Categories
Greinar

Allir á mölina

Deila grein

28/02/2015

Allir á mölina

Silja-Dogg-mynd01-vefStundum er gott að láta sig dreyma. Ég sé til dæmis fyrir mér blómlegar byggðir um land allt, hamingjusamt fólk sem hefur nóg að sýsla, framúrskarandi heilbrigðisþjónustu, fyrirtaks vegi og flugvelli, þriggja fasa rafmagn fyrir alla og ljósleiðaranet hringinn í kringum landið, bryggjurnar iða af lífi og í sveitum landsins framleiðum við heilnæm matvæli fyrir alla Íslendinga og erum auk þess farin að stunda umfangsmikinn útflutning á grænmeti, kjöti og fiski þar sem við framleiðum miklu meira en við getum sjálf torgað. Ávaxtarækt í upphituðum gróðurhúsum er líka langt á veg kominn. Íslenskir bananar – umm, já takk!

Fólk fer þangað sem störf er að finna
Það er ekki hagkvæmt fyrir þjóðarbúið að of stór hluti þjóðarinnar búi á sama landshorninu. Til að nýta öll landsins gæði, til sjávar og sveita, verður fólk að búa sem víðast. Skilvirk byggðastefna er nauðsynleg til að hægt sé að byggja upp og nýta auðlindir landsins. Liður í skilvirkri byggðastefnu eru sköpun atvinnutækifæra um land allt; bæði færsla opinberra starfa frá höfuðborgarsvæði til landsbyggðar og stuðningur við annars konar atvinnuuppbyggingu. Norðmenn hafa rekið mjög öfluga byggðastefnu um árabil og með henni náð að snúa byggðaþróun við í Noregi. Við eigum að horfa til Norðmanna og vera óhrædd við að nýta þær leiðir sem bestan árangur hafa borið.

Sameiginilegir hagsmunir
Fjölbreytt atvinnulíf um land allt ætti að vera sameiginlegt markmið okka allra. Fólkið fer þangað sem vinnu er að fá. Þar sem atvinnutækfærin eru, þar er jafnframt þjónusta og þá erum við komin með eftirsóknarvert byggðalag. Á undanförnum árum hefur opinberum störfum fjölgað á höfuðborgarsvæðinu en fækkað á landsbyggðinni. Í ljósi neiðkvæðrar byggðaþróunar og þeirra sameiginlegu hagsmuna okkar að snúa henni við, þá liggur beint við að spyrja eftirfarandi spurningar: Hvers vegna er umræðan svo hávær þegar örfá störf, hlutfallslega, hverfa af höfuðborgarsvæðinu en minna heyrist þegar störf eru færð frá landsbyggð til höfuðborgarsvæðisins?

Meira um Fiskistofu
Fyrir nokkrum mánuðum kynnti sjávarútvegsráðherra fyrirhugaðan flutning á höfuðstöðvum Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar. Um var að ræða 15-20 störf og flutningurinn átti að eiga sér stað á löngum tíma. Gert var ráð fyrir að höfuðstöðvar Fiskistofu yrðu komnar til Akureyrar fyrir 1. júlí 2015 og að flutningi lyki að öllu leyti fyrir 1. janúar 2017. Hugmyndin með því að flytja starfsemina á svo löngum tíma var m.a. að halda þekkingunni innan stofnunarinnar, gefa mönnum aðlögunartíma en sýnt þykir að rekstur stofnunarinnar er hagkvæmari fyrir norðan en sunnan.

Jón og séra Jón
Á svipuðum tíma misstu 10 manns við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. Lítið heyrðist um það mál í fjölmiðlum. Nokkur opinber störf hafa horfið á síðustu misserum frá Höfn. Ekki orð í fjölmiðlum. Það þarf víst ekki að útskýra það fyrir lesendum að atvinnutækifæri eru talsvert fleiri á höfuðborgarsvæðinu, þar sem Fiskistofa er staðsett (þ.e. ef menn geta alls ekki hugsað sér að flytja norður á Akureyri) en til dæmis á Höfn eða á Hvanneyri.

Forréttindi að búa á landsbyggðinni
Mér þótti umræðan um Fiskistofu skrítin. Það er ekki refsing að búa landsbyggðinni, heldur forréttindi. Við getum deilt um aðferðafræði flutnings opinberra stofnana. En það er óumdeilanlega hagur okkar allra að landinu sé öllu haldið í byggð. Liður í því er að byggja upp grunnþjónustu, fjarskipti, samgöngur og síðast en ekki síst, flytja opinber störf frá höfuðborg til landsbyggðarinnar samhliða því að skapa önnur atvinnutækifæri um land allt.

Silja Dögg Gunnarsdóttir

Greinin birtist í dv.is 26. febrúar 2015.

