Categories
Fréttir Greinar

Skarpleikur hugsunar

Deila grein

30/06/2023

Skarpleikur hugsunar

Það er göm­ul saga og ný að veðurguðirn­ir eigi það til að stríða okk­ur að sum­ar­lagi, þvert á vænt­ing­ar okk­ar um sól­ríka tíð um allt land. Sum­arið 2023 hef­ur ekki skorið sig úr hvað þetta varðar fyr­ir stór­an hluta lands­manna, en þeirr­ar gulu hef­ur verið saknað af mörg­um. Það þýðir þó ekki að láta deig­an síga enda ým­is­legt hægt að gera hér á landi óháð því hvernig viðrar. Á sól­rík­um jafnt sem vot­um degi er til­valið að kíkja á eitt af þeim fjöl­mörgu söfn­um og sýn­ing­um sem eru í land­inu. Heim­sókn á safn eyk­ur skarp­leika hugs­un­ar og and­lega auðlegð.

Á Íslandi eru hátt í 50 viður­kennd söfn starf­rækt, að sýn­ing­um frá­töld­um sem skipta mörg­um tug­um. Í ár höf­um við verið minnt á það hversu sam­gró­in safna­menn­ing er ís­lensku þjóðinni, en fyrr á ár­inu var haldið upp á 160 ára af­mæli Þjóðminja­safns Íslands en safnið telst stofnað 24. fe­brú­ar 1863 og hef­ur í fyll­ingu tím­ans vaxið með þjóðinni og tekið breyt­ing­um. Þjóðminja­safnið gegn­ir lyk­il­hlut­verki sem eitt þriggja höfuðsafna þjóðar­inn­ar, með því að ann­ast söfn­un, skrá­setn­ingu, varðveislu og rann­sókn­ir á menn­ing­ar­arfi þjóðar­inn­ar ásamt því að styðja við byggðasöfn og önn­ur minja­söfn.

Um liðna helgi náði annað safn merk­is­áfanga, þegar Lista­safn Ein­ars Jóns­son­ar fagnaði því að 100 ár voru frá opn­un þess, en það var fyrsta lista­safnið sem opnað var al­menn­ingi hér á landi. All­ar göt­ur síðan hef­ur það sett mark sitt á borg­ar­brag­inn og hleypt gest­um inn í undra­ver­öld Ein­ars.

Söfn eru minni þjóða þar sem nú­tím­inn get­ur speglað sig í fortíðinni og stuðlað þannig að fræðslu, skiln­ingi og vit­und um menn­ing­ar- og nátt­úruarf­inn. Þannig leggja söfn sitt af mörk­um til sam­fé­lags­legr­ar umræðu en sterk tengsl safna, safn­kosts of sam­fé­lags fela í sér drif­kraft og verðmæta­sköp­un. Það er mik­il­vægt að tryggja gott aðgengi fólks að söfn­um og stuðla að því að miðla sög­unni til kom­andi kyn­slóða með skil­merki­leg­um hætti. Á þetta er meðal ann­ars lögð áhersla í stjórn­arsátt­mála rík­i­s­tjórn­ar­inn­ar þar sem fram kem­ur að aðgengi að menn­ingu óháð bú­setu sé lyk­il­atriði og und­ir­strikað að hlut­verk stjórn­valda sé að skapa skil­yrði fyr­ir fjöl­breytni, sköp­un og frum­kvæði á sviði lista og menn­ing­ar­arfs.

Sem mik­il­væg­ir innviðir hafa söfn einnig stutt við ferðaþjón­ust­una og aukið þá afþrey­ingu sem er í boði fyr­ir alla þá er­lendu gesti sem heim­sækja landið okk­ar – og miðlað þannig sögu okk­ar og menn­ingu út fyr­ir land­stein­ana. Það skipt­ir máli fyr­ir okk­ur sem þjóð.

Stjórn­völd eru staðráðin í að halda áfram að stuðla að sterk­ari um­gjörð safn­a­starfs í land­inu, meðal ann­ars með því að fylgja eft­ir stefnu­mörk­un um safn­astarf.

Ég hvet lands­menn til að kíkja við á söfn­un­um okk­ar í sum­ar og njóta þannig þeirr­ar merki­legu menn­ing­ar sem þau hafa að geyma.

Höf­und­ur er menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Höf­und­ur: Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir