Categories
Greinar

Áskorun til kaupmanna og neytenda

Deila grein

12/01/2015

Áskorun til kaupmanna og neytenda

Þorsteinn sæmundsson_SRGB_fyrir_vefGleðilegt ár landsmenn allir!

Nú um áramótin urðu miklar breytingar á skattkerfinu sem leiða eiga til lækkunar á vöruverði. Þar er um að ræða hækkun á lægra þrepi VSK úr 7 í 1 1% og lækkun efra þreps úr 25,5 í 24%. Einnig voru öll vörugjöld og sérstakur sykurskattur lögð af. Að auki er svo gripið til margháttaðra aðgerða til að tryggja h’fskjör þeirra sem höllum fæti standa. Samanlagt eiga þessar aðgerðir að hafa áhrif til lækkunar vöruverðs og aukningar kaupmáttar fyrir alla landsmenn.

Árangur aðgerðanna veltur á að kaupmenn og aðrir þeir sem dreifa vöru skili ábatanum að fullu til neytenda. í þessu er falið mikið tækifæri fyrir kaupmenn til að sýna að þeir séu verðugir þess trausts sem þeim er sýnt með því að þeir annist það að koma þessum breytingum að fullu til framkvæmda. Þar verður að viðurkennast að sporin hræða. Samkvæmt mælingum Hagstofunnar og verðlagsvaktar ASÍ hefur komið fram að styrking krónunnar undanfarin misseri hefur ekki skilað sér inn í vöruverð nema að hluta. Einnig hefur verslunin dregið að skila lækkun opinberra gjalda svo sem lækkun tóbaksgjalds síðasta sumar. Að auki má nefha að síðastliðið sumar þegar stjórnvöld lækkuðu verðtolla og magntolla á innfluttu nautahakkefhi um tvo þriðju (67%) hækkaði nautahakk á íslandi um 15%. Allt eru þetta dæmi sem eiga sér skýringar m.a. í fákeppni sem einkennir íslenskan markað svo og sauðmeinlausum neytendasamtökum sem ekki hafa tekið þátt í opinberri umræðu um verðlagsmál undanfarin misseri svo heitið geti.

Tryggjum jákvæð áhrif skattabreytinganna
Til að tryggja að áhrif aðgerðanna sem gripið hefur verið til nú verði í samræmi við það sem að er stefnt þurfa allir að vera á verði, neytendur, neytendasamtök, verkalýðshreyfingin og stjórnvöld. Það er á margan hátt erfiðleikum háð. Verðmyndun er ógagnsæ, álagning í landinu er frjáls, verkalýðshreyfingin er eignaraðili að stærstu verslunarkeðjum og eiginleg samkeppni á dagvörumarkaði er varla til. Nú á fyrstu dögum eftir breytingu gjaldanna hafa birst ýmis merki þess að verslunin ætli ekki að grípa tækifærið sem henni er rétt til að bregðast við auknu trausti. Það er miður og hlýtur að kalla á aðgerðir af hálfu neytenda og einnig stjómvalda verði ekki bragarbót hér á. Því skora ég á kaupmenn að sýna nú þegar í verki að þeir ætii sér að bregðast við breyttu skattumhverfi með því að lækka vöruverð í samræmi við breytingamar.

Ég skora einnig á kaupmenn að sýna í verki vilja sinn til að styrking krónunnar skili sér í verði á innfluttum vörum í ríkari mæli en þegar hefur verið gert. Ég skora á neytendasamtökin að reka af sér slyðruorðið og setja nú þegar upp verðvakt í samstarfl við neytendur. Ég skora á alþýðusamtökin að láta ekki eignarhald sitt á verslunarfyrirtækjum trufla sig í að tryggja hlut félagsmanna sinna í bættu skattumhverfl. Síðast en ekki síst skora ég á neytendur að halda vöku sinni. Að halda áfram að deila á samfélagsmiðlum því sem þeim þykir rangt gert líkt og þeir hafa gert nú á fyrstu dögum ársins. Ég skora líka á neytendur að sýna hug sinn í verki t.d. með því að sniðganga þau verslunarfyrirtæki sem ekki bregðast við nýju skattumhverfi með því að lækka verð. Allir sem verða varir við misbresti í framkvæmd breytinganna mega gjaman senda mér tölvupóst á netfangið thorsteinns@althingi.is. Það er sameiginlegt verkefhi okkar allra að tryggja að aðgerðir sem settar eru fram af hálfu stjómvalda til þess að lækka vöruverð í landinu nái takmarki sínu.

Þorsteinn Sæmundsson

Greinin birtist í DV 9. janúar 2015.

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

Categories
Greinar

Afnám verðtryggingar – hvað er að frétta?

Deila grein

12/01/2015

Afnám verðtryggingar – hvað er að frétta?

Silja-Dogg-mynd01-vefEitt af stóru kosningamálunum vorið 2013 var afnám verðtryggingarinnar af neytendalánum. Þingmenn Framsóknar töluðu fyrir afnáminu og lofuðu að beita sér fyrir því ef þeir fengju umboð kjósenda. Flokkurinn vann stórsigur og nú er komið að efndum. Von er á frumvörpum þess efnis á komandi vorþingi.

Beltin, axlaböndin og beri karlinn

Flestir eru sammála um að verðtryggð neytendalán séu ekki sanngjörn viðskiptaaðferð. Það er ekki fullkomlega siðlegt að „meðal Jón“, með enga sérþekkingu á sviði viðskipta, geti tekið slíkt lán þar sem ómögulegt er að átta sig á áhættunni sem í slíkri lántöku felst. Slíkar lánveitingar ættu aðeins að vera í boði fyrir atvinnufjárfesta en ekki fyrir venjulegt launafólk sem einungis er að koma sér þaki yfir höfuðið.

Systurnar; verðtryggingin og verðbólgan

Verðtryggingin hefur einnig neikvæð áhrif á verðbólgumyndun; ýtir undir verðbólguna. Þannig að þeir sem segja að verðtryggingin skipti ekki máli, réttast væri að „afnema“ verðbólgu, hafa rangt fyrir sér því verðbólga og verðtryggingin eru sitt hvor hliðin á sama peningnum. Það er ástæða fyrir því að önnur lönd hafa ekki tekið upp verðtryggð kerfi. Verðtrygging neytendalána er mein sem nauðsynlegt er að uppræta með það að markmiði að skapa heilbrigðara efnahagsumhverfi hér á landi.

Sögulegt samhengi

Rétt er að halda til haga að það var fyrir tilstuðlan Framsóknarflokksins sem verðtryggingu var komið á árið 1979. En á þeim tíma voru bæði laun og lán verðtryggð. Fáum árum síðar voru launin tekin út fyrir sviga þannig að myndin skekktist allverulega, lántakendum í óhag. Ekki þarf að fjölyrða um hversu miklum breytingum íslenskt fjármálakerfið hefur tekið síðustu þrjá áratugina. Fjármálakerfið okkar er enn talsvert óþroskað eins og Hrunið sýndi okkur glögglega. Verðtryggingin er svo sannarlega ein af stóru göllunum og enn erum við að læra á viðskiptasiðferðið sem er heldur skammt á veg komið hjá okkur Íslendingum. Ég vil trúa því að efnhagshrunið og afleiðingar þess hafi kennt okkur eitthvað og aukið vilja til að gera stórtækar breytingar á núverandi lagaumhverfi og hugsunarhætti.

Ferð sem verður að fara

Skýrsla sérfræðihóps um afnám verðtryggingar af neytendalánum var birt í lok janúar 2014. Meirihluti sérfræðihópsins lagði til að frá og með 1. janúar 2015 yrðu stigin veigamikil skref í átt að fullu afnámi verðtryggingar nýrra neytendalána, en vinna við áætlun um fullt afnám yrði hafin eigi síðar en á árinu 2016. Mikil vinna hefur farið fram í ráðuneytunum þar sem tillögur minni- og meirihluta séfræðingahópsins eru hafðar til grundvallar.

Breytingar til batnaðar

Nú stendur til að leggja fram frumvarp á vorþingi sem felur í sér að óheimilt verði að bjóða verðtryggð lán með jöfnum greiðslum til lengri tíma en 25 ára, að lágmarkstími nýrra verðtryggðra neytendalána verði lengdur í allt að 10 ár og að takmarkanir verði gerðar á veðsetningu vegna verðtryggðra íbúðalána. Fjármálaráðherra hefur umsjón með þessum hluta verkefnisins. Húsnæðismálaráðherra er falið að auka hvata til töku og veitingar óverðtryggðra lána og forsætisráðherra mun skipa starfshóp um leiðir til að sporna gegn því að sjálfvirkar hækkanir á vöru og þjónustu og tenging ýmissa skammtímasamninga við vísitölu neysluverðs kyndi undir verðbólgu. Að auki mun ráðherranefnd um úrlausnir í skuldamálum heimilanna mun skipa Verðtryggingarvakt sem hefur það hlutverk að tryggja samfellu í framgangi áætlunar um afnám verðtryggingar af nýjum neytendalánum.

Verðtryggð húsnæðislán hafa verið leiðrétt, mikil vinna hefur farið fram í Velferðarráðuneytinu varðandi breytingar á húsnæðiskerfinu og frumvörp þess efnis verða kynnt á vorþingi. Var einhver að tala um nefndir og engar efndir?

Silja Dögg Gunnarsdóttir

Greinin birtist í DV 9. janúar 2015.

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

Categories
Greinar

Það er kominn tími til að tengja

Deila grein

09/01/2015

Það er kominn tími til að tengja

Silja-Dogg-mynd01-vefFjarskipta- og samgöngumál eru yfirleitt mál málanna þegar ég ræði við fólk í hinu ægifagra og víðfeðma Suðurkjördæmi. Það er nauðsynlegt að þessum málaflokkum sé vel sinnt þar sem þeir eru grundvöllur atvinnuuppbyggingar, námsmöguleika og að allir landsmenn geti sótt nauðsynlega grunnþjónustu með góðu móti. Framsókn hefur lagt mikla áherslu á mikilvægi fjarskiptamála á landsbyggðinni.

