Categories
Fréttir

Meiri hlutinn á móti ESB aðild – enginn reginmunur á íbúum höfuðborgarsvæðisins og úti á landsbyggðinni

Deila grein

17/02/2015

Meiri hlutinn á móti ESB aðild – enginn reginmunur á íbúum höfuðborgarsvæðisins og úti á landsbyggðinni

Jóhanna María - fyrir vefJóhanna María Sigmundsdóttir, alþingismaður, fór yfir í störfum þingsins í dag, að enn og ný komi fram skoðanakönnun um viðhorf til aðildar Íslands að ESB. Að sögn Jóhönnu Maríu þá skiptir ekki máli hvaða samtök leggi spurninguna fram, meiri hlutinn sé á móti.
„Í morgun voru birtar niðurstöður úr nýjustu könnun þess efnis. Þar kemur fram að tæplega helmingur landsmanna er andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu. 49,1% svarenda sagðist andvígt inngöngu landsins í ESB. 32,8% sögðust hlynnt inngöngu en 18,1% svarenda var hvorki hlynnt né andvígt inngöngu,“ sagði Jóhanna María.
„Í könnuninni kemur einnig vel í ljós að það er enginn reginmunur á íbúum höfuðborgarsvæðisins og úti á landsbyggðinni, en þar sögðust 42% Reykvíkinga vera andsnúin inngöngu, í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarinnar eru 45% andvíg aðild og munurinn er svo enn meiri í öðrum sveitarfélögum landsins en þar eru 59% íbúanna andvíg aðild að ESB en 21% hlynnt,“ sagði Jóhanna María.
„Virðulegi forseti. Ég tel orðið tímabært að við klárum þetta mál,“ sagði Jóhanna María að lokum.
Könnunin var gerð fyrir Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum, og tók til 1.450 manns á öllu landinu, 18 ára og eldri, sem voru handahófsvaldir úr viðhorfahópi Capacent Gallup.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.
 
 

Categories
Fréttir

Birkir Jón nýr formaður sveitarstjórnarráðs

Deila grein

10/02/2015

Birkir Jón nýr formaður sveitarstjórnarráðs

Birkir-Jon-JonssonÁ fyrsta fundi nýs sveitarstjórnarráðs Framsóknar var Birkir Jón Jónsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, kjörinn til forystu. Aðrir í stjórninni eru Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðaráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar, og Ásgerður K. Gylfadóttir, sveitarstjórnarmaður á Hornafirði.
Birki Jón þarf vart að kynna fyrir flokksmönnum, fyrrverandi varaformaður Framsóknarflokksins, alþingismaður, aðstoðarmaður ráðherra og bæjarfulltrúi í Fjallabyggð. Það skal tekið fram að Birkir Jón er aðeins 35 ára gamall.
Hlutverk sveitarstjórnarráðs Framsóknar er að efla starfsemi Framsóknarflokksins á sviði sveitarstjórnarmála, að auka samstarf sveitarstjórnarmanna flokksins og vera flokksforystu og þingflokki framsóknarmanna til ráðuneytis.
Sveitarstjórnarráð skal koma saman a.m.k. einu sinni á ári en stjórnin ber eftir það ábyrgð á starfi ráðsins. Kjör stjórnar gildir þar til lokið er að kjósa í sveitarstjórnarráð að nýju eftir að kjörtímabil þess rennur út, 2018.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Verslunin hefur birgt sig upp með haustskipinu og bíður svo spennt eftir að vorskipið komi með nýjar birgðir

Deila grein

08/02/2015

Verslunin hefur birgt sig upp með haustskipinu og bíður svo spennt eftir að vorskipið komi með nýjar birgðir

