Opinn fundur um brýnustu hagsmunamál heimila og fyrirtækja í landinu verður haldinn í hátíðarsal Fjölbrautarskólans í Garðabæ, við Bæjarbraut í Garðabæ, mánudaginn 8, apríl kl. 20.00
07/04/2013
Stórfundur um verðtrygginguna í Garðabæ 8. apríl07/04/2013
Stórfundur um verðtrygginguna í Garðabæ 8. apríl18/03/2013
Framsókn bætir enn við sig fylgi15/03/2013
Framsókn mælist með 25,9% fylgi15/03/2013
Sigmundur Davíð og Siv heimsóttu MR-ingaSigmundur Davíð og Siv kíktu við í Menntaskóla Reykjavíkur sl fimmtudag, en þau luku bæði námi þaðan. Var það hluti af kynningu á þeim stjórnmálaflokkum sem bjóða fram lista til alþingiskosninga núna í vor.
Fengu þau margar góðar spurningar frá nemendum og má þar nefna um afnám gjaldeyrishafta, hvað möguleikar eru á ríkisstjórnarsamstarfi eftir kosningar og jákvæð áhrif reykingabanns á íslenskum veitinga- og skemmtistöðum.
Sigmundur Davíð hitti svo á barnabarnabarn Tryggva Þórhallssonar fv. forsætisráðherra, Pétur Björnsson sem er meðstjórnandi í Framtíðinni, nemendafélagi MR.
Tryggvi Þórhallsson var forsætisráðherra Íslands (1927-1932), formaður Framsóknarflokksins (1927-1932) og Ritstjóri Tímans (1917-1927). Varð hann síðan Bankastjóri Búnaðarbankans 1932 til æviloka 1935 en hann lést aðeins 46 ára.
Nánar um Tryggva Þórhallsson: https://www.althingi.is/altext/cv.php4?nfaerslunr=582
15/03/2013
Sameiginlegur laugardagsfundur Reykjavíkur og Suðvesturkjördæmis15/03/2013
Framsóknarmenn leggja fram málamiðlunartillögu um auðlindaákvæði í stjórnarskrá
Þingflokkur framsóknarmanna telur að tími til heildarbreytinga á stjórnarskrá sé fyrir löngu útrunninn á yfirstandandi þingi. Þingflokkurinn leggur því til að lögð verði áhersla á að ná sátt um að mikilvægt ákvæði um auðlindir í þjóðareign verði bætt í núgildandi stjórnarskrá og að flokkarnir einbeiti sér eingöngu að því að klára það ákvæði á næstu dögum.
Ákvæði um auðlindir í þjóðareign verði bætt við núgildandi stjórnarskrá.
Þingflokkur framsóknarmanna leggur til að allir flokkar á Alþingi sameinist um að ákvæði um þjóðareign á auðlindum verði bætt við núgildandi stjórnarskrá.
Þar sem tími til afgreiðslu málsins er skammur leggur þingflokkurinn til, að ráði sérfræðinga, að auðlindaákvæðið byggi á niðurstöðu auðlindanefndar sem kosin var af Alþingi og skilaði áliti árið 2000. Lagt er til að við það verði bætt ákvæði um að óheimilt sé að framselja ríkisvald vegna auðlinda til alþjóðlegra stofnana. Með því að nýta ákvæði, sem þegar hefur náðst víðtæk samstaða um, má sætta sjónarmið og greiða fyrir skjótri afgreiðslu málsins.
Lagt er til að ákvæðið verði því svo hljóðandi:
Náttúruauðlindir og landsréttindi sem ekki eru háð einkaeignarrétti eru þjóðareign eftir því sem nánar er ákveðið í lögum. Handhafar löggjafar- og framkvæmdarvalds fara með forsjá, vörslu og ráðstöfunarrétt þessara auðlinda og réttinda í umboði þjóðarinnar. Óheimilt er að framselja ríkisvald vegna slíkra auðlinda til alþjóðlegra stofnana.
Náttúruauðlindir og landsréttindi í þjóðareign má ekki selja eða láta varanlega af hendi til einstaklinga eða lögaðila. Þó má veita þeim heimild til afnota eða hagnýtingar á þessum auðlindum og réttindum gegn gjaldi, að því tilskildu að hún sé tímabundin eða henni megi breyta með hæfilegum fyrirvara eftir því sem nánar er ákveðið í lögum. Slík heimild nýtur verndar sem óbein eignarréttindi.
Náttúruauðlindir og landsréttindi í þjóðareign ber að nýta á sem hagkvæmastan hátt og á grundvelli sjálfbærrar þróunar og skal arði af þeim varið til þess að vernda auðlindirnar, rannsaka þær og viðhalda þeim, svo og til hagsældar fyrir þjóðina að öðru leyti.