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

Berskjaldaður eða bólusetning

Deila grein

25/02/2015

Berskjaldaður eða bólusetning

Jóhanna María - fyrir vefSíðustu vikur hafa bólusetningar barna verið mikið til umræðu eftir að móðir skrifaði pistil um hvernig hún þurfti að bíða í von og óvon til að komast að því hvort að sonur hennar hefði smitast af mislingum, hann var það ungur að hann hafði ekki fengið bólusetninguna sem hefði þurft í þessu tilfelli. Þar velti hún því upp hvort að þeir sem fara í bólusetningu og láta bólusetja börn sín væru að vernda þá sem kjósa að sleppa bólusetningum. Og þarna þurfti hún að bíða heima, bíða eftir því hvort að sonur hennar færi að sýna einkenni mislinga sem í versta falli gætu leitt til dauða. Á vefsíðu landlæknis segir: „Öllu jafna eru mislingar mildur sjúkdómur hjá börnum en allt að 10% þeirra sem sýkjast fá alvarlega fylgikvilla svo sem heilabólgu eða lungnabólgu.“ Og þrátt fyrir allt þá veitir bólusetning aðeins 95% vörn, er það ekki betra en 0%?

Í lögum hérlendis segir að börnum með lögheimili hér á landi skuli vers boðin bólusetning gegn tilteknum smitsjúkdómum þeim að kostnaðarlausu. Í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn um bólusetningar barna sem lagt var fram í vikunni segir m.a. að þátttaka í bólusetningum hérlendis sé almennt góð. Árið 2005 var búinn til bólusetningargrunnur og sýnir hann að ekki er merkjanlegur munur milli ára á fjölda barna sem fær bólusetningar. Þá kemur einnig fram í svarinu að þátttaka í bólusetningum er frá 88% upp í 96% við hinum ýmsu smitsjúkdómum eins og mislingum, hettusótt og rauðum hundum. Þá eru einnig bólusetningar við HPV sýkingu, barnaveiki, stífkrampa, kikhósta, Hib Heilahimnubólgu, lömunarveiki o.fl. innan þessara marka.

Með bólusetningu er mögulegt að útrýma sjúkdómum þó megin markmiðið sé auðvitað að koma í veg fyrir þá og hættulegar afleiðingar þeirra sem og hindra farsóttir. Bólusetning verndar ekki bara börnin sem hana fá, heldur kemur líka í veg fyrir smit milli barna. Það er sárasjaldan ástæða til að bólusetja ekki barn.

Vegna tilkomu bólusetningargrunns getur sóttvarnarlæknir sent nafnalista með þeim aðilum sem ekki hafa verið bólusettir til heilsugæslu, haft upp á þeim og boðið bólusetningu. Þá er einnig hægt að leiðrétta skráningu ef svo ber við. Ísland er einstaklega vel stætt í þessum málum miðað við önnur Norðurlönd og mikilvægt er að halda því við, þar sem tilfelli smitsjúkdóma sem hægt er að bólusetja við fækkar á móti. Þær upplýsingar sem ég hef koma frá landlækni og heilbrigðisráðuneytinu, en að mínu viti eru 5% líkur á að vera berskjaldaður fyrir alvarlegum smitsjúkdóm betra en að hafa enga vörn.

Jóhanna María Sigmundsdóttir

Greinin birtist í DV 24. febrúar 2015.

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

Heilbrigðiskerfið í forgang, fyrir alla

Deila grein

24/02/2015

Heilbrigðiskerfið í forgang, fyrir alla

Elsa-Lara-mynd01-vefurÞað er staðreynd að ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, hefur sett uppbyggingu heilbrigðiskerfisins í forgang. Í fjárlögum fyrir árið 2015 kemur fram að Landspítalinn fái um 50 milljarða króna með sértekjum í sinn hlut. Að auki eru þar 875 milljónir króna, sem ætlaðar eru í fyrstu skref í byggingu á nýjum Landspitala. Í fjárlögum fyrir árið 2015 eru sérstök framlög í rekstrar – og stofnkostnað heilbrigðisstofnana og heilsugæslustöðva, þau framlög aukast um 2,1 milljarð. 100 milljónir bætast inn í rekstrargrunn heilbrigðisstofnana og jafnframt renna 100 milljónir aukalega í tækjakaup fyrir heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni.

Uppbygging er hafin.

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins segir:  ,,Íslenskt heilbrigðiskerfi verður að vera samkeppnisfært við nágrannalönd um tækjakost, aðbúnað sjúklinga og aðstæður starfsmanna. Ríkisstjórnin leggur áherslu á að landsmenn njóti aðgengis að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu.” Þann 8. janúar s.l. undirrituðu fulltrúar Læknafélags Íslands, Skurðlæknafélags Íslands og ríkisstjórnarinnar sameiginlega yfirlýsingu um markvissa uppbyggingu heilbrigðiskerfisins. Með yfirlýsingunni vilja þessir aðilar undirstrika mikilvægi heilbrigðiskerfisins og styrkja enn frekar heilbrigðisþjónustu í landinu. Helstu atriði yfirlýsingarinnar eru m.a. bygging nýs Landspítala og markviss endurnýjun tækjabúnaðar í heilbrigðiskerfinu. Markmið yfirlýsingarinnar er að bæta starfsaðstöðu heilbrigðisstarfsfólks og auka þjónustu við almenning. Auknu fjármagni verður veitt til heilbrigðismála og breytingar gerðar í þeim tilgangi að auka skilvirkni í kerfinu. Stefnt er að aukinni samvinnu heilbrigðisstofnana og markvissri verkaskiptingu. Íslenska heilbrigðiskerfið á að verða samkeppnishæft við það sem tíðkast annars staðar á Norðurlöndum.  Nauðsynlegt er að í öllu þessu ferli sé horft til þess að landsmenn allir, eigi greiðan aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu, efnahag eða stöðu.