Þorsteinn-sæmundsson„Á maður að trúa því að kaupmenn hafi birgt sig upp af sykri og sykruðum vörum nokkrum vikum áður en fyrirhuguð lækkun átti að koma til framkvæmda,“ spurði Þorsteinn Sæmundsson, alþingismaður, þingheim í liðinni viku. En rúmur mánuður er frá því að skattkerfisbreytingar urður, er lægra þrep virðisaukaskatts hækkaði og hærra þrepið lækkaði og nokkur vörugjöld lækkuðu.
„Það hefur verið fróðlegt að fylgjast með hvernig þessi framkvæmd hefur verið vegna þess að það ríður mjög á að kaupmenn sýni ábyrgð og skili þessu til neytenda. Það verður að segjast eins og er að það hafa komið fram nokkur tilvik þar sem greinilegt er að svo hefur ekki verið, sem er óþolandi,“ sagði Þorsteinn.
Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustunýlegt var í viðtali nýlega þar sem hann lét hafa eftir sér að það mundu líða nokkrar vikur, allnokkrar vikur, þangað til sykurskattslækkunin mundi skila sér að fullu til neytenda.
„Ég hugsaði með mér: Það er ekki logið upp á íslenska verslun. Á maður að trúa því að kaupmenn hafi birgt sig upp af sykri og sykruðum vörum nokkrum vikum áður en fyrirhuguð lækkun átti að koma til framkvæmda? Eða er það þannig að engin þróun hafi orðið hér í 100 ár? Hafa menn birgt sig upp með haustskipinu og bíða svo spenntir eftir að vorskipið komi með nýjar birgðir?,“ sagði Þorsteinn.
„Þessi viðbrögð af hálfu kaupmanna og tregða þeirra til þess að skila þeim skattkerfisbreytingum til neytenda sem átti að gera, hlýtur að kalla á sérstakar aðgerðir af hálfu þeirra sem hér sitja,“ sagði Þorsteinn.
Ræða Þorsteins Sæmundssonar:

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Húsnæðisbætur miðist við heildartekjur heimilis

Deila grein

08/02/2015

Húsnæðisbætur miðist við heildartekjur heimilis

Elsa-Lara-mynd01-vefurElsa Lára Arnardóttir, alþingismaður, vakti athygli á tillögum velferðarvaktarinnar um húsnæðismál á Alþingi í liðinni viku. Tillögur velferðarvaktarinnar lúta m.a. að því að komið verði á húsnæðisbótum til að jafna stöðu þeirra sem eru á leigumarkaði og þeirra sem búa í eigin húsnæði. En velferðarvaktin skilaði niðurstöðum til Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, í lok janúar.
„Eins og margir vita þá er kerfið þannig í dag að það eru bæði húsaleigubætur og vaxtabætur en ekkert jafnræði er á milli kerfanna hvað varðar umfang stuðning við þessa tvo hópa og það þarf að bæta. Auk þessa er fjallað um í tillögunum að fjárhæðir húsnæðisbóta muni miðast við heildartekjur heimilis en ekki fjölda fullorðinna heimilismanna, en innkoma efnaminni foreldra skerðist oft verulega við það þegar börn ná 18 ára aldri,“ sagði Elsa Lára.
Ræða Elsu Láru Arnardóttur:

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Jöfnun húshitunarkostnaðar

Deila grein

08/02/2015

Jöfnun húshitunarkostnaðar

ásmundurÁsmundur Einar Daðason, alþingismaður, ræddi húshitunar- og rafmagnskostnað í dreifbýli á Alþingi í síðustu viku. En fram er komið frumvarp frá iðnaðar- og viðskiptaráðherra er miðar að því að jafna dreifikostnað á raforku í hinum dreifðu byggðum landsins. „Það er vel og vil ég þakka hæstvirtum ráðherra fyrir það. Frumvarpið er nú til meðferðar í þinginu og bíður 2. umræðu,“ sagði Ásmundur Einar.
„Annað mál sem er gríðarlega mikilvægt snýr að jöfnun húshitunarkostnaðar á köldum svæðum. Það er nefnilega svo að vítt og breitt um landið í hinum dreifðu byggðum búa ekki allir við það að geta kynt hús sín með heitu vatni á jafn hagkvæman hátt og margir þekkja á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Þetta hefur í för með sér gríðarlegan kostnað fyrir þá einstaklinga, fyrir þau fyrirtæki og fjölskyldur sem búa á þessum svæðum,“ sagði Ásmundur Einar.
Báðir stjórnarflokkarnir kveða skýrt á um í flokksþings- og landsfundarályktunum sínum að það skuldi jafna húshitun á köldum svæðum. Sjálfstæðimenn sögðu á landsfundi: „Gengið verði til tafarlausra aðgerða til þess að lækka húshitunarkostnað þar sem hann er mestur.“ Og Framsóknarmenn sögðu: „Lagt verði á sérstakt jöfnunargjald sem verði notað til að greiða niður húsnæðiskostnað og flutningskostnað á raforku með það að leiðarljósi að jafna kostnað við húshitun á landsvísu.“ Loks segir í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar: „Unnið verður að jöfnun raforku- og húshitunarkostnaðar.“
Þrátt fyrir þetta hefur iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ragnheiður E. Árnadóttir, ekki enn lagt fram frumvarp um jöfnun á dreifikostnaði raforku.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