Fjarskiptin í forgangi

Fjárlagafrumvarpið var samþykkt þann 16. desember síðastliðinn og ég er ánægð með forgangsröðunina sem þar birtist, ekki síst út frá umræddum málaflokkum. Þess má einnig geta að annað árið í röð samþykkir þingið hallalaus fjárlög og að þessu sinni með 3,5 milljarða króna afgangi.

Samþykkt var að veita 300 milljónum í Fjarskiptasjóð til þess að hefja fyrsta áfanga framkvæmda við fyrirhugaða fjarskiptaáætlun. Með fjárveitingunni verður hægt að skipuleggja og kortleggja innviðagrunni ljósleiðara, hefja tengingar á ótengdum svæðum auk þess að hringtengja landsvæði.

Uppbygging innanlandsflugvalla

Innanlandsflug er mikilvægur hluti almenningssamgangna. Samt sem áður hefur viðhaldi innanlandsflugvalla ekki verið sinnt sem skyldi undanfarin ár, ekki frekar en vegakerfinu, og þarna þarf að gera bragabót á. Þingið samþykkti nú að veita 500 milljónum króna til að koma til móts við uppsafnaða viðhaldsþörf á flugvöllum á landsbyggðinni. Þessi liður er fjármagnaður með arðgreiðslum frá ISAVIA sem renna í ríkissjóð.Þar með er komin lausn áralangrar deilu varðandi það hvernig hægt sé að fjármagna viðhald flugvalla á landsbyggðinni. Sumir hafa gagnrýnt þá leið og haldið fram að sú ráðstöfun muni draga úr nauðsynlegu viðhaldi og uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli. Sú er ekki raunin. Hagnaður ISAVIA er tæpir 3 milljarðar króna og batnar ár frá ári. Styrking innanlandsflugvalla mun ekki hafa áhrif á framkvæmdahraða á Keflavíkurflugvelli. Framkvæmdir munu halda áfram samkvæmt áætlun og þær verða fjármagnaðar með arði og lántökum. Störf munu ekki hverfa frá Suðurnesjum, heldur þvert á móti.

Samgöngumálin í brennidepli

Auk þess að leggja áherslu á uppbyggingu fjarskiptakerfis og bættra flugsamgangna þá var einnig ákveðið að leggja tugi milljóna til nauðsynlegra endurbóta á hafnarmannvirkjum í Þorlákshöfn. Það felast miklir hagsmunir í því fyrir allt Suðurland að eiga góða höfn.

Af þessari upptalningu má sjá hver forgangsröðun fjármuna í kjördæminu var. En betur má ef duga skal. Enn eru fjölmörg verkefni óleyst. Það stærsta er eflaust áframhaldandi uppbygging Landeyjarhafnar og smíði nýs Herjólfs. Það verkefni er mjög aðkallandi. Einnig þarf að fara í stórátak í viðhaldi vega, þá sérstaklega tengivega, að ógleymdri fækkun einbreiðra brúa í Skaftafellssýslum. Af nógu er að taka og mun ég halda áfram að leggja mitt á vogarskálarnar í þeirri vinnu.

Silja Dögg Gunnarsdóttir

Greinin birtist í Sunnlenska 8. janúar 2015.

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

Lífi blásið í spítalann – staðreyndir um fjárveitingar til Landspítalans

Deila grein

08/01/2015

Lífi blásið í spítalann – staðreyndir um fjárveitingar til Landspítalans

Silja-Dogg-mynd01-vefFjárveitingar til heilbrigðiskerfisins hafa aukist verulega eftir mikinn niðurskurð á árunum eftir hrun. Framlög til Landspítalans hafa aldrei verið hærri en á þessu ári og munu enn hækka á því næsta.

Á síðasta kjörtímabili nam niðurskurður á framlögum til Landspítalans tæplega 30 milljörðum króna. Uppsafnaður vandi er því mikill og verður ekki leystur í einni svipan. Uppbyggingin er hins vegar hafin líkt og eftirtaldar staðreyndir bera með sér:

  • Ríkisframlög til Landspítalans munu aukast enn frekar á árinu 2015 og nema 46 milljörðum króna. Um 50 milljarða með sértekjum.
  • Árlegt fé til tækjakaupa á Landspítalanum hefur fimmfaldast frá árinu 2012. 5,5 milljarðar hafa verið eyrnamerktir til tækjakaupa á Landspítalanum á tímabilinu 2014 til 2018.
  • Fjárveiting vegna hönnunar á nýjum Landspítala nemur tæpum 900 milljónum króna á árinu 2015.
  • Ríkisframlög til Landspítalans hafa aldrei verið hærri en á árinu 2014.
  • Um einum milljarði króna var veitt til jafnlaunaátaks á Landspítalanum á árinu 2014.

Landspítalinn er stærsta heilbrigðisstofnun landsins. Hann stóð af sér mikinn niðurskurð í kjölfar efnahagshrunsins en nú er uppbygging hafin að nýju.

landsspitali-fjarveitingar

Silja Dögg Gunnarsdóttir

Greinin birtist í DV 19. desember 2014.

