Categories
Greinar

„Fæðutöff“

Deila grein

19/05/2014

„Fæðutöff“

Sigurður Ingi JóhannssonEygló HarðardóttirVilt þú gera eitthvað skemmtilegt, fræðandi, mikilvægt og uppbyggjandi með börnunum þínum? Ef svarið er já, lestu þá áfram. Jamie Oliver, matargúru með meiru, hefur staðið fyrir alþjóðlegu átaki um skeið undir yfirskriftinni matarbyltingardagurinn 16. maí.  Tilgangurinn er að fá börn til að verða áhugasamari um mat. Allir sem umgangast börn eru hvattir til að kenna þeim að elda mat frá grunni og sýna þeim að slíkur matur er ekki bara bragðgóður heldur geta breyttar matarvenjur líka bætt heilsu og aukið hamingju og velferð þeirra.

Foreldrar – ömmur – afar
Nauðsynlegt er að komandi kynslóðir kunni skil á því að kaupa inn og matreiða úr hollu hráefni svo þær geti tileinkað sér heilbrigðan lífsstíl.  Börn dagsins munu að lokum taka við. Framtíðin er þeirra og því á ábyrgð okkar að þau alist upp með skilning á góðum mat, eða eins og Jamie orðar það upp á ensku „food-smart“. Átak Jamie Oliver er stórskemmtilegt og fróðlegt, en það má finna á www.foodrevolutionday.com. Í tilefni matarbyltingardagsins 16. maí viljum við hvetja alla foreldra, afa og ömmur landsins og aðra þá sem umgangast börn, til þess að taka þátt í átakinu og elda með börnunum góðan mat á föstudaginn eða um helgina.

Tökum þátt
Þeir sem smella ljósmynd af sér og börnum við eldamennskuna geta tekið þátt í ljósmyndahluta verkefnisins hér á landi. Þeir hinir sömu eru hvattir til að senda myndina til velferðaráðuneytisins á netfangið postur@vel.is.  Myndirnar verða birtar á vef ráðuneytisins í lok maí. Við hvetjum alla til að taka þátt í skemmtilega matarbyltingardeginum 16. maí. Eldum saman þannig að komandi kynslóðir verði meðvitaðar um hvað er hollt og gott. Hugum að velferð barnanna okkar.

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

Stór dagur fyrir heimilin

Deila grein

19/05/2014

Stór dagur fyrir heimilin

Sigmundur Davíð GunnlaugssonÍ gær var opnað fyrir umsóknir um leiðréttingu á höfuðstólslækkun verðtryggðra lána vegna óvænts verðbólguskots áranna í kringum efnahagshrunið. Það er í samræmi við þau loforð sem Framsóknarflokkurinn gaf kjósendum sínum fyrir síðustu kosningar og í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar.

Þetta er stór dagur fyrir landsmenn en um 100 þúsund heimili geta nýtt sér þau skuldalækkunarúrræði sem nú standa til boða. Þar með er ljóst að ríkisstjórnin hefur staðið við það loforð sitt að setja fólkið í landinu í forgang með því að leiðrétta forsendubrestinn sem yfir heimilin dundi við fall bankakerfisins, þegar hagvöxtur, kaupmáttur, atvinnuleysi og verðbólga fóru öll úr böndunum á sama tíma. Slíkt hefur ekki gerst áður í sama mæli í fyrri efnahagsþrengingum þjóðarinnar.

Skuldaleiðréttingin er réttlætisaðgerð en líka efnahagsleg aðgerð sem hefur, síðan hún kom fram í nóvember, hlotið jákvæðar umsagnir hjá erlendum aðilum sem horft er til í alþjóðlegu viðskiptalífi, eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og lánshæfismatsfyrirtækjum, sem hafa hækkað lánshæfismat Íslands í kjölfarið. Mikilvægast er þó að aðgerðirnar munu hafa mikil og jákvæð áhrif á skuldastöðu heimila í landinu og veita þannig heimilunum og þar með samfélaginu öllu öfluga viðspyrnu.

Samhliða þessum aðgerðum er unnið að mikilvægum breytingum á húsnæðislánakerfi landsmanna eins og félags- og húsnæðismálaráðherra kynnti fyrir skömmu. Breytingarnar eru m.a. til þess ætlaðar að bæta stöðu og kjör leigjenda og húsnæðissamvinnufélaga. Ríkisstjórnin hefur einnig samþykkt áætlun um framhald vinnu við afnám verðtryggingar á nýjum neytendalánum.

Á undanförnu ári hefur efnahagur landsins batnað til mikilla muna. 4.000 ný störf hafa orðið til, hagvöxtur er meiri en hann hefur verið í fjölmörg ár, verðbólga er með allra minnsta móti og kaupmáttur eykst hraðar en í nokkru öðru Evrópulandi. Á aðeins einu ári hafa þar náðst gríðarlega mikilvægir áfangar í því þríþætta markmiði ríkisstjórnarinnar að vinna bug á tjóni fortíðar, koma í veg fyrir að slík áföll endurtaki sig og bæta kjör á Íslandi. Við getum því horft bjartsýn fram á veginn í aðdraganda 70 ára afmælis lýðveldisins.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins

Greinin birtist í Fréttablaðinu 19. maí 2014

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

Hin raunverulega leiðrétting

Deila grein

18/05/2014

Hin raunverulega leiðrétting

Elsa-Lara-mynd01-vefurSilja-Dogg-mynd01-vefVið sem höfum barist fyrir leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána um langt skeið undrumst stundum hvernig umræðan hefur þróast. Þessa dagana fáum við ítrekaðar fyrirspurnir frá fólki sem vill vita hvenær það getur sótt um að fá leiðréttingu húsnæðislána. Margir hverjir eru í miklum vanda og búa við erfiðar aðstæður. Þetta fólk hefur beðið með óþreyju eftir því að Alþingi afgreiði frumvörp ríkisstjórnarinnar um skuldaleiðréttingu og séreignarsparnað. Um þetta spyr fólk í dag, hvar og hvenær get ég sótt um leiðréttingu lána minna?

Fólkið með litlu lánin
Við getum nefnt nýlega fyrirspurn sem við fengum frá öldruðum hjónum. Þau eru með mörg lífeyrissjóðslán, sum allt frá árinu 1983. Forsendubresturinn í kjölfar bankahrunsins hefur gert þessi „litlu“ lán illviðráðanleg. Hjónin eru komin á eftirlaunaaldur og hafa tekjur sem eru innan við 400.000 krónur samanlagt. Af því eiga þau að lifa og greiða af þessari lánasúpu. Það er þeim þungbært og þau hafa ekki fengið neina aðstoð til þessa. Fjöldi fólks er í svipaðri aðstöðu, er með lán sem íþyngja verulega og skerða lífsgæði. Þetta er venjulegt fólk sem hefur reynt að standa í skilum án þess að hafa fengið neina aðstoð. Það er vert að hafa í huga að fyrri aðgerðir hafa aðeins náð til 10% þeirra sem eru með verðtryggð lán. 90% fólks hafði ekki fengið neinar úrbætur.

Skuldarar einir með verðbólguáhættuna
Nú þegar verið er að lögfesta skuldalækkunarfrumvörp ríkisstjórnarinnar er eins og við höfum gleymt af hverju farið var í þessa vegferð. Var það ekki sú óánægja sem grasseraði meðal þjóðarinnar vegna forsendubrestsins sem stökkbreytti húsnæðislánum landsmanna? Meðal annars vegna þess að fjármagnseigendur voru í þeirri einstöku stöðu að það voru skuldarar sem báru verðbólguáhættuna vegna verðtryggingar. Í kjölfar bankahrunsins hefur verið ráðist í stórar efnahagsaðgerðir. Skuldir fyrirtækja hafa verið færðar að því sem greiðslugeta þeirra segir til um og gengistryggð lán hafa verið endurreiknuð vegna dóma Hæstaréttar. Þeir sitja eftir sem skulduðu verðtryggð lán á meðan holskeflan reið yfir. Það er hvorki réttlátt né sanngjarnt.

Hinn venjulegi Íslendingur
Þessi óánægja var svo sterk að málið varð að kosningamáli í síðustu alþingiskosningum. Síðasta ríkisstjórn brást þessu fólki og tillkynnti að ekki yrði meira að gert. Það gátu heimilin í landinu ekki sætt sig við. Leiðréttingin nú snýst ekki um örfáa vel stæða einstaklinga, hún snýst heldur ekki um óljósa hagfræði eða hagsmuni lánadrottna, eins og spunafræði stjórnarandstöðunnar gengur útá. Hún snýst um réttlæti og sanngirni til handa venjulegu fólki sem hefur staðið skil á sínum húsnæðislánum þrátt fyrir versnandi stöðu. Það er það sem ríkisstjórnin er að ná fram með skuldalækkunarfrumvörpum sínum eins og var lofað. Það er hin raunverulega leiðrétting.

Silja Dögg Gunnarsdóttir og Elsa Lára Arnardóttir

Greinin birtist í Fréttablaðinu 16. maí 2014.

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

Burt með verðtrygginguna

Deila grein

16/05/2014

Burt með verðtrygginguna

Elsa-Lara-mynd01-vefurVerkefnisstjórn um framtíðarskipan húsnæðismála hefur skilað af sér og niðurstöður þeirrar vinnu eru m.a. þær að tekið verði upp nýtt húsnæðislánakerfi þar sem lánveitingar til húsnæðiskaupa fara í gegnum sérstök og sérhæfð húsnæðislánafélög. Jafnframt kemur þar fram að húsnæðislán til framtíðar verði óverðtryggð, enda hafi nauðsynlegar kerfisbreytingar og mótvægisaðgerðir gert það kleift.

Sérstaklega mikilvægt  er að afnema verðtrygginguna af húsnæðislánum til að minnka vægi verðtryggingar á lánamarkaði. Nauðsynlegt er að stoppa þær eignatilfærslur sem hafa átt sér stað til fjölda ára. Eignatilfærslur sem verða þegar fjármálastofnanir soga til sín eignahluta heimilanna. En þá sorglegu staðreynd hafa margir séð gerast á undanförnum árum.

Hins vegar er það svo að greiðslubyrði óverðtryggðra lána er hærri en greiðslubyrði verðtryggðra lána er í upphafi lánstímans.  Þessi munur jafnar sig á um það bil tíu árum og snýst svo við, þannig að greiðslubyrði óverðtryggðra lána verður mun lægri en greiðslubyrði verðtryggðra lána er á síðari hluta lánstíma.

Í þessu samhengi er afar þarft að grípa til mótvægisaðgerða, til að koma á móts við hærri greiðslubyrði óverðtryggðra lána. Þessar mótvægisaðgerðir geta m.a. verið að nýta séreignasparnað til að greiða niður höfuðstól lána og er það alveg í takt við skuldaaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Einnig er hægt að breyta vaxtabótakerfinu á þann veg að bæturnar renni mánaðarlega beint inn á húsnæðislánin, í stað þess að vera greiddar út í peningum einu sinni á ári, eins og nú er.

Tillögur að ofangreindum mótvægisaðgerðum eru m.a. lagðar fram í séráliti sérfræðingahóps um afnám verðtryggingar af neytendalánum.

Í tillögum Verkefnisstjórnarinnar um framtíðarskipan húsnæðismála, er að mestu komið á móts við sérálit sérfræðingahópsins. Þar er m.a. lagt til að fólki verði gert kleift að nýta séreignasparnað til að húsnæðiskaup. Jafnframt er lagt til að breytingar verði á vaxtabótakerfinu þannig að bæturnar renni beint inn á höfuðstól lána á mánaðarfresti, með það að markmiði að létta greiðslubyrði íslenskra heimila.

Framsóknarmenn hafa talað fyrir afnámi verðtryggingar af neytendalánum. Þess vegna er afar ánægjulegt að sjá að ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið næstu skref í afnámi verðtryggingarinnar af neytendalánum. Ábyrgð þeirra verkefna eru hjá Fjármála – og efnahagsráðuneytinu, Velferðarráðuneytinu og Forsætisráðuneytinu.

Nú sjáum við loksins fram á að eignatilfærslur frá heimilunum til fjármálastofnana verði stöðvaðar. Við höfum ríkisstjórn sem sýnir kjark og þor í þessum efnum. Ríkisstjórn sem stígur mikilvæg skref, íslenskum heimilum til hagsbóta.

Elsa Lára Arnardóttir

Greinin birtist í DV 16. maí 2014

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Húsnæðismál rædd í Reykjanesbæ

