Categories
Fréttir

Staðreyndir um hin nýja þingflokk Framsóknar

Deila grein

29/04/2013

Staðreyndir um hin nýja þingflokk Framsóknar

Gaman er að skoða nokkrar staðreyndir um hin nýja þingflokk Framsóknar.

  • Meðalaldur þingmanna í þingflokknum er tæplega 44 ára.
  • Þar af er helmingur þingmanna yngri en 45 ára.
  • Bæði verður yngsti og elsti þingmaður Alþingis í þingflokk Framsóknar. Það eru þær Jóhanna María Sigmundsdóttir (fædd 1991) og Sigrún Magnúsdóttir (fædd 1944) en 47 ár skilja þær að.
  • Kynjaskiptingin er 57,8% karlar og 42,1% konur.
  • Sigmundur Davíð, Gunnar Bragi og Sigurður Ingi eru allir fyrstu þingmenn síns kjördæmis. 

Aðrar skemmtilegar staðreyndir um þingflokk framsóknarmanna:

  • Frosti Sigurjónsson spilar á gítar og er meðlimur í bílskúrsbandi.
  • Jóhanna María sem er sauðfjárbóndi, á um 100 háhæluð skópör
  • Haraldur Einarsson er fljótastur á landinu, hann er Íslandsmeistari í 60m hlaupi 2013.
  • Gunnar Bragi á tvíbura syni.
  • Willum Þór þjálfaði KR til sigurs í úrvalsdeildinni 2002 og 2003 í knattspyrnu og gerði Val að Íslandsmeistörum 2007.
  • Sigrún Magnúsdóttir kom á fót Sjóminjasafni Reykjavíkur.
  • Vigdís Hauksdóttir varð Íslandsmeistari í blómaskreytingum áður en hún lærði lögfræði og settist á þing.

Fleiri skemmtilegar staðreyndir um þingflokk Framsóknar verða birtar á morgun.

Categories
Fréttir

Framsókn fékk 19 þingmenn

Deila grein

28/04/2013

Framsókn fékk 19 þingmenn

Framsókn fékk 19 þingmenn, alla kjördæmakjörna í Alþingiskosningum 2013.
Þeir eru:

Norðaustur

– Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
– Höskuldur Þór Þórhallsson
– Líneik Anna Sævarsdóttir
– Þórunn Egilsdóttir

Norðvestur

– Gunnar Bragi Sveinsson
– Ásmundur Einar Daðason
– Elsa Lára Arnardóttir
– Jóhanna María Sigmundsdóttir

Suður

– Sigurður Ingi Jóhannsson
– Silja Dögg Gunnarsdóttir
– Páll Jóhann Pálsson
– Haraldur Einarsson

Suðvestur

– Eygló Harðardóttir
– Willum Þór Þórsson
– Þorsteinn Sæmundsson

Reykjavík suður

– Vigdís Hauksdóttir
– Karl Garðarsson

Reykjavík norður

– Frosti Sigurjónsson
– Sigrún Magnúsdóttir
Til þess að kynnast þingmönnum Framsóknar nánar má skoða youtube rás framsóknar  eða lesa um þá hér

Categories
Fréttir

Kosningavaka í Reykjavík

Deila grein

27/04/2013

Kosningavaka í Reykjavík

Kosningavaka Framsóknar hefst kl 21 á Hótel Borg.

Allir hjartanlega velkomnir!

 
framsoknrvk

Categories
Fréttir

Kosningavaka og kjördagur í Kraganum

Deila grein

27/04/2013

Kosningavaka og kjördagur í Kraganum

 
Kosningavaka Framsóknar í Kraganum hefst kl. 21 á Spot í Kópavogi.
Slide23

Categories
Fréttir

Bréf frá Sigmundi Davíð til ungra kjósenda

Deila grein

24/04/2013

Bréf frá Sigmundi Davíð til ungra kjósenda

 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknar, sendir mikilvæg skilaboð til ungra kjósenda.
Brefungir2013

