Fréttir
„Hakúna matata“
„Í dag er lögð mikil áhersla á læsi barna sem hefur farið hnignandi. Textun efnis gæti eflt læsi barna. Það er samt ekki aðeins textun á barnaefni sem er ábótavant heldur textun á öðru íslensku efni, svo sem kvikmyndum og þjóðfélagslegri umræðu í sjónvarpi. Í byrjun faraldurs var vel staðið að textun á sjónvarpsefni fyrir heyrnarskerta. Þá var ánægjulegt að sjá táknmálið sýnilegt. En betur má ef duga skal og er því mikilvægt að nýta þá reynslu sem fékkst af þessu, að halda áfram á sömu braut. Óskastaðan væri sú að við stjórnmálamenn gætum sagt „hakúna matata“ í þessum málum, en þangað til er það okkar að þrýsta á þetta réttlætismál,“ sagði Halla Signý að lokum.
Sigurður Ingi fjallaði um störf án staðsetningar á málþingi
Í ræðu sinni fór Sigurður Ingi yfir stöðuna á verkefninu og sýn sína á uppbyggingu starfa án staðsetningar. „Ég man eftir því að hafa fyrir nokkru síðan lesið grein um mannauðsmál fyrirtækja þar sem rætt var við forstjóra veitingasölukeðju í Bretlandi,“ sagði Sigurður Ingi. „Það hafði vakið mikla athygli hvað viðhorf og framkoma starfsmanna keðjunnar var jákvæð og að starfsmenn hefðu hærri starfsaldur en í sambærilegum keðjum. Forstjórinn var spurður hvað olli þessu, hvernig stefna fyrirtækisins í mannauðsmálum væri frábrugðin annarra. Hann sagði að stefnan væri frekar einföld. Þau legðu sig fram um að ráða hamingjusamt fólk til starfa. Ég nefni þetta hér og nú af því að ég held að störf án staðsetningar snúist ekki aðeins um byggðamál, ekki aðeins um það að ráða þann hæfasta burtséð frá búsetu heldur ekki síst um það að fólk geti valið sér búsetu óháð starfi á stað þar sem því líður vel og í umhverfi sem gerir það hamingjusamt.“
Allt ofbeldi gegn samborgurum okkar er ofbeldi gagnvart frjálsu samfélagi
Það setur að manni óhug við þau tíðindi að skotið hafi verið á fjölskyldubíl borgarstjóra. Komu þessar fréttir í kjölfar tíðinda af því að skotið hafi verið á skrifstofur stjórnmálaflokka. Á Íslandi njótum við þess að búa í öruggu samfélagi þar sem umburðarlyndi er ríkjandi. Það hefur einnig átt við í stjórnmálunum þótt merkja hafi mátt aukna heift í umræðum á þeim vettvangi á síðustu misserum. Það er ljóst að öfgafullur málflutningur getur ýtt undir ofstæki sem er eitur í samfélögum.
Stafræn þróun má ekki skipta landsmönnum í tvennt !
„Enda þótt við búum við sterka innviði og átak í stafrænni stjórnsýslu sýni mjög góðan árangur gefa alþjóðlegar greiningar og rannsóknir til kynna að Ísland standi að mörgu leyti illa þegar kemur að stafrænni þróun og þá ekki síst ef tekið er mið af stöðu okkar helstu samanburðarríkja. Á það ekki síst við þegar kemur að atvinnulífi, vinnumarkaði og stafrænni hæfni almennings. Íslensk fyrirtæki og almenningur eru ekki nægilega meðvituð og undirbúin undir þær breytingar sem fjórða iðnbyltingin hefur í för með sér. Skortur á stafrænni hæfni getur hæglega framkallað samfélagslegan ójöfnuð,“ sagði Silja Dögg í færslu á Facebook.
„Öflug forysta í menntamálum og málefnum barna skiptir máli“
„Stöðumatið er verkfæri sem skólakerfið hefur lengi kallað eftir til að kortleggja námsstöðu nemenda sem koma inn í íslenskt skólakerfi á mismunandi tímum skólagöngunnar. Stýrihópur hefur unnið stöðumatið að sænskri fyrirmynd og mun fylgja innleiðingu eftir með kynningu, leiðsögn og áframhaldandi þróun. Matið getur nýst grunnskólum og framhaldsskólum og unnið er að útfærslu fyrir leikskóla. Verkefnið miðar að því að bregðast sem fyrst við námsþörfum nýrra nemenda, byggja á styrkleikum þeirra og efla námshæfni með markvissri íhlutun á fyrstu stigum í skólagöngu í nýju landi. Stöðumatið er fyrir einstaklinga og skólasamfélagið í heild og er nú aðgengilegt á 40 tungumálum á vef Menntamálastofnunar. Hitt verkefnið er samstarfsverkefni til þriggja ára um að efla íslenskukunnáttu og styrkja sjálfsmynd barna í Fellahverfi,“ segir Líneik Anna.