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

Categories
Greinar

Áramót

Deila grein

31/12/2014

Áramót

Sigmundur-davíðÁgætu landsmenn.
Um þessi áramót er bjartara yfir landinu okkar en verið hefur um langan tíma, myrkur erfiðleika í þjóðlífi og efnahagsmálum að baki og framundan tími uppbyggingar og aukinnar velsældar. Um leið og við gleðjumst yfir hækkandi sól og því sem vel hefur til tekist á liðnu ári megum við ekki gleyma, að margir eiga um sárt að binda vegna slysa, veikinda, ástvinamissis eða annarra erfiðleika.

Viljinn til að rétta þeim sem minna mega sín hjálparhönd er sterkur í samfélagi okkar og við getum líklega flest verið sammála um að lengi megi gera betur í þeim efnum.

Í ríkisbúskap er í mörg horn að líta og verðug verkefni fleiri en hægt er að gera sér í hugarlund í fljótu bragði. En það er sama hversu gott málefnið er, ríkissjóður getur ekki frekar en fjölskylda leyft sér til lengdar að eyða um efni fram. Ríkisstjórnin er einhuga um að forgangsraða í þágu velferðar, heilbrigðismála og heimilanna í landinu. Með þeim fjárlögum sem samþykkt voru á Alþingi fyrir jól er lögð rík áhersla á að verja og efla þessar grunnstoðir samfélagsins.

Heilbrigðismál eru málaflokkur sem snertir okkur öll og veraldleg gæði mega sín lítils í samanburði við þau gæði sem felast í góðri heilsu. Sem fámenn þjóð stöndum við vissulega frammi fyrir mikilli áskorun þegar kemur að því að viðhalda hér framúrskarandi heilbrigðisþjónustu um ókomin ár.

Eftir harkalegan niðurskurð á undangengnum árum var heilbrigðiskerfið vissulega komið að þolmörkum en nú hefur langvarandi vörn verið snúið í sókn og breyttar áherslur frá niðurskurði fyrri ára birtast í fjárlögum þessa árs og þess næsta. Rekstrarframlög til heilbrigðisstofnana hafa verið aukin og fjárveitingar til Landspítalans á árinu 2015 verða hærri en nokkru sinni fyrr, jafnvel hærri en útgjaldaárin miklu 2007 og 2008. Auk þess hafa fjárveitingar til kaupa á lækningatækjum verið sjöfaldaðar borið saman við fjárframlög til tækjakaupa árin 2007 til 2012.

Þótt við viljum öll gera betur megum við ekki gleyma, að sem þjóð höfum við lengi getað státað af einu öflugasta heilbrigðiskerfi og samtryggingu í veröldinni. Þrátt fyrir fámenni hefur okkur tekist að vera í hópi þeirra þjóða sem bjóða upp á gott heilbrigðiskerfi sem allir eiga jafnan aðgang að, hvort sem viðkomandi hefur efni á dýrum sjúkratryggingum eða ekki.

Efnahagslegur bati og sögulegt tímabil stöðugleika
Íslensk heimili og atvinnulíf hafa á liðnu ári búið við einstakt tímabil stöðugleika í efnahagsmálum. Verðbólga, einn helsti óvinur launafólks, hefur nú í fyrsta sinn á öldinni haldist stöðug og verið í næstum heilt ár fyrir neðan viðmið Seðlabanka Íslands. Það er sögulegur árangur sem margir hafa átt þátt í að skapa. Lág verðbólga, ásamt skynsamlegum ákvörðunum í ríkisfjármálum og kjarasamningum, varð til þess að kaupmáttur jókst meira á árinu en bjartsýnustu menn þorðu að vona. Aukning kaupmáttar á síðustu 12 mánuðum mælist nú 5,5% og hefur hann aðeins einu sinni áður mælst meiri á öldinni. Erfitt er að finna stærra hagsmunamál íslenskra heimila og samfélagsins alls, en aukningu kaupmáttar og ráðstöfunartekna heimila. Í fjárlögum komandi árs er enn ýtt undir þessa þróun, þar sem ýmsar beinar aðgerðir og breytingar á skattkerfinu eiga að leiða til enn frekari aukningar ráðstöfunartekna heimilanna. Þar er sérstaklega hugað að því að rétta hlut lágtekjufólks og fólks með millitekjur.

Fljótlega eftir áramót fara viðræður aðila vinnumarkaðarins um nýja kjarasamninga af stað af fullum þunga. Væntingar eru miklar en ekki er að efa að aðilar vinnumarkaðar skilja vel þá ábyrgð sem á þeim hvílir. Það væri mikil synd ef einstakt tækifæri til að verja verðlagsstöðugleika og halda áfram að bæta kjör almennings á Íslandi færi forgörðum vegna átaka á vinnumarkaði.

Öflug þjóð í gjöfulu landi
Íslendingar eru lánsöm þjóð, landið er gjöfult með miklar náttúruauðlindir sem langt er frá að hafi verið nýttar til fulls. Ungri og vel menntaðri þjóð sem býr við slík skilyrði frá náttúrunnar hendi eru allir vegir færir. Ríkisvaldið þarf að veita framsæknu, þróttmiklu og hugmyndaríku fólki skilyrði til að reyna sig við stofnun og rekstur nýrra fyrirtækja sem skapa þjóðinni aukna velsæld. Mikill gróska er nú í nýsköpun í atvinnulífinu og fjöldi nýrra fyrirtækja er til vitnis um þrótt, þor og sköpunargleði þjóðarinnar. Í þeirri öflugu flóru nýsköpunarfyrirtækja sem nú auka fjölbreytni atvinnulífsins eru mörg fyrirtæki sem hafa þegar náð að skara fram úr í alþjóðlegri samkeppni.