Heilbrigðisáætlun fyrir Ísland.

Það má velta fyrir sér, að samhliða þeirri uppbyggingu sem á sér stað í heilbrigðiskerfinu, að fara þurfi í að búa til heilbrigðisáætlun fyrir Ísland. Þar þarf að meta og kanna með tilliti til fjarlægða, samgangna, aldurssamsetningar íbúa byggðarlaga og svo framvegis, hvaða þjónustu eigi að veita hér og þar um landið. Kanna þarf hvaða kostnað og áhrif það gæti haft í för með sér. Auk þess þarf að velta fyrir sér, hvort aukin samvinna geti átt sér stað innan heilbrigðiskerfisins. Hvort og hvernig hægt væri að nýta betur þær heilbrigðisstofnanir sem eru í kringum höfuðborgina. Þar má t.d. nefna heilbrigðisstofnanir á Akranesi, Selfossi og Reykjanesbæ. Á þessum heilbrigðisstofnunum eru auðar deildir og gott starfsfólk sem er eflaust tilbúið til að taka á móti verkefnum.

Kostnaður sjúklinga lækkar.

Afar jákvætt er að sjá að í fjárlögum fyrir árið 2015, kemur inn 150 milljóna króna auka fjármagn. Það á að hafa þau áhrif að lyfjakostnaður sjúklinga lækki um 5 %. Einnig lækkar virðisaukaskattur á lyf úr 25,5 % í 24 % sem ætlað er að koma fram í lækkun á lyfjaverði. Jafnframt starfar nú nefnd undir forystu Péturs Blöndals sem hefur það að markmiði að koma með tillögur hvernig megi fella læknis – og lyfjakostnað, rannsóknar – og sjúkraþjálfunarkostnað og annan heilbrigðiskostnað undir eitt niðurgreiðslu – og afsláttarfyrirkomulag. Í nefndinni er unnið að einfaldara og réttlátara kerfi sem hefur það að leiðarljósi að verja einstaklinga gegn of háum kostnaði.

Elsa Lára Arnardóttir

Greinin birtist í DV 20. febrúar 2015.

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

Með sting í hjartanu

Deila grein

20/02/2015

Með sting í hjartanu

Silja-Dogg-mynd01-vefÞessi orð voru höfð eftir heilbrigðisráðherra í kjölfar umfjöllunar Fréttablaðsins fyrir skömmu um aðbúnað aldraðra og ég geri ráð fyrir að mörgum okkar hafi verið nákvæmlega eins innanbrjósts þegar þeir lásu þessar fréttir. Aðbúnaðurinn er ekki alls staðar eins og best verður á kosið. Tvímenningsherbergi er enn víða að finna og skortur á hjúkrunarrýmum. Ég hef jafnvel heyrt af því að einstaklingur hafi þurft að dvelja í salernisrými í sólarhring þar vegna plássleysis. Svona eiga hlutirnir ekki að vera.

Aðstöðumunur
Umræðan um aðbúnað aldraðra og uppbyggingu hjúkrunarrýma er ekki ný af nálinni og hún verður háværari með tímanum þar sem öldruðum fjölgar hlutfallslega með ári hverju. Stefna stjórnvalda er sú að fólk geti búið eins lengi heima hjá sér og mögulegt er og áherslan hefur því verið lögð á aukna heimaþjónustu. Aðstöðumunur getur þó verið ansi mikill á milli sveitarfélaga. Íbúar í dreifbýli eiga ekki alltaf góðan aðgang að heimaþjónustu og neyðast því til að fara á hjúkrunarheimili, þó að þeir vilji og geti séð um sig sjálfir að mestu leyti. Þarna vantar ákveðið millistig, þ.e. að eldri borgarar úr dreifbýli eigi kost á að fara í þjónustuíbúðir í þéttbýli þegar getan skerðist.

Úrbætur
Hlutverk Framkvæmdasjóðs aldraðra er að byggja upp hjúkrunarrými en í þrengingum síðari ára hefur fjármagnið verið nýtt til reksturs hjúkrunarheimila og viðhalds. Við stöndum því frammi fyrir fjárskorti og það blasir við að við þurfum að fara að gera langtímaáætlanir varðandi uppbyggingu, til a.m.k. 20 ára.

