Categories
Fréttir

Dagur Austri kominn út

Deila grein

22/04/2013

Dagur Austri kominn út

daguriaustri2013Blaðið Dagur Austri, sem er gefið út í Norðausturkjördæmi, kemur út í dag.

Blaðinu er dreift á heimili og í fyrirtæki á svæðinu.

Hér getið þið nálgast blaðið á PDF formi

Categories
Fréttir

Ríkisstjórn sem þorir

Deila grein

20/04/2013

Ríkisstjórn sem þorir

xbfundurGrandHotel-01„Miðað við málflutning annarra flokka er nú komin upp augljós hætta á því að hér muni skapast verðtryggingarríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Ríkisstjórn sem mun standa vörð um verðtrygginguna og lítur sem svo á að íslensk heimili eigi ekki inni leiðréttingu eftir hrunið. Ríkisstjórn sem er tilbúin að beygja sig undir kröfur erlendra kröfuhafa en er ekki tilbúin að standa með íslenskum heimilum. Ég trúi því ekki að Íslendingar vilji þannig ríkisstjórn, ég trúi því að Íslendingar vilji ríkisstjórn sem þorir.“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson m.a. í ræðu sinni á fjölmennum fundi Framsóknar á Grand Hótel í dag. „Við megum ekki, enn og aftur, glata þeim tækifærum sem stendur þjóðinni til boða þegar kemur að réttlæti fyrir heimilin.“
Nú þegar slétt vika er í kosningar hefur kosningabaráttan harðnað og mikið hefur verið sótt að Framsókn sem hefur mælst stærsti flokkur landsins upp á síðkastið.  Sigmundur varaði fundargesti við erfiðri viku framundan en biðlaði jafnframt til þeirra að halda sig á málefnalegum nótum í allri gagnrýni á aðra flokka: „Þetta verður ljót kosningabarátta. Andstæðingar okkar, bæði til hægri og vinstri, virðast ekki sjá aðra leið en að ráðast á Framsókn og það er ekki gert á málefnalegum grundvelli. Flestir aðrir flokkar hafa síðustu vikur viðurkennt að aðferðir Framsóknar eru raunhæfar. En þrátt fyrir það hafa þeir ekki þor til að taka á verkefnunum. Rökþrota um málefnin ráðast þeir því á okkur á persónulegan hátt. Þann hátt sem ég vildi að væri horfinn úr íslenskum stjórnmálum. Framsóknarmenn munu ekki taka þátt í þannig kosningabaráttu. Við munum standa fyrir málefnalegri kosningabaráttu og berjast fyrir því að okkar baráttumál, afnám verðtryggingar og leiðrétting stökkbreyttra lána, nái fram að ganga. Eina leiðin til að tryggja að þessi mál nái fram að ganga er að Framsókn fái nægilega mikinn og góðan stuðning til að samningsstaða flokksins sé sem sterkust þegar kemur að því að mynda ríkisstjórn.“
Hér má finna myndir af fundinum:
https://www.flickr.com/photos/framsokn/
 

Categories
Fréttir

Hvað vilt ÞÚ vita? – Stórfundur á Grand Hótel

Deila grein

18/04/2013

Hvað vilt ÞÚ vita? – Stórfundur á Grand Hótel

Rvk_A5_flyer_austurb_r_fundur_
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Categories
Fréttir

Kosningastefnuskráin komin á vefinn

Deila grein

14/04/2013

Kosningastefnuskráin komin á vefinn

StefnuskraMyndKosningastefnuskrá Framsóknar 2013 er komin á netið í PDF formi sem bæði er hægt að skoða á vefnum eða hlaða niður.
Hér nálgist þið stóra útgáfu af kosningastefnuskránni
Hér nálgist þið minni útgáfu af kosningastefnusránni

Categories
Fréttir

Sigmundur Davíð í Forystusætinu á RÚV

Deila grein

11/04/2013

Sigmundur Davíð í Forystusætinu á RÚV

Sigmundur Davíð mætti í Forystusætið á RÚV, miðvikudaginn 10. apríl, þar sem hann útskýrði og svaraði algengum spurningum um stefnu Framsóknar.
Smellið hér til að sjá þáttinn í heild sinni.
forystusaetid2013
 