Jöfnun kostnaðar við húshitun og dreifingu raforku

Deila grein

05/02/2015

Jöfnun kostnaðar við húshitun og dreifingu raforku

ásmundurVíða á landsbyggðinni var mikið fjallað um jöfnun raforkukostnaðar fyrir síðustu kosningar. Flestir stjórnmálaflokkar og þar með talinn Framsóknarflokkurinn lagði áherslu á að jafna þennan kostnað. Til þess að það náist til frambúðar þá þarf að endurskoða núverandi löggjöf hvað þetta snertir. Þessi stefna er mörkuð í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar en þar segir orðrétt: „Unnið verður að jöfnun raforku- og húshitunarkostnaðar.“ Til að þrýsta á framgang málsins þá hefur undirritaður ítrekað tekið málið upp, nú síðast í umræðum á Alþingi 2. febrúar sl.

Staða málsins er sú að Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram frumvarp um jöfnun á dreifingarkostnaði raforku en það mál er nú í vinnslu á Alþingi og klárast nú á vorþingi. Frumvarpið gerir ráð fyrir að lagt verði sérstakt jöfnunargjald á þá raforku sem fer um dreifikerfi dreifiveitna með það að markmiði að standa undir fullri jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku til almennra notenda, þ.e. heimila og fyrirtækja sem fá raforku sína beint frá dreifiveitunum. Þetta þýðir að kostnaður við dreifingu raforku verður sá sami óháð því hvort viðkomandi er búsettur í þéttbýli eða dreifbýli.

Það er einnig réttlættismál að jafna raforkukostnað þeirra sem búa á köldum svæðum og þar hafa verið til skoðunar ýmsar leiðir. Ríkisstjórnin mun á næstu vikum leggja fram þingmál á Alþingi sem miðar að því að jafna að fullu húshitunarkostnað á köldum svæðum. Það er síðan mikilvægt að Alþingi nái að klára það mál nú á vorþingi þannig að þetta komist til framkvæmda sem fyrst.

Ríkisstjórnin mun jafna húshitunarkostnað á köldum svæðum og dreifikostnað raforku í dreifbýli. Það er mikilvægt að aðgerðirnar séu til frambúðar og að þær komist til framkvæmda fyrr en síðar. Með tilliti til byggðasjónarmiða og jafnræðis til búsetuvals, er ekki verjandi að verð á jafn mikilvægum nauðsynjum og rafmagni og húshitunarkostnaði skuli vera jafn breytilegur milli landsvæða og raun ber vitni.

Ásmundur Einar Daðason

Greinin birtist á www.bb.is 3. febrúar 2015.

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Opnir fundir í Norðvesturkjördæmi

Deila grein

05/02/2015

Opnir fundir í Norðvesturkjördæmi

Frambjóðendur Norðvestur 2013
Opnir fundir í kjördæmaviku Framsóknar. Þingflokkurinn mun þá verða á faraldsfæti og boðar til opinna funda til að ræða stöðu landsmálanna og einstök mál þar að lútandi. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Fundirnir í Norðvestur verða á eftirtöldum stöðum:
Sunnudagur 8. febrúar
Sauðárkrókur – Kaffi Krókur, kl. 13:00
Elsa Lára, Páll Jóhann, Karl
Blönduósbær – Hótel Blönduós, kl. 17:00
Elsa Lára, Páll Jóhann, Karl
Húnaþing vestra – Eyrarlandi 1, kl. 20:00
Elsa Lára, Páll Jóhann, Karl
Mánudagur 9. febrúar
Stykkishólmur – Hótel Stykkishólmur, kl. 12:00
Ásmundur Einar, Jóhanna María
Grundarfjörður – Sögumiðstöðin, kl. 17:30
Jóhanna María, Willum
Snæfellsbær – Veitingahúsinu Hrauni, Ólafsvík, kl. 20:30
Jóhanna María, Willum
Þriðjudagur 10. febrúar
Dalabyggð – Dalakot, kl. 12:00
Ásmundur Einar, Elsa Lára
Borgarbyggð – Landnámssetrið, kl. 17:30
Ásmundur Einar, Elsa Lára, Jóhanna María
Akranes – Gamla Kaupfélaginu, kl. 20:30
Ásmundur Einar, Elsa Lára
Miðvikudagur 11. febrúar
Hólmavík – Cafe Riis, kl. 12:00
Ásmundur Einar, Jóhanna María
Ísafjarðarbær – Framsóknarsalurinn Pollgötu 4, kl. 20:30
Ásmundur Einar, Jóhanna María
Fimmtudagur 12. febrúar
Reykhólar – Gamla samkomuhúsið, kl. 12:00
Gunnar Bragi, Ásmundur Einar, Elsa Lára, Jóhanna María
Patreksfjörður – Félagsheimilinu, kl. 20:30
Gunnar Bragi, Elsa Lára
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Opnir fundir í Suðurkjördæmi