Deila grein

15/05/2014

Húsnæðismál rædd í Reykjanesbæ

Eygló HarðardóttirEygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra fór yfir tillögur verkefnahóps um framtíðarskipan húsæðiskerfisins á fundi hjá Framsókn í Reykjanesbæ í sl. laugardag.
Húsnæðisbætur og jafnræði
Eygló lagði áherslu á að í vinnu verkefnahópsins hefði áhersla verið lögð á sem víðtækast samráð við þá sem koma að húsnæðismálum. Hópurinn hefði lagt fram tillögur sem nú væri verið að meta og skoða hvernig hægt væri að koma í framkvæmd.
Meðal þess sem verið er að fara yfir nú er að breyta núverandi rekstrarfyrirkomulagi Íbúðalánasjóðs, koma á húsnæðisbótum þ.e. að fólk fengi húsnæðisbætur hvort sem það væri að leigja eða kaupa íbúð. Nú fá leigjendur svokallaðar húsaleigubætur og kaupendur vaxtabætur en til að gæta meira jafnræðis þá er stefnan að báðir hópar fái húsnæðisbætur.
Hvatar til húsnæðissparnaðar
Verið er að skoða að séreignasparnað yrði varanlega hægt að greiða inn á höfuðstól lána og einnig er mikilvægt að komið verði á hvötum fyrir húsnæðissparnað. En þess má geta að nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til laga sem felur í sér skattaafslátt vegna húsnæðissparnaður. Fyrsti flutningsmaður þess er Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknar og meðal meðflutningsmanna er Silja Dögg Gunnarsdóttir: https://www.althingi.is/altext/143/s/0210.html
„Íslendingar geta sparað en hingað til hafa réttir hvatar kannski ekki verið til staðar. Það myndi breyta miklu ef ungt fólk ætti fyrir útborgun þegar það keypti sér sína fyrstu íbúð. Ef fólk kýs að kaupa ekki íbúð heldur leigja, þá mætti hugsa sér að sparnaðinn væri hægt að nota sem tryggingu fyrir leigu, en það reynist mörgum erfitt að reiða fram 3-6 mánaða leigu sem tryggingu þegar fólk flytur úr foreldrahúsum,“ sagði Eygló á fundinum.
reykjanesbaer-husnaedismal-eygloHúsnæðissamvinnufélög væri góð lausn
Húsnæðissamvinnufélög er leið sem gæti hentað mörgum að sögn Eyglóar og þarf að skoða nánar, lífeyrissjóðir, félagasamtök, verkalýðsfélög og fleiri gætu t.d. komið að stofnun slíkra félaga og þannig væri hægt að tryggja fólki öruggt húsnæð á góðum kjörum. „Ég hef oft talað um „Breiðholtsleiðina“ og þá á ég ekki við að við eigum að byggja nýtt Breiðholt, heldur fara þá leið sem farin var. Að félög taki sig saman og byggi upp íbúðir eins og gert var í Breiðholtinu,“ sagði Eygló.
Niðurstaða verkefnahópsins er að stefna beri á að bjóða aðeins upp á óverðtryggð neytendalán til húsnæðiskaupa.
Tómar íbúðir um allan bæ
Mjög fjörugar umræður urðu á fundinum. Fundarmenn höfðu allir sterka skoðanir á núverandi stöðu húsnæðismála á Suðurnesjum og sammála um að tillögur verkefnahóps yrðu til mikilla bóta en ráðherra hyggst leggja fram frumvörp á haustþingi sem í samræmi við þessar niðurstöður.
Brýnt er að finna lausnir og tryggja íbúum á Reykjanesi og um land allt, öruggt og heilnæmt húsnæði á sanngjörnum kjörum. Ástandið á húsnæðismarkaði er orðið mjög alvarlegt á svæðinu. Hér stendur mikið af húsnæði autt en á sama tíma er eftirspurn eftir leiguhúsnæði mjög mikil.
Eygló Harðardóttir tók undir með fundarmönnum að leysa þyrfti þess mál hið fyrsta með þeim lausnum sem ríkis- og sveitarstjórnir stæðu til boða innan ramma laga og reglna.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík

Deila grein

15/05/2014

Framboðslisti Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík

reykjavik-efstusaetiFramboðslisti Framsóknar og flugvallarvina fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar 31. maí hefur verið samþykktur. Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir, lögmaður, leiðir listann. Í öðru sæti er Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, héraðsdómslögmaður og í því þriðja er Gréta Björg Egilsdóttir, íþróttafræðingur. Framsóknarflokkurinn átti ekki fulltrúa í borgarstjórn á síðasta kjörtímabili.
Listinn skipa eftirtaldir:

  1. Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir, lögmaður
  2. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, héraðsdómslögmaður
  3. Gréta Björg Egilsdóttir, íþróttafræðingur
  4. Jóna Björg Sætran, menntunarfræðingur / kennari / markþjálfi
  5. Hreiðar Eiríksson, lögmaður
  6. Ingvar Mar Jónsson, flugstjóri
  7. Trausti Harðarson, viðskiptafræðingur
  8. Herdís Telma Jóhannesdóttir, verslunareigandi
  9. Katrín Salima Dögg Ólafsdóttir, verkefnastjóri/jafnréttisfulltrúi lögreglunnar
  10. Jón Sigurðsson, viðskiptafræðingur
  11. Margrét Jónsdóttir, laganemi
  12. Magnús Arnar Sigurðarson, ljósamaður
  13. Aurora Chitiga, viðskiptafræðingur
  14. Þórólfur Magnússon, flugstjóri
  15. Elka Ósk Hrólfsdóttir, hagfræðinemi
  16. Björgvin Víglundsson, verkfræðingur / eldri borgari
  17. Ólafur Haukur Ólafsson, forstöðumaður
  18. Guðbjörg G. Sveinbjörnsdóttir, viðskiptafræðingur
  19. Ólafur Hjálmarsson, vélfræðingur
  20. Steinunn Anna Baldvinsdóttir, guðfræðinemi
  21. Ásgeir Harðarson, ráðgjafi
  22. Ásgerður Jóna Flosadóttir, viðskiptafræðingur / formaður Fjölskylduhjálpar Íslands
  23. Jóhann Bragason, matreiðslumeistari
  24. Dorota Anna Zaorska, fornleifafræðingur
  25. María Ananina Acosta, yfirmatreiðslukona
  26. Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra
  27. Hallur Steingrímsson, vélamaður
  28. Áslaug Brynjólfsdóttir, fyrrv. fræðslustjóri í Reykjavík
  29. Sigrún Sturludóttir, eldri borgari
  30. Baldur Óskarsson, viðskiptafræðingur

Listann skipa 17 konur og 13 karlar.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

Ríka fólkið hans Árna Páls

Deila grein

14/05/2014

Ríka fólkið hans Árna Páls

Þorsteinn SæmundssonNú þegar hillir undir að ríkisstjórnarflokkarnir efni helstu og stærstu kosningaloforð sín fara andstæðingar stjórnarinnar hamförum í áróðri sínum gegn ráðstöfunum sem felast í frumvörpunum tveimur sem nú liggja fyrir þinginu. Því er haldið fram að aðgerðirnar auki verðbólgu, hækki vexti og skaði fjárhag ríkis og sveitarfélaga inn í framtíðina. Aðgerðin, sem er tvíþætt, almenn og reist á réttlæti og sanngirni, mun hafa lágmarksáhrif á verðbólgu og vexti. Hún mun til skamms tíma hafa nokkur áhrif á sveitarfélögin en allar líkur eru á að þau áhrif fjari út og að sveitarfélög og ríki muni til langs tíma hagnast vegna betri skuldastöðu heimilanna.

Því er nú haldið fram af hálfu andstæðinga ríkisstjórnarinnar að þeir tekjuhæstu og eignamestu muni hagnast mest á aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Því fer fjarri. Hið sanna er að helmingur skuldaniðurfellingarinnar gagnast fólki með heimilistekjur undir sex milljónum króna á ári eins og til dæmis tveimur ASÍ-félögum sem halda heimili saman. 60 prósent upphæðarinnar koma í hlut fólks með heimilistekjur undir átta milljónum á ári, svo sem eins og tveimur kennurum eða tveimur BSRB-félögum. 80 prósent upphæðarinnar renna til fjölskyldna sem skulda meira en helming í íbúðarhúsnæði sínu. Meðalfjárhæð niðurfærslu á hvert heimili er rúmlega 1,1 milljón krónur og tæplega helmingur heimila fær niðurfærslu á bilinu hálf til ein milljón krónur.

Þessir hópar, ASÍ-félagar með meðallaun og BSRB/BHR-fólk með meðallaun þeirra samtaka, sem getið er um hér að framan, eru samkvæmt grein formanns Samfylkingarinnar í Fréttablaðinu sl. mánudag ríka fólkið á Íslandi. Sú skilgreining kemur kannski ekki svo mikið á óvart þegar þess er gætt að ríkisstjórn sú sem formaðurinn sat í hífði láglaunafólk upp í milliskattþrep meðan hún sat að völdum. Þá ráðstöfun hefur núverandi ríkisstjórn þegar leiðrétt og hækkað tekjumark þeirra sem eru í neðsta skattþrepi.

Ríkisstjórnin er þannig alls ósammála formanni Samfylkingarinnar um að þessir hópar myndi hóp ríkra Íslendinga. Skattaráðstafanir ríkisstjórnarinnar munu skila fjölskyldunum í landinu 5 milljörðum króna í auknum ráðstöfunartekjum. Þannig lýsir núverandi ríkisstjórn yfir eindregnum stuðningi við heimilin í landinu og baráttu þeirra fyrir bættum lífskjörum.

Þorsteinn Sæmundsson

Greinin birtist í Fréttablaðinu 14. maí 2014.

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

Flýtimeðferð – já takk!

Deila grein

14/05/2014

Flýtimeðferð – já takk!

