Fréttir

Fréttir

„Það er aldrei sjálfsagt að veita ríkisábyrgð með þessum hætti“

„Í vinnu fjárlaganefndar voru dregin fram sjónarmið allra þeirra aðilar sem eru að vinna í ferðaþjónustu. Og þegar við erum að tala um almannahagsmuni þá er rekstur Icelandair svo samofin ferðaþjónustunni, sem er svo ólíkt mörgum öðrum greinum. Þegar aðilar í ferðaþjónustu eru að keppa á móti hvor öðrum þá eru þeir háðir hvor öðrum með sína tilvist. Þannig varð nefndin að sanka að sér öll þau hlutlægu gögn sem voru til stuðnings þeirri huglægu ákvörðun er var tekin og verður alltaf í þessu hagsmunamati,“ sagði Willum Þór.

Nánar

Hlutdeildarlán samþykkt á Alþingi

Hlutdeildarlánin virka þannig að kaupandi leggur til að lágmarki 5% eigið fé og tekur 75% fasteignalán hjá lánastofnun. Ríkið lánar síðan einstaklingum sem eru að kaupa sína fyrstu eign, að vissum skilyrðum uppfylltum, ákveðið hlutfall af verði þess íbúðarhúsnæðis sem þeir hyggjast kaupa. Hámarkslánstími hlutdeildarlána er 25 ár. Að þeim tíma liðnum skal endurgreiða ríkinu lánið hafi íbúðin ekki þegar verið seld. Hlutdeildarlánin bera hvorki vexti né afborganir á lánstímanum, þó bera þau vexti hækki tekjur lántaka á lánstímanum umfram ákveðin tekjumörk. Lántakendurnir endurgreiða hlutdeildarlánið þegar íbúðin er seld.

Nánar