur und­an at­vinnu­líf­inu

Rík­is­stjórn­in hef­ur lagt fram frum­vörp og boðað aðgerðir sem skapa aukna óvissu og grafa und­an fjár­hags­leg­um for­send­um mik­il­vægra at­vinnu­greina. Þar ber hæst fyr­ir­hugaða hækk­un veiðigjalda sem mun hafa al­var­leg áhrif á marg­ar sjáv­ar­byggðir. Þrátt fyr­ir varnaðarorð 26 sveit­ar­fé­laga, þar sem um 100 þúsund manns búa, er hvergi hvikað. End­ur­skoðend­ur og fyr­ir­tæki sem þjón­usta sjáv­ar­út­veg­inn, ásamt minni og stærri út­gerðum, hafa gert veiga­mikl­ar at­huga­semd­ir og kallað eft­ir svör­um við mjög áleitn­um spurn­ing­um en ekki verið virt viðlits.

Á sama tíma stend­ur til að hækka álög­ur og skatta á ferðaþjón­ust­una, þrátt fyr­ir blik­ur á lofti á alþjóðleg­um mörkuðum og skerta sam­keppn­is­stöðu grein­ar­inn­ar. Að auki liggja fyr­ir ýms­ar breyt­ing­ar sem snúa að líf­eyr­is­sjóðakerf­inu og munu meðal ann­ars hafa nei­kvæð áhrif á líf­eyris­tekj­ur bæði eldri borg­ara og kom­andi kyn­slóða á vinnu­markaði. Í reynd má segja að megin­áhersla rík­is­stjórn­ar­inn­ar í efna­hags­mál­um sé að auka álög­ur á al­menn­ing og fyr­ir­tæki án þess að fyr­ir liggi mat á áhrif­um á hag­vöxt, fjölda starfa og fjár­fest­ing­ar­vilja í at­vinnu­líf­inu. Gam­al­kunn­ugt stef það.

Óviss­an smit­ar út í hag­kerfið

Þannig eru und­ir­stöðuat­vinnu­grein­ar þjóðar­inn­ar sett­ar í viðvar­andi óvissu­ástand á inn­lend­um vett­vangi, sem bæt­ist ofan á þann óró­leika sem þegar rík­ir á alþjóðleg­um mörkuðum. Allt þetta dreg­ur úr til­trú markaðar­ins á efna­hags­stjórn og eyk­ur lík­ur á viðvar­andi verðbólgu og háu vaxta­stigi, dreg­ur úr fjár­fest­ing­ar­vilja, hæg­ir á at­vinnu­sköp­un og veik­ir þannig grund­völl verðmæta­sköp­un­ar í sam­fé­lag­inu.

Í pistli Gunn­ars Bald­vins­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Al­menna líf­eyr­is­sjóðsins, í Viðskipta­blaðinu 4. júlí kem­ur fram að ný­leg­ar aðgerðir rík­is­stjórn­ar­inn­ar kunni að hafa svo veru­leg áhrif að líf­eyr­is­sjóðir neyðist til að hækka mat sitt á póli­tískri áhættu. Þeir þurfi jafn­framt að grípa til aðgerða til að draga úr mögu­legu tjóni, ef áhætt­an raun­ger­ist. Slík þróun und­ir­strik­ar að póli­tísk óvissa hef­ur þegar haft mæl­an­leg áhrif á fjár­hags­legt um­hverfi lyk­il­stofn­ana sam­fé­lags­ins. Með óbreyttri stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar munu fjár­fest­ing­ar drag­ast sam­an og at­vinnu­sköp­un minnka. Slík þróun veik­ir grunnstoðir hag­kerf­is­ins og dreg­ur úr getu sam­fé­lags­ins til að standa und­ir öfl­ugu vel­ferðar­kerfi.

Verk­stjórn rík­is­stjórn­ar­inn­ar er nú þegar far­in að hafa veru­lega nei­kvæð áhrif.”

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 10. júlí 2025