Formenn flokka gefi út sameiginlega yfirlýsingu um framhald stjórnarskrármálsins.
Þingflokkur framsóknarmanna leggur til að formenn allra flokka á Alþingi gefi út sameiginlega yfirlýsingu sem kveði á um framhald vinnu við endurskoðun stjórnarskrárinnar á næsta kjörtímabili. Af hálfu þingflokks framsóknarmanna er skýr vilji til að halda vinnunni áfram, sbr. ályktun nýliðins 32. flokksþings framsóknarmanna þar sem segir: „Framsóknarflokkurinn mun beita sér fyrir því að ljúka endurskoðun stjórnarskrárinnar á komandi kjörtímabili. Við þá vinnu verði höfð hliðsjón af fyrirliggjandi gögnum.“
Ákvæði um breytingar á stjórnarskrá verði óbreytt frá því sem nú er.
Þingflokkur framsóknarmanna styður ekki tillögur að breytingum á breytingaákvæði núgildandi stjórnarskrár.
Þingflokkurinn hefur lagt áherslu á að sátt ríki um þær breytingar sem gerðar eru á stjórnarskránni. Núgildandi breytingaákvæði hefur á liðnum árum verið mikilvægur liður í að skapa þrýsting á stjórnmálamenn um að ná samstöðu og sátt um breytingar á stjórnarskrá.
Sú vissa að tvö Alþingi þurfi til að samþykkja samhljóða breytingar á stjórnarskrá minnkar líkur á að breytingar á grundvallarlögum ríkisins séu keyrðar í gegn um Alþingi í ágreiningi milli fylkinga, þar sem alþingismenn og þingflokkar þurfa ætíð að taka tillit til mögulega skiptra skoðana á næsta þingi. Við núverandi aðstæður telur þingflokkur framsóknarmanna því eðlilegt að ákvæði um breytingar á stjórnarskrá sé aðeins breytt eftir að sátt hefur náðst um endurskoðun stjórnarskrárinnar að öðru leyti.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
formaður Framsóknarflokksins
Gunnar Bragi Sveinsson
formaður þingflokks framsóknarmanna
15/03/2013
Ólafsstofa við háskólann á AkureyriÞann 1. mars sl. hélt Framsókn málþing um líf og störf Ólafs Jóhannessonar fyrrverandi formann flokksins og forsætisráðherra, í tilefni af aldarafælisdegi hans.
Margt góðra gesta ávarpaði málþingið, bæði samferðamenn Ólafs, svo og fulltrúar frá háskólasamfélaginu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins flutti hátíðarávarp og minntist Ólafs. Páll Pétursson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra Framsóknarflokksins, var samþingmaður Ólafs og fór hann yfir samstarf þeirra. Leó E. Löve var heimagangur á heimili Ólafs og frú Dóru. Hann rifjaði upp æskuminningar og hina hliðina á Ólafi, sem eiginmanns og heimilsfaðirs. Guðmundur G. Þórarinsson, samþingmaður Ólafs fór yfir viðbrögð hans við Vestmannaeyjagosinu og uppbyggingu í kjölfarið í eyjum. Helgi Ágústsson, fyrrverandi sendiherra var ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu þegar Ólafur var utanríkisráðherra og fór hann ítarlega yfir feril Ólafs. Hafsteinn Þór Hauksson, lektor í almennri lögfræði og réttarheimspeki við lagadeild Háskóla Íslands, þar sem Ólafur Jóhannesson var prófessor ávarpaði málþingið og bar fyrirlestur hans heitið „veðrabrigði eða nátttröll“ en það er tilvísun í inngang í bók Ólafs um stjórnskipun Íslands.
Þau ánægjulegu tíðindi áttu sér stað að Ágúst Þór Árnason, deildarformaður lagadeildar Háskólans á Akureyri, tilkynnti formlega á málþinginu að sett hafi verið á fót Ólafsstofa við Háskólann í tilefni af aldar afmælinu. Mun sú stofnun leggja áherslu á stjórnskipunarrétt sem fræðigrein. Með þessari ákvörðun er Háskólinn á Akureyri að marka tímamót og koma fræðigreininni á þann stall sem hún á skilið. Að lokum er Kristrúnu og Dóru Ólafsdætrum þakkað fyrir að hafa gefið leyfi sitt fyrir málþinginu.
27/02/2013
Ályktanir af flokksþingi 2013
Ályktanir af flokksþingi Framsóknar sem haldið var helgina 8. – 10. febrúar 2013 eru komnar inn.
Hér getið þið nálgast ályktanirnar í heild