Opið hús hjá Ung Framsókn í Reykjavík

Fimmtudagur 10. júní 2021 –

Verðum með opið hús á fimmtudögum!

Öll velkomin í spjall & kaffi – kveðja stjórnin.

Aðalfundur FUF í Skagafirði

Miðvikudagur 17. febrúar 2021 –

Aðalfundur Félags ungra Framsóknarmanna í Skagafirði verður haldinn miðvikudaginn 17. febrúar í Framsóknarhúsinu Suðurgötu 3 á Sauðárkróki klukkan 17:00.

Dagskrá:

a) Fundarsetning.
b) Tilnefning eða kosning fundarstjóra og fundarritara.
c) Formaður gefur skýrslu um starfsemi félagsins á liðnu starfsári.
d) Gjaldkeri flytur skýrslu um fjárhag félagsins og leggur fram reikninga.
e) Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.
f) Reikningar bornir upp til samþykktar.
g) Lagabreytingar.
h) Kosningar (samkvæmt 7. gr nýrra laga).
i) Önnur mál.
j) Fundarslit.

Stjórn FUF í Skagafirði

Aðalfundur Framsóknarfélags Ölfuss

Þriðjudagur 2. febrúar 2021 –

Stjórn Framsóknarfélags Ölfuss boðar til aðalfundar, þriðjudaginn 2. febrúar 2021 í Ráðhúsi Ölfuss, Hafnarbergi 1 Þorlákshöfn, kl. 20.00.

Dagskrá:

1. Venjuleg aðalfundastörf samkvæmt lögum félagsins.
2. Starfið framundan.
3. Komandi alþingis og sveitarstjórnarkosningar.
4. Önnur mál.

Gestur fundarins verður Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, verkefnastjóri Framsóknar í Suðurkjördæmi.

Heitt á könnunni.

Vegna takmarkana verður fundurinn einnig á ZOOM. Þeir sem hafa áhuga á að vera með sendi endilega póst á hronn@hekluskogar.is til að fá aðgang að fundinum.

Stjórnin.

Viltu þú hafa áhrif á samfélagið? Opinn fundur um mennta- og menningarmál

Sunnudagur 29. nóvember 2020 –
Boðað er til opins fundar sunnudaginn 29. nóvember kl. 20:00 þar sem helsta umfjöllunarefni fundarins er mennta- og menningarmál. Sérstakur gestur fundarins er Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og fer fundurinn fram á fjarfundaforritinu ZOOM.
Slóðin á fundin er hér:

https://us02web.zoom.us/j/87257938156

Fundurinn er hluti af fjarfundaröð Framsóknarfélaganna á Austurlandi, Vopnafjarðar, Múlaþings, Fjarðabyggðar og SUF með liðsinni Kjördæmissambands NA og þingmanna kjördæmisins.
Dagskrá fundarins:
Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra fjallar um nýja menntastefnu og Menntasjóð Námsmanna
Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður fjallar um mikilvægi fjölbreytts skólastarfs og námsframboðs á Austurlandi
Stefán Bogi Sveinsson, sveitarstjórnarmaður fjallar um mikilvægi menningar
Hjálmar Bogi Hafliðason, varaþingmaður er fundarstjóri.
Við hvetjum alla áhugasama að mæta, vinnum saman að því að gera gott samfélag enn betra!

Aðalfundur Framsóknarfélags Hólmavíkur

Mánudagur 23. ágúst 2021 –

Boðað er til aðalfundar Framsóknarfélags Hólmavíkur mánudaginn 23. ágúst í Kvenfélagshúsinu, Kópnesbraut 7, á Hólmavík kl. 20:00.

Dagskrá:

1. Venjulega aðalfundarstörf.

2. Önnur mál.

Stjórn Framsóknarfélags Hólmavíkur

Félagsfundur Framsóknarfélags Borgarfjarðar og Mýra

Þriðjudagur 29. september 2020 –

Félagsfundur Framsóknarfélags Borgarfjarðar og Mýra verður haldinn þriðjudaginn 29. september að Hótel Hamri kl. 20.30.

Dagskrá:

1. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing KFNV.

2. Kjörnir fulltrúar fara yfir sveitarstjórnarmálin.

3. Önnur mál.

Nýir félagar velkomnir.

Taktu þátt – hafðu áhrif!

Stjórn Framsóknarfélags Borgarfjarðar og Mýra

Opið hús á Akureyri

Laugardagur 16. október 2021 –

Opið hús (laugardagsfundur) verður á laugardaginn 16. október í Lionssalnum að Skipagötu 14 á Akureyri,  kl. 10.30-12.00.

Vöfflukaffi, ræðum vetrarstarfið og hvernig við ætlum að halda fluginu fram að sveitarstjórnarkosningum.

Fjölmennum og höfum með okkur gesti.

Framsóknarfélag Akureyrar og nágrennis

 

Aðalfundur Framsóknarfélags Akraness

Mánudagur 7. september 2020 –

Boðað er til aðalfundar Framsóknarfélags Akraness mánudaginn 7. september 2020 að Garðavöllum á Akranesi kl. 20.00.

Dagskrá:

1. Venjuleg aðalfundarstörf.

2. Önnur mál.

Stjórn Framsóknarfélags Akraness.

Félagsfundur Framsóknarfélags Múlaþings og kynning á framboðslista

Fimmtudagur 20. ágúst 2020 –

Framsóknarfélag Múlaþings boðar til félagsfundar í Austrasalnum, Tjarnarbraut 19 á Egilsstöðum, fimmtudaginn 20. ágúst kl. 20:00.

Á fundinum verður framboðslisti fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar formlega staðfestur og frambjóðendur kynna sig.

Gert er ráð fyrir að tveggja metra fjarlægðamörk verði virt og félagsfólk er beðið að viðhafa allar nauðsynlegar sóttvarnaráðstafanir.

Stjórn Framsóknarfélags Múlaþings.

Alþingiskosningar 2021

Laugardagur 25. september 2021 –

Alþingiskosningar munu fara fram laugardaginn 25. september 2021.

Listabókstafur FRAMSÓKNAR er B.

Ágætu Framsóknarmenn – mikilvægt er að allir Framsóknarmenn leggist á eitt og hjálpi til að tryggja Framsóknarflokknum sem flest atkvæði. Koma svo!