Categories
Fréttir

22. Kjördæmisþing Framsóknar í Suðvesturkjördæmi 

Deila grein

19/09/2022

22. Kjördæmisþing Framsóknar í Suðvesturkjördæmi 

22. kjördæmisþing Framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi verður haldið þann 22. október 2022 í Bæjarlind 14-16 Kópavogi og hefst kl. 13:00.

Dagskrá samkv. samþykktum KFSV og þinggjald er 3000 kr.

Úr lögum flokksins um kjördæmissambönd:

4.3.
Á kjördæmaþingum eiga sæti a.m.k. með atkvæðisrétt:

a)  Að lágmarki einn fulltrúi fyrir hverja byrjaða 10 félagsmenn hvers aðildarfélags í kjördæminu. Þó aldrei færri en einn fulltrúi úr hverju sveitarfélagi á félagssvæðinu. Jafnmargir varamenn skulu kjörnir. Fulltrúatala einstakra aðildarfélaga skal miðast við félagaskrá eins og hún liggur fyrir á skrifstofu flokksins 30 dögum fyrir kjördæmisþing, þó að teknu tilliti til gr. 2.4.
b)  Aðalmenn í stjórn hlutaðeigandi kjördæmissambands.
c)  Aðalmenn í miðstjórn Framsóknarflokksins sem eiga lögheimili í kjördæminu.
Enn fremur skulu allir félagsmenn í kjördæminu hafa rétt til að sækja kjördæmisþing með málfrelsi og tillögurétt. Eigi síðar en 15 dögum fyrir kjördæmisþing skal stjórn kjördæmissambands skipa starfsnefnd sem tekur á móti tillögum um frambjóðendur sem kosið verður um til trúnaðarstarfa.