Náðst hefur mikill árangur í efnahags- og atvinnumálum sem ríkisstjórnin mun byggja á til framtíðar til að skapa heilbrigt umhverfi fyrir þróttmikið atvinnulíf og auðvelda þá auknu framleiðslu verðmæta sem við þurfum til að standa undir aukinni velferð á Íslandi. Samhliða því að fyrirtækjum séu sköpuð sem best skilyrði til vaxtar er eðlilegt að gera þá kröfu til atvinnulífsins að það láti launþega njóta árangursins þegar vel gengur. Í því sambandi er mikilvægt að minnast þess að rekstur fyrirtækja, eins og heilu samfélaganna, gengur best ef hugað er að jafnræði.

Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir þjóðina um ókomin ár að vel takist til við framkvæmd afnáms gjaldeyrishafta. Ein stærsta hindrunin eru þau miklu verðmæti í eigu þrotabúa föllnu bankanna sem talin eru munu leita úr landi ef umbreyting krónueigna í erlendan gjaldmiðil verður gefin frjáls. Ríkisstjórnin mun hér eftir sem hingað til hafa afkomu og heill almennings í landinu að leiðarljósi við allar ákvarðanir sem lúta að afnámi hafta. Þeir sem vonast til að tíminn vinni gegn ríkisstjórninni í tengslum við uppgjör hinna föllnu banka fara villir vegar. Ríkisvaldið mun ekki gera skuldir einkaaðila að sínum eða setja stöðugleika í efnahagsmálum í uppnám með því að gefa eftir í baráttu fyrir farsælli lausn þessara mála.

Gleðin
Stjórnmálamenn hvar í flokki sem þeir standa eiga það sameiginlegt að við þá talar mikill fjöldi fólks, oft með góðar ábendingar og athugasemdir um það sem má betur fara. Á göngu upp Laugaveg á Þorláksmessu vatt ókunnug kona sér að fjölskyldunni og sagðist vilja þakka fyrir það sem áunnist hefði við landsstjórnina. Hún bætti við að það væri verst hvað hinn þögli meirihluti væri óduglegur að láta í sér heyra meðan »háværum nöldurseggjum«, eins og hún orðaði það, væri að takast að ræna þjóðina gleðinni. Við eigum það flest sameiginlegt að geta glaðst á góðri stundu og líða betur innan um þá sem búa yfir gleði og lífshamingju frekar en nöldri og úrtölum. Víst er að lífið er of dýrmætt til að eyða því í formælingar og illmælgi. Gleði í samskiptum fólks bætir andrúmsloft og gerir lífið skemmtilegra.

Magnús Ásgeirsson þýddi á snilldarlegan hátt ljóð frá ýmsum löndum og eitt þeirra, ljóð eftir danska skáldið Axel Juel, fjallar um gleði, hryggð og hamingju. Fyrsta erindið fjallar um gleðina og hljóðar þannig:

Ljúfasta gleði allrar gleði
er gleði yfir því, sem er alls ekki neitt,
engu, sem manni er á valdi eða í vil,
gleði yfir engu og gleði yfir öllu,
gleðin: að vera til.

Með þessum ljóðlínum óska ég landsmönnum öllum gleðilegs og gæfuríks nýs árs og þakka ánægjuleg samskipti á liðnu ári.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra

Greinin birtist í Morgunblaðinu 31. desember 2014.

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

Categories
Greinar

Sannleikurinn um RÚV

Deila grein

17/12/2014

Sannleikurinn um RÚV

Vigdís HauksdóttirSífellt er klifað á því að stjórnvöld séu að skerða fé til reksturs Ríkisútvarpsins. Aldrei fyrr í sögunni hefur meira fjármagni verði varið í rekstur stofnunarinnar, eins og sjá má á meðfylgjandi grafi.

Í greinargerð frumvarps til laga nr. 23/2013, um Ríkisútvarpið, segir »að rökin fyrir mörkun útvarpsgjalds til Ríkisútvarpsins lúti einkum að því að tryggja stöðugleika fjárveitinga en jafnframt sé eðlilegt að binda þá mörkun ákveðnum skilyrðum til að draga úr sveiflum til lækkunar og hækkunar«. Einnig kemur þar fram að mikilvægt sé talið að tryggja Ríkisútvarpinu fjárhagslegt sjálfstæði að því marki sem unnt er, óháð hinu pólitíska og efnahagslega valdi.