Á árunum 2014 og 2015 er 200 mi.kr veitt aukalega í hjúkrunarrými. Um er að ræða verulega fjölgun rýma í öllum heilbrigðisumdæmum sem kemur til móts við þá gríðarlegu þörf sem safnast hefur upp undanfarin ár. Á þessu ári verður 50 mi.kr varið til að bæta stöðu minni hjúkrunarheimila. Um er að ræða heimili með 20 eða færri hjúkrunarrými. Langflest þeirra eru á landsbyggðinni og mörg þeirra hafa átt í miklum rekstrarvanda. 50 mi.kr. verður varið aukalega á árinu í heimahjúkrun fyrir fólk sem komið er með gilt færni- og heilsumat og bíður þess að komast á hjúkrunarheimili. Um er að ræða tilraunaverkefni með það að markmiði að fólk geti sem lengst búið heima.

Aukin samvinna við heimamenn
Nú er unnið að grófri framkvæmdaáætlun um byggingaframkvæmdir öldrunarstofnana til næstu fimm ára. Þeirri vinnu ætti að ljúka fljótlega. Hér er einungis er um að ræða áætlun um brýnustu þörf til skamms tíma og vinnuhópurinn sem vinnur þá áætlun er skipaður starfsmönnum velferðarráðuneytisins sem þekkja málaflokkinn og þörfina vel. Til grundvallar þeim tillögum sem fram verða bornar er faglegt mat á því hvar þörfin er mest. Ljóst er að bæði er þörf á fjölgun hjúkrunarrýma og endurbótum á þeim rýmum sem fyrir eru til að mæta þeim viðviðum um aðbúnað sem þörf er talin á í dag. Þar sem mikilvægt er að ná sem mestri sátt og samstöðu um áætlun til lengri tíma mun sú vinna væntanlega kalla á aukna samvinnu við heimamenn í hverju heilbrigðisumdæmi.

Þó að menn greini á um ýmsa hluti þá getum við örugglega verið sammála um mikilvægi þess að bæta verulega þjónustu og aðbúnað aldraðra.

Silja Dögg Gunnarsdóttir

Greinin birtist í Fréttablaðinu 20. febrúar 2015.

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

Að takast á við velgengni

Deila grein

19/02/2015

Að takast á við velgengni

Sigmundur-davíð

Sigurður Bessason, formaður Eflingar, sendi mér opið bréf í Morgunblaðinu í gær um þá kjarasamninga sem framundan eru. Sigurður er rökfastur maður og öflugur talsmaður verkafólks. Ég átti fund með Sigurði og félögum hans í forystusveit Alþýðusambandsins síðastliðinn þriðjudag og var um flest sammála honum, ekki síst um nauðsyn þess að bæta stöðu fólks með lágar tekjur og millitekjur.

Eins og Sigurður bendir réttilega á hef ég talað fyrir því að við gerð kjarasamninga sé í auknum mæli litið til krónutöluhækkana, enda sé það sanngjörn leið og líkleg til að leiða til sátta. Oft hafa krónutöluhækkanir á lægstu laun ratað upp allan launastigann í formi prósenta, en slíkt er ekki náttúrulögmál. Það er t.d. athyglivert að í nýrri skýrslu heildarsamtaka á vinnumarkaði, »Í aðdraganda kjarasamninga«, sést að launadreifing var jafnari á árinu 2014 en á árinu 2006 – að laun þeirra launalægstu eru nú stærri hluti af launum þeirra launahæstu en áður. Það er mikilvægt að áfram sé haldið á sömu braut og í þeirri vinnu eru krónutöluhækkanir e.t.v. besta verkfærið. Að sama skapi er mikilvægt að draga úr neikvæðum jaðaráhrifum skatt- og velferðarkerfisins, sem leiða oft til þess að kauphækkanir skila sér ekki til fulls í hærri ráðstöfunartekjum. Slíkt er ótækt og brýnt að ríkisvaldið, launþegahreyfingar og vinnuveitendur taki höndum saman til að vinna á vandanum.

Því hefur verið haldið fram að kjarasamningar ríkisins hafi raskað jafnvægi á vinnumarkaði og hækkanir á launum ríkisstarfsmanna hafi verið úr takti við aðra launaþróun. Sú er ekki raunin, enda hefur ríkið samið við tæp 90% starfsmanna sinna með líkum hætti og almenni vinnumarkaðurinn hafði áður gert. Samningar við lækna og framhaldsskólakennara, sem samtals eru um 10% starfsmanna ríkisins og 1,5% af vinnumarkaði í heild, skera sig þó úr. Í þeim samningum voru gerðar verulegar breytingar á vinnufyrirkomulagi og launauppbyggingu stéttanna. Samningarnir eru einnig til mun lengri tíma, eða tæpra þriggja ára. Þeir geta því ekki gefið fordæmi fyrir þá samninga sem framundan eru á vinnumarkaði. Ég deili hins vegar áhyggjum með Sigurði af því að fámennir hópar geti í krafti aðstöðu sinnar knúið viðsemjendur sína til verulegra frávika frá markaðri launastefnu. Þetta er vandi í hinu íslenska vinnumarkaðslíkani sem stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins verða sameiginlega að taka á.

Kaupmáttur launa hefur aukist um 5,3% síðastliðna tólf mánuði, sem verður að teljast verulega góður árangur. Margir eiga þátt í þeim árangri, sem m.a. skýrist af ábyrgum kjarasamningum á síðasta ári. Þar var samið um 6,6% hækkun sem skilaði sér að nær öllu leyti í auknum kaupmætti vegna þess mikla verðstöðugleika sem ríkti á tímabilinu. Raunar er árangurinn sögulegur, því kaupmáttur launa mældist í nóvember síðastliðnum hærri en nokkru sinni áður eins og upplýsingar frá Hagstofu Íslands sýna glögglega. Lægri skattaálögur á heimili og leiðrétting fasteignaskulda hafa svo enn frekar aukið kaupmátt heimilanna. Staðan er því betri en oftast áður og sem betur fer er eitthvað til skiptanna. Nú ríður hins vegar á að óttinn við að missa af hlutdeild í afrakstrinum verði ekki til þess að minna verði til skiptanna fyrir alla.

Sigurður Bessason hefur starfað í verkalýðshreyfingunni frá því fyrir gerð þjóðarsáttarsamninganna fyrir réttum 25 árum síðan. Hann veit hversu mikilvægur stöðugleikinn er fyrir íslenska launþega og hefur unnið ötullega að því að viðhalda honum.

Það er mikilvægt að kunna að takast á við velgengni jafnt sem mótlæti. Við skulum halda áfram á leið aukins kaupmáttar með sameiginlegu átaki því það kemur heimilum og fyrirtækjum best. Félagsleg velferð og öflugt atvinnulíf haldast í hendur. Kveðum verðbólgudrauginn niður og stöndum saman að því að auka kaupmátt enn meira.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Greinin birtist í Morgunblaðinu 19. febrúar 2015.

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

Ertu búinn að samþykkja skuldaleiðréttinguna þína?

Deila grein

18/02/2015

Ertu búinn að samþykkja skuldaleiðréttinguna þína?

Þorsteinn-sæmundssonÁgæti lesandi. Nú styttist að frestur til að samþykkja skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar renni út. Nú þegar þetta er ritað hafa um 75% þeirra sem rétt eiga á leiðréttingu staðfest hana. Sá sem hér ritar hefur hitt og/eða heyrt frá allmörgum sem þegar hafa samþykkt leiðréttingu sína. Flestir þeirra virðast sáttir við sinn hlut og telja leiðréttinguna góða viðspyrnu átt að betri fjárhagsaðstæðum heimila sinna. Skuldaleiðréttingin kemur ekki aðeins fram beinni lækkun höfuðstóls lána heldur koma áhrifin af henni fram í lækkaðri greiðslubyrði meðan lánstíma leiðrétts láns stendur. Þannig má taka dæmi:
Mánaðarleg greiðslubyrði af dæmigerðu 10 m.kr láni, sem fær 1,8 milljóna króna leiðréttingu, lækkar um 8.705 kr. (var 78.676 kr., lækkar í 69.972 kr.) Árleg lækkun greiðslubyrðar nemur um 105 þúsund krónum ári. 10 ára líftíma láns lækkar greiðslubyrði því um rúma milljón. Til samanburðar tekur um það bil 10 ár að safna 1,8 milljónum ef einstaklingur leggur 12 þúsund kr. inn á bók mánaðarlega.

Heildaráhrif leiðréttingarinnar í ofangreindu dæmi nema því um 2,8 milljónum króna. Ef einstaklingur hefði staðið straum af svo auknum greiðslum á eigin spýtur hefði hann þurft að auka tekjur sínar um allt að milljónir á tímabilinu. Af þessu dæmi má sjá að verulega munar um skuldaleiðréttinguna fyrir þá sem samþykkja hana. Ég vil því nota tækifærið til að hvetja alla þá sem enn hafa ekki samþykkt skuldaleiðréttingu sína að gera það áður en frestur rennur út. Víst er að hvort sem leiðréttingin er mikil eða lítil munar um hana í heimilisrekstri flestra. Einnig er ástæða til að hvetja alla sem geta nýtt sér sérstakan séreignarsparnað til skuldalækkunar að gera það. Í því tilfelli geta hjón nýtt sér sparnaðinn til skuldalækkunar allt að tveimur milljónum króna á þrem árum. Hefðu sömu hjón einnig notið leiðréttingar líkt og dæminu hér að ofan myndu heildaráhrif til skuldalækkunar nema allt að 4,8 milljónum þegar allt er talið. Það munar um minna fyrir heimili með meðaltekjur eða lægri.