Categories
Fréttir

Framsókn á samfélagsmiðlum

Deila grein

10/04/2013

Framsókn á samfélagsmiðlum

social mediaNú eru þéttskipulagðir dagar og mikið fjör hjá frambjóðendum og starfsfólki Framsóknar um land allt. Ykkur gefst tækifæri á að fylgjast enn betur með flokksstarfinu en Framsókn er notandi á öllum helstu samfélagsmiðlum sem í boði eru.
Hér er listi yfir helstu miðla Framsóknar.
Facebooksíða Framsóknar
Twittersíða Framsóknar
Instagram Framsóknar
Youtubesíða Framsóknar
Flickrsíða Framsóknar
Facebooksíða Framsóknar í Norðvesturkjördæmi
Facebooksíða Framsóknar í Suðvesturkjördæmi
Facebooksíða Landssambands framsóknarkvenna
Facebooksíða Sambands ungra framsóknarmanna
Heimasíða Sambands ungra framsóknarmanna
Til að finna upplýsingar um facebooksíður og heimasíður einstakra frambjóðenda og þingmanna, smellið hér og veljið viðkomandi.

Categories
Fréttir

Húsfyllir í Garðabæ

Deila grein

09/04/2013

Húsfyllir í Garðabæ


Image 13“Ég vil að við og börnin okkar búum við kerfi þar sem við getum tekið skynsamlegar ákvarðanir fyrir okkur og samfélagið í heild.”
sagði Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknar á fjölmennum verðtryggingarfundi í Garðabæ í gærkvöldi. Um 200 manns mættu á fund Framsóknar þar sem verðtryggingin og skuldamál heimilanna var umræðuefnið.
Auk Eyglóar voru Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsforingi frá Akranesi og Ólafur Arnarson, hagfræðingur, með framsögur en þeir hafa farið mikinn í umræðunni um afnám verðtryggingarinnar og leiðréttingu stökkbreyttra lána heimilanna.
 
“Númer eitt, leiðrétting skuldsettra heimila. Númer tvö, afnám verðtryggingarinnar og númer þrjú, efling atvinnulífsins” svaraði Eygló þegar hún var spurð um hver aðalatriði Framsóknar væru á komandi kjörtímabili.
Frekari upplýsingar veitir
Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknar
S: 895 5719
eyglo@althingi.is
og
Jón Ingi Gíslason
S: 894 0224
joningi@framsokn.is
Categories
Fréttir

Fylgist með á Twitter í kvöld!

Deila grein

08/04/2013

Fylgist með á Twitter í kvöld!

twitterlogoFramsókn mun vera með beinar stöðuuppfærslur af stóra verðtryggingarfundinum sem verður haldinn í hátíðarsal Fjölbrautarskólans í Garðabæ í kvöld.
Hér er Twittersíða Framsóknar
Hér eru nánari upplýsingar um fundinn

Categories
Fréttir

Hraðstefnumót við frambjóðendur í Reykjavík

Deila grein

08/04/2013

Hraðstefnumót við frambjóðendur í Reykjavík

6.april2013-10Framsókn í Reykjavík bauð kjósendum upp á hraðstefnumót með frambjóðendum flokksins laugardaginn 6. apríl. Mjög góð mæting var á Suðurlandsbrautinni og voru umræður fjörugar. Þetta bráðskemmtilega fyrirkomulag á umræðum hefur slegið í gegn, en frambjóðendur fara á milli lítilla hópa kjósenda sem gefst kostur á að spyrja þá spjörunum úr.
 
Fleiri myndir af viðburðinum má finna hér

Categories
Fréttir

Stórfundur um verðtrygginguna í Garðabæ 8. apríl

Deila grein

07/04/2013

Stórfundur um verðtrygginguna í Garðabæ 8. apríl

Opinn fundur um brýnustu hagsmunamál heimila og fyrirtækja í landinu verður haldinn í hátíðarsal Fjölbrautarskólans í Garðabæ, við Bæjarbraut í Garðabæ, mánudaginn 8, apríl kl. 20.00
verdtrygging gardabae