Hér birtist glöggt vilji löggjafans til algjörs aðskilnaðar – að fjárveitingavaldið bindi upphæð útvarpsgjaldsins/»nefskattsins« í lög og skili allri upphæðinni til RÚV, en hafi ekki áhrif á fjárhagslegt sjálfstæði stofnunarinnar með því að ráðstafa gjaldinu til annarra verkefna. Með öðrum orðum að fyrirbyggja freistnivanda stjórnvalda eins og gerðist í tíð síðustu ríkisstjórnar þar sem gjaldinu var ráðstafað í stórum stíl í önnur verkefni. Í fjárlagagerð árið 2013, fyrir fjárlagaárið 2014, var sáttabreytingatillaga að í stað þess að gjaldið fyrir árið 2015 skyldi fara í 17.800 kr. í stað 16.400 kr. eins og gert var ráð fyrir samkvæmt lögunum. Stjórnvöld gáfu stjórnendum RÚV aukið svigrúm að trappa niður reksturinn og um leið að skila gjaldinu öllu og óskiptu til stofnunarinnar.

Nákvæmlega ár er liðið frá þessari þinglegu ákvörðun – að RÚV ætti að miða rekstur sinn við að gjaldið yrði 17.800 kr. Þessu er framfylgt í fjárlagagerðinni nú. Í fjárlögum fyrir árið 2015 er gert ráð fyrir að heildarframlag til RÚV verði 3.498 milljónir og við 2. umræðu fjárlaga var lögð til hækkun um 181,9 milljónir til viðbótar. Ríkið er því að innheimta af skattgreiðendum 3.680 milljónir kr. og færa þær óskertar yfir til stofnunarinnar. Nemur það um 9% hækkun á fjárframlögum ríkisins.

Það eru dylgjur og ósannindi að halda því fram að stjórnarmeirihlutinn sé að skera RÚV niður eins og hrópað er í þinghúsinu, á torgum og í fjölmiðlum. Ég vonast eftir hófstilltri umræðu, umræðu sem byggð er á staðreyndum, sannleika og lagafyrirmælum en ekki tilfinningasemi, blekkingum og ósannindum.

rikisframlag til ruv

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vigdís Hauksdóttir

Greinin birtist í Morgunblaðinu 16. desember 2014

 

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

 

 [/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

Categories
Greinar

Okkar sameiginlega sköpunarverk

Deila grein

08/12/2014

Okkar sameiginlega sköpunarverk

Silja-Dogg-mynd01-vefAtvinnumálin á Suðurnesjum hafa verið í brennidepli í mörg ár. Árið 2006 hurfu mörghundruð störf vegna brotthvarfs bandaríska hersins og tveimur árum síðar hrundi íslenska bankakerfið. Helguvíkurverkefnið hefur ekki gengið sem skyldi og nú glímir Reykjanesbær við gríðarlega erfiða fjárhagslega stöðu. Hvað er til ráða og hver á að gera hvað? Er einhverra breytinga að vænta? Svarið er já og öll gegnum við mikilvægu hlutverki í umbreytingunni sem framundan er.

Sérkennileg þróun
Á sama tíma og störf hurfu af svæðinu þá fjölgaði íbúum Reykjanesbæjar um mörg prósent. Reynslan sýnir hins vegar að þegar störfum fækkar þá fækki íbúum jafnframt, þ.e. íbúar leita venjulega til staða þar sem störf er að finna. Hér var því öfugt farið. Afleiðingar þessarar öfugþróunar þekkjum við of vel; atvinnuleysi og stóraukinn kostnaður félagsþjónustunnar. En þrátt fyrir að hér sé enn mesta atvinnuleysi á landsvísu þá tala atvinnurekendur um að erfitt sé að fá fólk til vinnu. Þeir sem sækja um mæta jafnvel ekki eða seint og illa þegar til kemur. Slæmt er ef rétt reynist.

Lausn í sjónmáli
Helguvíkin er enn ekki farin að skila því sem væntingar stóðu til. Staðreyndin er sú að bæjaryfirvöld fóru í kostnaðarsamar framkvæmdir án þess að hafa vilyrði stjórnvalda fyrir ríkisstyrk. ESA reglur um opinberan stuðning setja ríkisvaldinu þröngar skorður um með hvaða hætti slíkur stuðningur má vera til að teljast lögmætur. Núverandi iðnaðarráðherra, Ragnheiður Elín, hefur markvisst að málinu síðan hún tók við ráðuneytinu og vonandi finnst viðunandi lausn innan tíðar.

Störf á næsta leyti
Hið opinbera býr ekki til störf. Alþingi og ríkistjórn móta rammann en það er fólkið, heimamenn sem búa til atvinnutækifærin. Þar reynir á sköpunargáfuna, dugnað og úthald. Frá því að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs tók við vorið 2013 hefur iðnaðar- og viðskiptaráðherra gert þrjá fjárfestingasamninga um verkefni á Suðurnesjum, m.a. við örþörungaverksmiðjuna Algalíf á Ásbrú, United Silicon kísilverksmiðju í Helguvík og Thorsil. Þessi fyrirtæki munu skapa hundruð starfa í framtíðinni. Til viðbótar við einstök verkefni má nefna að frumvarp iðnaðarráðherra um ívilnanir vegna nýfjárfestinga mun styðja við atvinnuuppbyggingu um allt land, ekki síst á Suðurnesjum. Eitt af fyrstu verkum ráðherra var tryggja lönd á Vatnsleysuströnd fyrir lagningu Suðvesturlínu og tryggja þar með orkuflutning sem er nauðsynleg undirstaða áframhaldandi uppbyggingar atvinnulífsins.