Silja-Dogg-mynd01-vefElsa-Lara-mynd01-vefurNú hefur Verkefnastjórn um framtíðarskipan húsnæðismála skilað af sér vinnu sinni og fyrirséð er að miklar breytingar mun verða á núverandi húsnæðiskerfi.  Lánafyrirkomulag breytist og stefnt er að því að öll húsnæðislán verði ótverðtryggð.  Óvissa ríkir enn um lögmæti verðtryggðra húsnæðislána og slík óvissa er slæm fyrir heimilin. Mikilvægt er að dómsmál varðandi lögmæti verðtryggingar fái flýtimeðferð í dómskerfinu svo fólk geti áttað sig á stöðu sinni og gert framtíðaráætlanir.

Burt með verðtrygginguna

Verkefnisstjórn um framtíðarskipan húsnæðismála hefur skilað af sér og niðurstöður þeirrar vinnu eru m.a. þær að tekið verði upp nýtt húsnæðislánakerfi þar sem lánveitingar til húsnæðiskaupa fara í gegnum sérstök og sérhæfð húsnæðislánafélög.  Jafnframt kemur það fram að húsnæðisláni til framtíðar verði óverðtryggð, enda hafi nauðsynlegar kerfisbreytingar og mótvægisaðgerðir gert það kleift.

Afar ánægjulegt er að sjá að verðtrygging á nýjum húsnæðislánum muni heyra sögunni til. Það mun án efa styrkja stöðu heimilanna og koma í veg fyrir að verðtryggingin muni soga til sín eignahluta fjölda heimila og flytja yfir til fjármálastofnanna.

Eru verðtryggð lán lögmæt?

Það er staðreynd að stór hluti íslenskra heimila eru með verðtryggð húsnæðislán.  Lán sem hafa hækkað upp úr öllu valdi sökum verðtryggingar og óða verðbólgu.

Skuldaaðgerðir Framsóknar – og Sjálfstæðisflokksins koma á móts við heimilin og  munu leiðrétta þann forsendubrest sem hér varð.  Enn verður þeirri spurningu ósvarað, það er hvort verðtryggð lán séu yfir höfuð lögmæt.  En fyrir dómstólum eru nú mál er snúa að lögmæti verðtryggingarinnar af neytendalánum.

Heimilin í járnum

Talsvert margir sem nú eru með verðtryggð lán hafa hug á því að koma þeim yfir í óverðtryggð lán.  Sérstaklega þegar ákveðnar kerfisbreytingar hafa verið gerðar á húsnæðislánamarkaði og mótvægisaðgerðir vegna hærri greiðslubyrgði lána hafa verið tryggðar.

Hins vegar bíða margir eftir því hver niðurstaða þeirra dómsmála verður er snýr að lögmæti verðtryggingarinnar og gera engar breytingar á lánum sínum fyrr en niðurstaða liggur fyrir.  Á meðan eru heimili landsins í óvissu um stöðu sína, sem er slæmt og við þessar aðstæður heldur verðtryggingin vægi sínu á lánamarkaði, sem er ekki óskastaða fyrir heimilin. Við því þarf að bregðast.

Flýtimeðferð samþykkt á Alþingi

Í þessu samhengi er afar mikilvægt að þau mál sem eru í gangi varðandi lögmæti verðtryggingarinnar, fái flýtimeðferð í gegnum dómskerfið.  Í fyrra sumar var samþykkt á Alþingi frumvarp sem tekur einmitt til þess, að gefa fordæmisgefandi málum er tengjast skuldamálum heimilanna, hraðari meðferð í gegnum dómskerfið.

Þar er lagt  til að í þeim dómsmálum þar sem ágreiningur er uppi um lögmæti þess að binda fjárskuldbindingu við gengi erlendra gjaldmiðla, vísitölu eða uppgjöri slíkra skuldbindinga, skuli hraða meðferð mála og veita þeim forgang fram yfir önnur mál sem bíða meðferðar hjá dómstólum.  Í því felst að dómari sjái til þess að allir frestir í máli séu eins stuttir og mögulegt er og að dómur sé kveðinn upp hið fyrsta.  Á þetta bæði við um mál sem rekin eru fyrir héraðsdómi og Hæstarétti.

Það er skoðun okkar að dómsmál er varða lögmæti verðtryggingarinnar af neytendalánum fái þessa flýtimeðferð sem lögin kveða á um.  Þá fyrst vitum við raunverulega hverju við þurfum að bregðast við.

Lán hafa verið dæmd ólögleg, það getur gerst aftur.