Skuldaleiðrétting ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er afrek sem mun hafa víðtæk áhrif mjög marga í verulegan tíma. Þegar má greina áhrif leiðréttingarinnar í aukinni bjartsýni sem nú verður vart við þjóðfélaginu. Svo virðist sem almenningur nýti aukin fjárráð vegna skuldaleiðréttingarinnar til þess að endurnýja ýmislegt sem orðið hefur að sitja á hakanum undanfarandi eða einfaldlega að veita sér aftur sjálfsögð gæði sem fólk hefur þurft að neita sér um undanfarin ár. Aukin fjárráð heimilanna munu fljótt skila sér auknum umsvifum í þjóðfélaginu öllu.

Þorsteinn Sæmundsson

Greinin birtist í DV 17. febrúar 2015

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

Jöfnun kostnaðar við húshitun og dreifingu raforku

Deila grein

05/02/2015

Jöfnun kostnaðar við húshitun og dreifingu raforku

ásmundurVíða á landsbyggðinni var mikið fjallað um jöfnun raforkukostnaðar fyrir síðustu kosningar. Flestir stjórnmálaflokkar og þar með talinn Framsóknarflokkurinn lagði áherslu á að jafna þennan kostnað. Til þess að það náist til frambúðar þá þarf að endurskoða núverandi löggjöf hvað þetta snertir. Þessi stefna er mörkuð í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar en þar segir orðrétt: „Unnið verður að jöfnun raforku- og húshitunarkostnaðar.“ Til að þrýsta á framgang málsins þá hefur undirritaður ítrekað tekið málið upp, nú síðast í umræðum á Alþingi 2. febrúar sl.

Staða málsins er sú að Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram frumvarp um jöfnun á dreifingarkostnaði raforku en það mál er nú í vinnslu á Alþingi og klárast nú á vorþingi. Frumvarpið gerir ráð fyrir að lagt verði sérstakt jöfnunargjald á þá raforku sem fer um dreifikerfi dreifiveitna með það að markmiði að standa undir fullri jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku til almennra notenda, þ.e. heimila og fyrirtækja sem fá raforku sína beint frá dreifiveitunum. Þetta þýðir að kostnaður við dreifingu raforku verður sá sami óháð því hvort viðkomandi er búsettur í þéttbýli eða dreifbýli.

Það er einnig réttlættismál að jafna raforkukostnað þeirra sem búa á köldum svæðum og þar hafa verið til skoðunar ýmsar leiðir. Ríkisstjórnin mun á næstu vikum leggja fram þingmál á Alþingi sem miðar að því að jafna að fullu húshitunarkostnað á köldum svæðum. Það er síðan mikilvægt að Alþingi nái að klára það mál nú á vorþingi þannig að þetta komist til framkvæmda sem fyrst.

Ríkisstjórnin mun jafna húshitunarkostnað á köldum svæðum og dreifikostnað raforku í dreifbýli. Það er mikilvægt að aðgerðirnar séu til frambúðar og að þær komist til framkvæmda fyrr en síðar. Með tilliti til byggðasjónarmiða og jafnræðis til búsetuvals, er ekki verjandi að verð á jafn mikilvægum nauðsynjum og rafmagni og húshitunarkostnaði skuli vera jafn breytilegur milli landsvæða og raun ber vitni.

Ásmundur Einar Daðason

Greinin birtist á www.bb.is 3. febrúar 2015.

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

Mál Víglundar Þorsteinssonar

Deila grein

27/01/2015

Mál Víglundar Þorsteinssonar

Vigdís HauksdóttirÞað er með ólíkindum hvernig stuðningsmenn velferðarstjórnarinnar – hvort sem var í Icesave, ESB málinu eða öðrum þeim málum sem reynt var að koma í gegnum þingið bregðast við nú þegar Víglundur Þorsteinsson leggur fram ný gögn í bankavæðingunni hinni seinni.

Þeir fara hamförum og réttlæta gjörðir Steingríms J. og snúa öllu á hvolf.

Hér koma nokkrar staðreyndir sem þarf að skoða í kjölfarið. 