Deila grein

05/02/2015

Opnir fundir í Suðurkjördæmi

Frambjóðendur Suður 2013
Opnir fundir í kjördæmaviku Framsóknar. Þingflokkurinn mun þá verða á faraldsfæti og boðar til opinna funda til að ræða stöðu landsmálanna og einstök mál þar að lútandi. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Fundirnir í Suðurkjördæmi verða á eftirtöldum stöðum:
Laugardagur 7. febrúar
Reykjanesbær – Framsóknarhúsinu Hafnargötu 62, kl. 10:30
Sigurður Ingi, Silja Dögg
Sunnudagur 8. febrúar
Hornafjörður – Nýheimar, fyrirlestrarsal, kl. 20:00
Sigurður Ingi, Silja Dögg
Mánudagur 9. febrúar
Mýrdalshreppur – Icelandair Hótel, kl. 20:00
Silja Dögg, Páll Jóhann
Rangárþing eystra – Félagsheimilinu Hvoli, Hvolsvelli, kl. 20:00
Sigurður Ingi, Ásmundur Einar
Þriðjudagur 10. febrúar
Vestmannaeyjar – Kaffi Kró, kl. 20:00
Silja Dögg, Páll Jóhann
Miðvikudagur 11. febrúar
Sandgerði – Sal grunnskólans, kl. 20:00
Silja Dögg, Frosti
Grindavík – Salthúsið, kl. 20:00
Sigurður Ingi, Páll Jóhann
Fimmtudagur 12. febrúar
Selfoss – Hótel Selfoss, kl. 20:00
Sigurður Ingi, Ásmundur Einar, Páll Jóhann
Laugardagur 14. febrúar
Uppsveitir Árnessýslu – Icelandair Hótel Flúðum, kl. 10:30
Sigurður Ingi, Karl
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Opnir fundir í Suðvesturkjördæmi

Deila grein

05/02/2015

Opnir fundir í Suðvesturkjördæmi

 
sud-vestur-kjordaemi_srgb_fyrir_vef-e1364317664133Opnir fundir í kjördæmaviku Framsóknar. Þingflokkurinn mun þá verða á faraldsfæti og boðar til opinna funda til að ræða stöðu landsmálanna og einstök mál þar að lútandi. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Fundirnir í Suðvestur verða á eftirtöldum stöðum:
Laugardagur 7. febrúar
Kópavogur – Framsóknarhúsið, Digranesvegi 12, kl. 11:00
Eygló, Willum, Þorsteinn
Mánudagur 9. febrúar
Seltjarnarnes – Rauða ljóninu, kl. 20:00
Eygló, Þorsteinn
Þriðjudagur 10. febrúar
Hafnarfjörður – Golfskála Keilis, kl. 20:00
Eygló, Þorsteinn, Willum
Miðvikudagur 11. febrúar
Garðabær – Framsóknarsalnum Kirkjulundi 19, kl. 20:00
Eygló, Willum, Þorsteinn
Fimmtudagur 12. febrúar
Mosfellsbær – Framsóknarsalnum, Þverholti 14, kl. 20:00
Eygló, Þorsteinn, Willum
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Opnir fundir í Reykjavík

Deila grein

05/02/2015

Opnir fundir í Reykjavík

sigrúnVHfrosti_SRGBKarl_SRGB
 
 
 
 
 
Opnir fundir í kjördæmaviku Framsóknar. Þingflokkurinn mun þá verða á faraldsfæti og boðar til opinna funda til að ræða stöðu landsmálanna og einstök mál þar að lútandi. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Fundirnir í Reykjavík verða á eftirtöldum stöðum:
Laugardagur 7. febrúar
Reykjavík – Grand Hótel við Sigtún, kl. 11:00
Sigrún, Frosti, Karl
Fimmtudagur 12. febrúar
Reykjavík – Hlaðan í Gufunesbæ, kl. 20:00
Vigdís, Karl,
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.