 

Elsa Lára Arnardóttir og Silja Dögg Gunnarsdóttir

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

Rétt skal vera rétt

Deila grein

13/05/2014

Rétt skal vera rétt

Elsa lára_SRGB_fyrir_vefTalsverð umræða hefur orðið um skuldaleiðréttingu ríkisstjórnar Framsóknar – og Sjálfstæðisflokksins. Nokkur gagnrýni hefur verið um aðgerðirnar og hefur hún m.a. snúist um að þær gagnist að mestu þeim eignameiri og tekjuhærri. Þessi gagnrýni hefur verið nokkuð hávær frá stjórnarandstöðunni, sem hefur verið dugleg að halda þeirri villandi umræðu á lofti.

Tölulegar staðreyndir um skuldaleiðréttinguna

Skuldaleiðréttingafrumvörp ríkisstjórnarinnar eru samtals 150 milljarðar króna  að umfangi og ná þau saman, til allra þeirra heimila sem eru með verðtryggð húsnæðislán.

25 % af heildarupphæð höfuðstólsleiðréttingarinnar fer til heimila með heildar árstekjur undir 4 milljónum. Tæplega helmingur leiðréttingarinnar fer til heimila með heildar árstekjur undir 6 milljónum og um 60 % leiðréttingarinnar fer til heimila með heildar árstekjur undir 8 milljónum.

Það er staðreynd að hlutfall fjárhæðar niðurfærslu og árstekna er hærra hjá tækjulægri heimilum en þeim tekjuhærri og meðalfjárhæð niðurfærslu hækkar eftir því sem börn á heimili eru fleiri.

Jafnframt er hlutdeild þeirra sem skulda 30 milljónir króna eða meira, rétt rúmlega 20 % af heildarumfangi leiðréttingarinnar. En flest heimili skulda á bilinu 10 – 30 milljónir króna, því  kemur stærstur hluti leiðréttingarinnar hjá þeim hópi eða 65 % upphæðarinnar.  Lægri skuld leiðir af sér lægri leiðréttingu.

Tölulegar staðreyndir um fyrri aðgerðir

Vegna þeirrar gagnrýni stjórnarandstöðunnar, að leiðrétting ríkisstjórnar Framsóknar – og Sjálfstæðisflokksins gagnist að mestu þeim eignameiri og tekjuhærri, þá er tilvalið að rýna í tölur úr skuldaaðgerðum ríkisstjórnarinnar sem kenndi sig við félagslegan jöfnuð og réttlæti.

Þar kemur í ljós að á síðasta kjörtímabili voru samtals 45 milljarðar af verðtryggðum húsnæðisskuldum færðar niður,  m.a. vegna 110 % leiðarinnar. Þær aðgerðir nýttust aðeins um 10% heimila með verðtryggðar húsnæðisskuldir, þ.e. um 7.300 heimilum. Um 1% heimilanna fékk um helming niðurfærslunnar, rúmlega 20 milljarða króna.  Þessi 1% heimila, það eru 775 heimili, fengu allt yfir 15 milljóna króna  niðurfærslu en meðaltal niðurfærslna var 26 milljónir króna. Meðaltekjur þessara heimila á mánuði árið 2009  voru 750 þúsund  krónur  en um tugur þessara heimila var með meðaltekjur yfir 2 milljónir króna á mánuði. Einnig fengu um 95% þessara 775 heimila sérstakar vaxtabætur frá ríkinu vegna húsnæðisskulda að fjárhæð tæplega 300 milljónir króna.

Á gagnrýnin rétt á sér?

Ef horft er á samanburðartölur milli aðgerða ríkisstjórnar Framsóknar – og Sjálfsstæðisflokksins og hins vegar aðgerða ríkisstjórnarinnar sem kenndi sig við réttlæti og jöfnuð, þá sýna fyrirliggjandi gögn að 30% af heildarfjárhæð 110% leiðarinnar fór til heimila með yfir 10 milljónir króna tekjur í árslaun en um 25% af núverandi aðgerðum fara til heimila með sömu tekjur.

Sérstakar vaxtabætur námu 10 milljörðum króna, á tveggja ára tímabili, í valdatíð síðustu ríkisstjórnar. Áhrif þeirra aðgerða á tekjuhópa eru að mestu leyti svipuð áhrifum skuldaleiðréttingarinnar á tekjuhópana. Þó er athyglisvert að heimili með tekjur undir 4 milljónum króna fengu 21% af sérstökum vaxtabótum en áætlað er að sami tekjuhópur fái 24% í aðgerðum ríkisstjórnarinnar nú.

Hægt er að halda því fram að gagnrýni stjórnarandstöðunnar sé ekki réttmæt og óhætt er að vísa henni aftur til föðurhúsanna.

Elsa Lára Arnardóttir

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

110% leið hálaunafólksins

Deila grein

13/05/2014

110% leið hálaunafólksins

thorsteinn-saemundssonelsa
Ásmundur Einar DaðasonÍ umræðum um skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar hefur kennt ýmissa grasa. Stjórnarandstaðan hefur ýmist haldið því fram að of lítið eða of mikið sé gert og að frumvörpin hefðu átt að koma fyrr eða alls ekki. Þá hefur því verið haldið fram að frumvörpin nýtist fyrst og fremst hinum tekjuhærri og séu því ósanngjörn. Samkvæmt opinberum gögnum má hins vegar komast að því hver áhrif hinna takmörkuðu aðgerða fyrri ríkisstjórnar voru á einstaka tekjuhópa.

Samtals voru um 45 milljarðar króna af verðtryggðum húsnæðisskuldum færðir niður vegna aðgerða fyrri ríkisstjórnar. Megnið af því fjármagni kom til vegna flaggskipsins, 110% leiðarinnar, en eins og kunnugt er fól sú leið í sér að bankar viðurkenndu að lán sem ekki væri hægt að standa skil á væru töpuð. Aðgerðir fyrri ríkisstjórnar nýttust aðeins um 10% heimila með verðtryggðar húsnæðisskuldir. Um 1% heimilanna fékk um helming niðurfærslunnar, eða rúmlega 20 milljarða króna. Þetta 1% heimilanna, eða 775 heimili, fékk yfir 15 milljóna króna niðurfærslu og var meðaltal niðurfærslunnar um 26 milljónir króna. Meðaltekjur þessara heimila á mánuði á árinu 2009 voru um 750 þúsund en um tugur þessara heimila var með meðaltekjur yfir tvær milljónir króna á mánuði. Til að fullkomna hið félagslega réttlæti norrænu velferðarstjórnarinnar þá fengu um 95% þessara 775 heimila sérstakar vaxtabætur frá ríkinu vegna húsnæðisskulda að fjárhæð tæplega 300 milljónir króna.

Handhöfum hins stóra sannleika um félagslegt réttlæti á Alþingi hefur verið tíðrætt um tekjuáhrif leiðréttingarfrumvarpa ríkisstjórnarinnar. Dreifing niðurfærslunnar eftir tekjuhópum í aðgerðum fyrri ríkisstjórnar var svo sannarlega hinum tekjuhærri í hag í samanburði við fyrirliggjandi frumvarp ríkisstjórnarinnar um leiðréttingu húsnæðislána. Í 110% leiðinni fóru 30% heildarfjárhæðarinnar til heimila með yfir 10 milljón króna tekjur en 25% í Leiðréttingunni, sem þó nær til mun fleiri heimila.

Síðasta ríkisstjórn stakk örlítilli dúsu upp í landann með sérstökum vaxtabótum sem námu samtals rúmlega 10 milljörðum króna á tveimur árum. Áhrif þeirrar aðgerðar á tekjuhópa er að mestu leyti svipuð og áætluð áhrif Leiðréttingarinnar á tekjuhópa. Þó er athyglisvert að heimili með tekjur undir 4 milljónum króna fengu um 21% af sérstökum vaxtabótum en áætlað er að sami tekjuhópur fái um 24% af Leiðréttingunni.

Frumvörp ríkisstjórnarinnar gefa um 100 þúsund heimilum tækifæri til að lækka húsnæðisskuldir sínar eða spara til kaupa á húsnæði. Lækkun skulda getur orðið allt að 20% ef úrræðin eru nýtt að fullu. Leiðréttingin er sanngjörn og hefur jákvæð efnahagsleg áhrif. Skuldir fyrirtækja hafa verið færðar að því sem greiðslugeta þeirra segir til um og gengistryggð lán hafa verið endurreiknuð vegna dóma Hæstaréttar. Þá hafa fjármagnseigendur verið í sterkri stöðu þar sem skuldarar bera verðbólguáhættuna vegna verðtryggingar. Þeir sitja eftir sem skulduðu verðtryggð lán á meðan holskeflan reið yfir. Það er hvorki réttlátt né sanngjarnt.

Ríkisstjórnin setur fólkið í forgang með því að leiðrétta forsendubrestinn með jákvæðum hvötum og gefur öllum tækifæri á að horfa til framtíðar. Hátekjuheimili með tugmilljóna króna niðurfærslu fá að sjálfsögðu ekki leiðréttingu samkvæmt leið ríkisstjórnarinnar. En norræna velferðarstjórnin taldi ástæðu til að að veita þeim heimilum sérstakar vaxtabætur til viðbótar við niðurfærsluna.

Ásmundur Einar Daðason, Elsa Lára Arnardóttir og Þorsteinn Sæmundsson

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.