  1. Einkavæðing Steingríms J. Sigfússonar var framkvæmd án nokkurrar umræðu á Alþingi og án þess að breytingar hefðu verið gerðar á starfsumhverfi bankanna og annara fjármálafyrirtækja eða lögum um fjármálafyrirtækja í kjölfar hrunsins.
  2. Glitnir var einkarekinn fram að hruni og var hann tekinn yfir að ríkinu fyrstur banka á grundvelli neyðarlaganna og varð þar að ríkisbanka.
  3. Fyrri ríkisstjórn tók skyndilega og umsvifalaust ákvörðun um að afhenda lánadrottnum/erlendum kröfuhöfum Kaupþing og Glitni nýju bankana sem heita í dag Íslandsbanki og Arionbanki. Meirihluti Landsbankans er enn í eigu ríkissins.
  4. Var þessi ákvörðun tekin án nokkurs faglegs mats, verðmats eða útboðs.
  5. Nauðsynlegt er að rannsaka og gera opinbert, á sundurliðaðan hátt, hvert matsverð hinna gömlu eigna var við flutning þeirra frá hinum föllnu bönkum og yfir til nýju bankana og skýrt dregið fram hverjir voru ábyrgðaraðilar þess verðmats og hvaða forsendur lágu því til grundvallar.
  6. Einnig er nauðsynlegt að rannsaka viðamestu sölu einstakra félaga og eignarhluta í fyrirtækjum af hendi skilanefnda og slitastjórna gömlu bankana og þannig upplýst hvaða verðmætamat lá til kaupendum og hvaða seljendaáhættur fylgdu sölunni.
  7. Einnig þarf að upplýsa á hvaða forsendum sú ákvörðun var tekin að taka vald af FME varðandi stofnúrskurði byggða á neyðarlögunum og yfir í þá ákvörðun að færa valdið til fjármálaráðherra sem færði kröfuhöfum bankana þá á einni nóttu.

Vigdís Hauksdóttir

Greinin birtist á www.vigdish.is 27. janúar 2015.

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

Saman brjótum við upp staðalímyndir kynjanna

Deila grein

27/01/2015

Saman brjótum við upp staðalímyndir kynjanna

EÞHNorræna ráðherranefndin hélt á árinu 2014 upp á 40 ára samstarfsafmæli Norðurlanda á sviði jafnréttismála. Samstarfið hefur verið farsælt og átt stóran þátt í að skipa Norðurlandaþjóðunum í fremstu röð í alþjóðlegum samanburði. Árangurinn talar sínu máli. Hvergi mælist kynjajafnrétti meira en á Norðurlöndum. Nú hefur verið ákveðið að stíga enn eitt framfaraskref.

Í norrænu jafnréttissamstarfi hefur meginstefið verið að jafna stöðu og réttindi kvenna og karla á vinnumarkaði. Sjónum hefur verið beint að jafnrétti til launa og því hvernig brjóta megi upp hefðbundna kynjaskiptingu á vinnumarkaði. Mikilvæg forsenda árangurs á þessu sviði er að fólk geti samræmt vinnu- og fjölskyldulíf. Í dag þykir það sjálfsagt að feður og mæður axli sameiginlega ábyrgð á umönnun barna sinna og mikil atvinnuþátttaka kvenna er mikilvæg undirstaða norrænna velferðarsamfélaga.

Á meðan kynjajafnrétti hefur aukist á vettvangi stjórnmálanna og á þjóðþingum Norðurlanda bíða enn brýn verkefni úrlausnar á sviði vinnumarkaðsmála. Þannig eru markmiðin og verkefnin að mörgu leyti hin sömu þótt Norðurlöndin velji ólíkar leiðir að settum markmiðum. Einmitt þess vegna geta norræn stjórnvöld lært mikið hver af öðru.

Á næstu árum verða teknar upp nýjungar í norrænu jafnréttissamstarfi. Í nýsamþykktri samstarfsáætlun fyrir tímabilið 2015–2018 er meðal annars lögð áhersla á jafnrétti á opinberum vettvangi. Lýðræði snýst nefnilega ekki eingöngu um kosningarétt heldur einnig um að allir eigi möguleika á að geta tekið þátt í opinberri umræðu. Orð hafa áhrif. Ef við leyfum niðurlægjandi og meiðandi tón í umræðunni fer hann að þykja sjálfsagður.

Við viljum sporna við meiðandi umræðu rétt eins og við höfum löngum barist gegn kyndbundu ofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum. Niðurstöður rannsókna hafa margsinnis sýnt fram á að aukið kynjajafnrétti hefur stuðlað að sjálfbærum hagvexti og því er í áætluninni lögð áhersla á jafnrétti sem aflgjafa velferðar og nýsköpunar á Norðurlöndunum.

Þátttaka karla
Hingað til hefur í stefnumótun á sviði jafnréttismála verið lögð megináhersla á samfélagslega stöðu kvenna á vinnumarkaði og í stjórnmálum. Ef takast á að brjóta niður múra í hefðbundnu náms- og starfsvali kynjanna þarf einnig að huga að stöðu og sjónarmiði karla.

Leita þarf fleiri leiða til að brjóta upp staðalímyndir sem hafa áhrif á daglegt líf kvenna og karla og ákvarðanir stráka og stelpna um náms- og starfsvettvang. Því stefnum við á næstu árum að því að auka þátttöku karla og drengja í öllu jafnréttisstarfi og umræðum um jafnréttismál.

Ný samstarfsáætlun markar ekki stefnubreytingu í samstarfi Norðurlanda á sviði jafnréttismála heldur er henni ætlað að vera markmiðslýsing samstarfsins á komandi árum.

Þingmenn í Norðurlandaráði og ýmsir aðilar sem starfa að jafnréttismálum á Norðurlöndunum komu að gerð áætlunarinnar og fyrir vikið nýtur hún víðtæks stuðnings.