En við getum öll gert betur. Öll gegnum við mikilvægu hlutverki og berum ábyrgð, því samfélagið er við sjálf.

Silja Dögg Gunnarsdóttir

Greinin birtist á vf.is 6. desember 2014

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

Heilbrigðiskerfið í forgang

Deila grein

03/12/2014

Heilbrigðiskerfið í forgang

Karl_SRGB_fyrir_vefHeilbrigðiskerfið okkar er ein mikilvægasta grunnstoð samfélagsins. Við erum öll sammála um það að niðurskurður síðari ára var alltof mikill og gekk nánast af heilbrigðiskerfinu dauðu. Grunnþjónustan skertist til muna og biðlistar lengdust. Laun lækna hafa nánast staðið í stað frá árinu 2008.

Hér þurfti að snúa við blaðinu.

Fjárlög þessa árs bera vitni um áherslubreytingar til batnaðar. Ríkisstjórnin setur heilbrigðiskerfið í forgang og hefur okkur sannarlega tekist að snúa við blaðinu. Fjárlög sýna það svart á hvítu. Kostnaðarhlutdeild sjúklinga, sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda, lækkar og þátttaka einstaklinga í lyfjakostnaði minnkar um 5%, með 150 milljóna króna aukinni greiðsluþátttöku ríkisins. Lyfjakostnaður sjúklinga lækkar jafnframt með lækkun efra þreps VSK úr 25,5% í 24%. Framlög til Landspítalans hafa aldrei verið hærri en á fjárlögum nú – frá stofnun spítalans – eða 49,4 milljarðar króna. Framlag vegna hönnunar nýs Landspítala hefur verið stóraukið um sem nemur 875 milljónum króna.

Sérstök framlög til rekstrar og stofnkostnaðar heilbrigðisstofnana aukast um rúman 2,1 milljarð króna. Rekstrarframlög til heilbrigðismála almennt eru aukin, tækjakaup á landsbyggðinni um 100 milljónir króna, styrking á rekstrargrunni heilbrigðisstofnana og heilsugæslustöðva um 100 milljónir króna og FSA um 50 milljónir króna.

Læknar eru í verkfalli, já. Það er skilningur fyrir því eftir langt fjársvelti. Samningaviðræður eru í gangi milli lækna og stjórnvalda. Vildum við að búið væri að semja? Já, auðvitað. Gætu viðræður gengið hraðar fyrir sig? Mögulega. En ferlið er flókið og að mörgu þarf að huga. Samningsniðurstaða er vissulega aðkallandi en mikilvægt er að sem flestir geti unað við hana og að almenn sátt ríki um niðurstöðuna.

Það er þreytandi að hlusta á endalausa neikvæðni ákveðinna aðila innan stjórnarandstöðunnar þegar kemur að jákvæðum hlutum, eins og stórauknum framlögum til Landspítalans. Hér ættu allir að vera sammála. Vissulega þarf að gera meira fyrir Landspítalann til að vinna upp uppsafnaðan vanda eftir gríðarlegan niðurskurð á síðasta kjörtímabili. Því neitar enginn. Enda er það stefna þessarar ríkisstjórnar að koma heilbrigðiskerfinu í það stand sem við viljum að það sé í. Slíkur viðsnúningur á sér ekki stað á einni nóttu. Það er langhlaup.

Karl Garðarsson

Greinin birtist í Fréttablaðinu 3. desember 2014

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

Motivating men to fight for gender equality

Deila grein

28/11/2014

Motivating men to fight for gender equality

Gunnar bragi_SRGB_fyrir_vefGender inequality is one of the most significant human rights and development challenges facing the world. It harms women and girls and limits the potential of communities and nations. The effort to promote gender equality is too often seen as a “women’s issue”, with only women interested or responsible. But gender inequality is a global challenge and to solve it we must bring men and boys into the conversation. In essence, we need to tear down the stereotypes of men and women that are reinforced among men. Men are not only the problem; men are part and parcel of the solution and need to assume responsibility for the way things stand.

Twenty years ago, the Fourth World Conference on Women resulted in the most progressive blueprint ever for advancing women’s rights.  But in 2014, too many inequalities still exist, in politics, business, the law, culture, education and beyond. Our progress is stagnating on a global scale.

The problems are serious. In many parts of the world, rape is not considered a crime, violence of all kinds against women is routine, and forced prostitution is not uncommon. Even in countries where progress in gender equality has been achieved, women earn less than men, do not have equal representation in parliaments, hold too few executive positions, and are slotted into gender-specific professions.

The involvement of men in the effort to achieve gender equality is widely recognised as a necessity. Countless UN Goodwill Ambassadors have spoken of the vital role men must play in mobilising communities, speaking out against inequality and sexism, and taking action against this pressing global issue, most recently through the HeForShe campaign.

At the UN General Assembly in September this year Iceland and Suriname launched the “Barbershop Conference”, to be held in New York 14-15 January 2015. The Barbershop conference is an initiative that aims at activating men and boys in the fight for gender equality and changing the discourse among men and boys. We believe that by having men talk about masculinity and gender equality with other men we may get a different kind of insight and may produce innovative ways of engaging, mobilizing and motivating men to fight for gender equality and address unhealthy stereotypes of masculinity.

The focus of the Conference is ending violence against women – the most pervasive violation of human rights and an unacceptable manifestation of gender-based discrimination and inequality. In particular, men will be encouraged to look at their own attitudes and behaviour and how they relate to the perpetuation of men’s violence against women. Various studies have shown linkages between rigid definitions of what it means to be a man or a woman and men’s use of violence against women. And in a wide variety of settings, the most consistent predictor of attitudes condoning violence against women is beliefs about appropriate roles for men and women. With the Barbershop Conference initiative, Iceland adds its weight to the Liberal International’s important Campaign on the Istanbul Convention.

The Barbershop Conference is not a question of the men “taking it from here” but rather of men facing up to the issues. We extend an invite to join us in this debate. And our hope is that the Barbershop conference in New York will be a meaningful contribution to change hearts and minds and towards for gender equality.

Gunnar Bragi Sveinsson

Greinin birtist í Liberal International Human Rights Bulletin 26. nóvember 2014

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

Mikil skuldabyrði heimila hægir á efnahagsbata

Deila grein

27/11/2014

Mikil skuldabyrði heimila hægir á efnahagsbata

frosti_SRGB_fyrir_vefWillum Þór ÞórssonÍ skýrslu AGS frá 2012 um horfur í heimsbúskapnum var Ísland í hópi ríkja þar sem skuldabyrði heimilanna var einna mest. Hlutfall skulda íslenskra heimilanna náði 133% af vergri landsframleiðslu (VLF) árið 2010. Að mati AGS getur mikil skuldsetning heimila bæði dýpkað niðursveiflur í hagkerfi þjóða og hægt á efnahagsbata. Það sé því mikilvægt að draga úr skuldsetningu.

Skuldastaða íslenskra heimila fer batnandi
Skuldastaða heimilanna hefur farið batnandi frá 2010, ekki síst vegna gengislánadóma, 110% leiðar bankanna og heimilin hafa lagt kapp á að greiða upp skuldir og dregið úr neyslu. Eftir að höfuðstólslækkun verðtryggðra lána og séreignarsparnaðarleið hefur nýst að fullu er útlit fyrir að heildarskuldir íslenskra heimila verði komnar í 90% af VLF og húsnæðislán í rúm 60% af VLF. Með leiðréttingunni mun eiginfjárstaða 54 þúsund heimila styrkjast og um fjögur þúsund aðilar færast úr því að eiga minna en ekki neitt yfir í að eiga jákvætt eigið fé í fasteignum sínum. Þótt þetta sé mikil framför er skuldsetning íslenskra heimila eftir sem áður hærri en góðu hófi gegnir.

Lægri skuldsetning heimila eykur stöðugleika og hagvöxt
Eftir því sem skuldsetning heimila er meiri því líklegra er að efnahagsáföll þjóðarbúsins verði meiri og afturbatinn hægari. Þetta kemur fram í skýrslu AGS frá 2012 um efnahagshorfur í heiminum og er byggt á greiningu á hagtölum frá fjölda ríkja undanfarna þrjá áratugi. Í sömu skýrslu kemur fram sú skoðun að djarfar efnahagsaðgerðir til lækkunar á skuldum heimila geti flýtt umtalsvert fyrir því að hagkerfi rétti úr kútnum eftir áföll. Það er ekki tilviljun að bæði í aðdraganda kreppunar miklu í Bandaríkjunum 1930 og fjármálakreppunar 2008, höfðu skuldir heimila farið hraðvaxandi.

Skuldavandi víðar en á Íslandi
Á meðan skuldir íslenskra heimila hafa farið lækkandi, hafa skuldir heimila í ríkjum sem við berum okkur gjarnan saman við, ýmist staðið í stað eða hækkað. Í Noregi og Sviss hafa skuldir heimila vaxið, en staðið í stað í Danmörku og Hollandi. Skuldir heimila í Hollandi námu í árslok 2012 um 127% af VLF.

Á Íslandi er nú spáð góðum hagvexti og minnkandi atvinnuleysi á meðan útlit er fyrir slakan hagvöxt og viðvarandi atvinnuleysi í mörgum evrópuríkjum, ekki síst þeim ríkjum sem búa við evruna. Í Bandaríkjunum hefur skuldsetning heimila hins vegar farið minnkandi og hagvöxtur farið vaxandi.

Góðar horfur fyrir íslensk heimili
Hagvöxtur næstu ára mun halda áfram að bæta lífskjör hér á landi svo um munar. Það mun veita heimilunum mikilvægt tækifæri til að draga enn frekar úr skuldsetningu sinni. Leiðréttingin er mikilvæg efnahagsaðgerð sem eflir viðnámsþrótt hagkerfisins, eykur hagvöxt og bætir þannig lífskjör almennt í landinu.

Frosti Sigurjónsson og Willum Þór Þórsson

Greinin birtist í Viðskiptablaðinu 20. nóvember 2014

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.