Categories
Fréttir

Einherji kominn út

Deila grein

23/04/2013

Einherji kominn út

Screen Shot 2013-04-23 at 3.35.50 PMEinherji, blað framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi, er komið út.
Hér getið þið nálgast blaðið á PDF formi

Categories
Fréttir

Róttækar fyrirætlanir Framsóknar

Deila grein

23/04/2013

Róttækar fyrirætlanir Framsóknar

Sigmundur Davíð GunnlaugssonSigmundur Davíð kveðst hafa áhyggjur af því að Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylking hyggist koma saman ríkisstjórn til að koma í veg fyrir að róttækar fyrirætlanir Framsóknarflokksins nái fram að ganga. Hann undrast hörð viðbrögð forystumanna annarra stjórnmálaflokka við þessum tillögum á sama tíma og sífellt fleiri stígi fram og viðurkenni að svigrúm sé til staðar, með samkomulagi við kröfuhafa og eigendur aflandskróna um hina svonefndu snjóhengju.
„Miðað við umræðuna síðustu vikur virðist vera ljóst að annað af tvennu muni gerast. Annað hvort fær Framsóknarflokkurinn nógu mikið fylgi til að hafa nógu sterka samningsstöðu til að geta knúið á um að þessi stefna nái fram að ganga, að komið verði loksins til móts við skuldsett heimili og tekið á verðtryggingunni eða að aðrir stjórnmálaflokkar mynda ríkisstjórn um að vera á móti stefnu Framsóknarflokksins í skuldamálum heimilanna, sem yrði þá ríkisstjórn um verðtryggingu og ríkisstjórn um óbreytt ástand,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í viðtali við Eyjuna nú þegar aðeins eru fimm dagar til kosninga.
Formaður Framsóknarflokksins kveðst gera sér glögga grein fyrir þeirri ábyrgð sem fylgi því að setja fram slík kosningaloforð. Hann viti að við þau þurfi að standa. „Ef við fáum stuðning til að ráðast í þetta verkefni, að veita heimilunum það réttlæti sem þau hafa beðið eftir í fjögur og hálft ár, þá er enginn annar valkostur en að uppfylla þær væntingar og klára það dæmi.“
Og hann tekur skýrt fram að Framsóknarflokkurinn muni ekki semja sig frá þessum loforðum til þess eins að komast í ríkisstjórn. „Það kemur ekki til greina að semja sig frá þessu, Framsókn mun ekki gefa þetta eftir,“ segir hann.
Viðtal við Sigmund Davíð á eyjan.is er hér.

Categories
Fréttir

Framundan í Norðausturkjördæmi

Deila grein

22/04/2013

Framundan í Norðausturkjördæmi

Nú þegar ekki er nema 5 dagar í kosningar en mikið viðburði og fundi í öllum kjördæmum. Hér er dagskráin fyrir komandi viðburði í Austfjörðum. Opnunartími kosningaskrifstofa á Austfjörðum má sjá neðst á myndinni.
KonukvoldNA

Categories
Fréttir

Þjóðólfur kominn út

Deila grein

22/04/2013

Þjóðólfur kominn út

thjodolfurÞjóðólfur er tímarit sem gefið er út í Suðurkjördæmi. Blaðið kom út í mars 2013 og í því eru viðtöl og greinar eftir frambjóðendur Framsóknar í kjördæminu. Blaðinu var dreift á öll heimili og fyrirtæki í kjördæminu.

Þess má geta að í því er sérstaklega skemmtileg umfjöllun um sveitir kjördæmisins sem kallast “Blessuð sértu sveitin mín” þar sem forsvarsmenn sveitarfélaga segja stuttlega frá sínu sveitarfélagi.

Hér getið þið nálgast blaðið á PDF formi

Categories
Fréttir

Dagur Austri kominn út

Deila grein

22/04/2013

Dagur Austri kominn út

daguriaustri2013Blaðið Dagur Austri, sem er gefið út í Norðausturkjördæmi, kemur út í dag.

Blaðinu er dreift á heimili og í fyrirtæki á svæðinu.

Hér getið þið nálgast blaðið á PDF formi