Sá meðbyr gerir okkur kleift að miðla af reynslu okkar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og víðar um heim.
Verkefni á sviði jafnréttismála sem tekin eru fyrir á norrænum vettvangi vilja oft spyrjast út og hafa áhrif á stefnumótun víðar en á Norðurlöndunum.

En við þurfum jafnframt að miðla góðri reynslu og fyrirmyndum af verkefnum innan Norðurlandanna, á vettvangi stjórnmálanna, á vinnustöðum og inni á heimilunum.

Með jafnréttissjónarmið að leiðarljósi í hugsun og verki getum við, stjórnmálamenn og almenningur, fært okkur enn nær markmiðinu um norræn samfélög réttlætis og lýðræðis.

Eygló Harðardóttir

Greinin birtist í Fréttablaðinu 27. janúar 2015.

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

Ljósleiðari um allt land

Deila grein

26/01/2015

Ljósleiðari um allt land

ásmundurÍ nýársávarpi forsætisráðherra var sagt frá því að á næsta ári ætti að hefja framkvæmdir við ljósleiðaravæðingu alls landsins en það var eitt af þeim stefnumálum sem Framsóknarflokkurinn lagði áherslu á í síðustu kosningum. Ljósleiðaravæðing alls landsins verður eitt stærsta framfaramál sem ráðist hefur verið í þegar kemur að styrkingu á innviðum og byggðum landsins.

Í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga var talsverð umræða um fjarskiptamál á landsbyggðinni. Framsóknarflokkurinn lagði þar höfuðáherslu á mikilvægi ljósleiðaravæðingar í dreifbýli. Í grein sem formaður, varaformaður og þingflokksformaður Framsóknarflokksins skrifuðu í aðdraganda síðustu kosninga sagði:

„Ríkisstjórnin ætti að hafa frumkvæði að því að kalla saman fjarskiptafyrirtækin og leggja áherslu á að nýta Fjarskiptasjóð í slíkt verkefni. Allir fjarskiptaaðilar geta veitt þjónustu á kerfinu. Mikilvægt er að allir landsmenn geti fengið jafna og góða þjónustu á sama verði. Fyrir þessu höfum við framsóknarmenn talað. Með samstarfi allra aðila ásamt sveitarfélögunum væri hægt að ljósleiðaravæða landið á nokkrum árum. Ný heildstæð byggðastefna er nauðsynleg. Framsóknarflokkurinn leggur mikla áherslu á að um hana ríki víðtæk sátt. Við erum fámenn þjóð í stóru landi. Eitt fyrsta skrefið ætti að vera ljósleiðaravæðing alls landsins.“

Frá myndun ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þá hefur verið unnið eftir þessari sýn.

300 milljónir til undirbúnings
Í byggðaáætlun 2014-2017 er sérstaklega fjallað um fjarskiptamál og þar er m.a. lögð áhersla á að vinnuhópur á vegum ríkisstjórnarinnar geri tillögur að fyrirkomulagi faglegs stuðnings við opinbera aðila sem koma að uppbyggingu ljósleiðarakerfa og annarra fjarskiptainnviða. Þessi vinna hefur verið í gangi undir forystu tveggja stjórnarþingmanna og nú á vorþingi er gert ráð fyrir nýrri fjarskiptaáætlun sem mun gera ráð fyrir ljósleiðaravæðingu alls landsins.

Alþingi samþykkti fyrir jól tillögu meirihluta fjárlaganefndar um að veitt verði 300 milljónum til þess að styðja við fyrirhugaða fjarskiptaáætlun og hefja fyrsta áfanga framkvæmda við fyrirhugaða ljósleiðaravæðingu. Þessum fjármunum á að verja í fyrsta áfanga fjarskiptaáætlunar. Áætlunar sem á að setja fram töluleg markmið um ljósleiðaraæðingu og uppbyggingu annarra fjarskipta á næstu árum. Með fjárveitingunni verður hægt að skipuleggja og kortleggja innviðagrunni ljósleiðara, hefja tengingar á ótengdum svæðum auk þess að hringtengja landsvæði o.fl.

Þetta fyrsta skref sýnir að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar ætlar sér að stíga stórt skref í áttina að því að jafna búsetuskilyrði fólks í dreifbýli og þéttbýli. Það er mikilvægt að allir sitji við sama borð þegar kemur að fjarskiptum og ljósleiðaravæðing gegnir þar lykilhlutverki. Það var ánægjulegt, sem fjárlaganefndarmaður, að taka þátt í því að leggja til að við Alþingi að veita fjármunum til þessa verkefnis. Samþykkt Alþingis á þessari fjárveitingu er skýr staðfesting á því að Framsóknarflokkurinn mun líkt og bent var á fyrir síðustu kosningar beita sér fyrir stórefldum fjarskiptum á þessu kjörtímabili.

Ásmundur Einar Daðason