Mánudagur 21. október 2024 –




Samtal við Lilju Dögg Alfreðsdóttur, varaformann Framsóknar og menningar- og viðskiptaráðherra og Ásmund Einar Daðason, ritara Framsóknar og mennta- og barnamálaráðherra verður haldið mánudaginn 14. október í húsi Hjálpræðishersins, Suðurlandsbraut 72, kl. 20:00.
Verið öll hjartanlega velkomin!

Við bjóðum flokksmenn Framsóknar velkomna á opið hús að Bæjarlind 14-16 í Kópavogi vegna opnunar flokksskrifstofu þriðjudaginn 8. október frá kl. 16.00-18.00.
Verið öll hjartanlega velkomin!
Stjórn KFR boðar til 17. Kjördæmaþings Framsóknarmanna í Reykjavík miðvikudaginn 16. október í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, 3. hæð, kl. 20:00
Framboð í trúnaðarstörf skulu berast til starfsnefndar á netfangið reykjavik@framsokn.is. Framboðsfrestur rennur út þremur sólarhringum fyrir boðaðan þingtíma.
Formenn aðildarfélaga eru hvattir til þess að huga að kjörbréfum fyrir þingið og koma til starfsnefndar á netfangið: reykjavik@framsokn.is.
Á kjördæmaþingi eiga sæti með atkvæðisrétti:
Þá eiga allir félagsmenn Framsóknarflokksins í kjördæmunum rétt á að sitja kjördæmaþing með málfrelsi og tillögurétt.
Stjórn KFR leggur fram eftirfarandi lagabreytingatillögur til samræmis við breytingar á lögum flokksins á síðasta flokksþingi.
Hlökkum til að sjá sem flest!
Boðað er til félagsfundar hjá Framsóknarfélagi Múlaþings laugardaginn 5. október í Austrasalnum að Tjarnarbraut 19 á Egilsstöðum kl. 10.00.


21. Landsþing Kvenna í Framsókn verður haldið laugardaginn 5. október 2024 á skrifstofu Framsóknar, Bæjarlind 14-16 í Kópavogi. Þingsetning verður kl. 13.00 og fyrirhugað að þingstörf standi til kl. 18:00.
1. Hefðbundin aðalfundarstörf
a. Skýrsla stjórnar
b. Ársreikningar
2. Ávarp gesta
3. Stjórnmálaumræður
4. Ályktanir
5. Lagabreytingar
6. Kosningar
a. Formaður
b. Framkvæmdastjórn (4 og 2 til vara)
c. Landsstjórn – einn í hverju kjördæmi (6 og 6 til vara)
d. Skoðunarmenn reikninga (2)
7. Önnur mál
Skráning á þingið skal skila á netfangið framsokn@framsokn.is.
Framboð í þau embætti sem kosið verður um á þinginu óskast send á netfangið framsokn@framsokn.is fyrir 4. október.
Þingið er konum að kostnaðarlausu. Boðið verður upp á góðar kaffiveitingar.