„Stórar kerfisbreytingar“ segir Ásmundur Einar
„Það er mikilvægt að þessi fjárveiting hafi verið samþykkt enda eiga börn ekki að þurfa að bíða eftir nauðsynlegri þjónustu, ráðgjöf og öðrum úrræðum sem bæta lífsgæði þeirra. Við þurfum líka að vera meðvituð um að samhliða þessu munum við innleiða stórar kerfisbreytingar á næstu árum þar sem barnið verður hjartað í kerfinu og tryggt verður að samfélagið muni grípa fyrr inn í þegar aðstoðar er þörf,“ segir Ásmundur Einar. Með breytingunum verði hægt að setja aukinn kraft í greiningu og ráðgjöf fyrir þau börn sem hafa miklar þarfir fyrir stuðning. Tryggja á börnum og aðstandendum þeirra snemmbæran og samþættan stuðning þvert á kerfi og tryggja að hin mismunandi þjónustukerfi innan velferðarþjónustunnar vinni saman til að tryggja farsæld barna.
Byggðamál til 15 ára!
Í júní 2018 samþykkti Alþingi einróma stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024. Skömmu síðar voru gerðar breytingar á ýmsum lögum til samræmingar á áætlunum á sviði samgöngu-, fjarskipta-, sveitarstjórnar- og byggðamála sem fólu meðal annars í sér að ráðherra skyldi á að minnsta kosti þriggja ára fresti leggja fyrir Alþingi tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun til fimmtán ára í senn. Þar skyldi jafnframt mörkuð aðgerðaáætlun til næstu fimm ára. Vorið 2021 verða þrjú ár liðin frá samþykkt byggðaáætlunar og því er hafin vinna við gerð nýrrar tillögu til þingsályktunar.
„Menntun stuðlar að jöfnuði og er eitt mikilvægasta hreyfiaflið til framfara og betra lífs“
Skólafólk og nemendur í Fellahverfi í Breiðholti munu vinna saman að því að efla íslenskukunnáttu og styrkja sjálfsmynd barna í Fellahverfi. Um er að ræða samstarfsverkefni til þriggja ára sem miðar að því að efla málþroska og læsi og breyta starfsháttum í leik- og grunnskólum og frístundaheimili hverfisins. Verkefnið er nú þegar komið á fullt skrið en að verkefninu koma félagsmálaráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti, Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Þjónustumiðstöð Breiðholts og skrifstofa skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur.
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri heimsóttu Fellaskóla í gær og kynntu sér áherslur verkefnisins og hittu aðstandendur þess.
Hin venjulega skynsama rödd þarf einnig svigrúm
Við Framsóknarmenn segjum hugmynda sem slíka sé ágæta, en við þurfum að spyrja okkur til hvers við erum að þessu. Er það gert til þess að nýta hálendið fyrir ferðamenn. Þau rök hafa stundum verið notuð, að það sé helsta söluvaran. Það er ekki vandamál á Suðurlandi að nýta hálendið í þágu ferðamennsku. Þurfum við að bæta landverndina og umsjónina, skipulagið. Ég held að það komi vel til greina, getum við gert það innan núverandi þjóðlenda með sveitarfélögunum, það er ekki spurning í mínum huga. Ég hef af magan hátt sagt Hálendisþjóðgarður þurfi lengri tíma. Við þurfum að sjá svæðisskipulag sveitarfélaganna, eins og er verið að vinna á Suðurlandi. Það þarf að ljúka við það fyrst. Ég held að vinna verði hugmyndinni betri farveg og svo er eitt sem er alveg klárt að Vatnajökulsþjóðgarður hefur á margan hátt gert mjög gott, en þar er enn mörgum hlutum þar en ólokið. Við eigum að einbeita okkur að því á næstu fimm árum og við munum ekki hafa neitt umfram fjármagn í einhver önnur verkefni á næstu fimm árum og því eigum við að gefa okkur tíma til að sinna því sem þegar er.