Categories
Greinar

Áfram gakk!

Deila grein

19/09/2022

Áfram gakk!

Í nýju menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneyti er lögð áhersla á að skapa menn­ing­ar­starfi, viðskipta­lífi og ferðaþjón­ustu um­hverfi sem stuðlar að vel­sæld og verðmæta­sköp­un fyr­ir sam­fé­lagið. Það eru mörg sókn­ar­færi í sam­legð þess­ara þriggja stoða en alls er fram­lag þeirra um 40% til lands­fram­leiðslu. Tugþúsund­ir starfa við grein­arn­ar sem flétt­ast sam­an með ýmsu móti en ekki síst auka aðdrátt­ar­afl Íslands og auðga sam­fé­lagið okk­ar. Við vilj­um há­marka þau áhrif á sama tíma og við stönd­um vörð um sér­stöðu hverr­ar grein­ar. Virk sam­keppni, traust­ur fjár­mála­markaður og mark­viss neyt­enda­vernd er for­senda heil­brigðs at­vinnu­lífs og styður við sam­keppn­is­hæfni Íslands. Í fjár­lög­um fyr­ir árið 2023 eru áætlaðir rúm­ir 28,8 millj­arðar til mál­efna­sviða ráðuneyt­is­ins og er það aukn­ing um 6% milli ára. Þá hafa fram­lög­in hækkað um tæpa 10 millj­arða frá ár­inu 2017.

Menn­ing­ar­sókn og ís­lensk­an í for­grunni

Á síðasta kjör­tíma­bili var lagt af stað í þá veg­ferð að stór­efla menn­ingu og list­ir. Á síðustu árum hafa fram­lög til mála­flokks­ins auk­ist veru­lega eða úr 10,7 millj­örðum árið 2017 í 17,7 millj­arða með þessu fjár­laga­frum­varpi. Unnið hef­ur verið að stefnu­mót­un til framtíðar á sviðum skap­andi greina í góðri sam­vinnu við gras­rót­ina. Og við erum hvergi nærri hætt.

Meðal áherslu­verk­efna kom­andi árs er stofn­un tón­list­armiðstöðvar ásamt gerð tón­list­ar­stefnu, hönn­un­ar­stefnu, mynd­list­ar­stefnu og efl­ingu sviðslista. Áfram er unnið eft­ir fram­sæk­inni kvik­mynda­stefnu til 2030. Ný­lega voru end­ur­greiðslur vegna kvik­mynda­gerðar hækkaðar úr 25% í 35% fyr­ir stærri verk­efni og fyr­ir­hugaðar eru breyt­ing­ar á lög­um um kvik­mynda­sjóð. Rúm­um millj­arði hef­ur þegar verið varið í nýja kvik­mynda­stefnu á síðustu tveim­ur árum. Þá er lögð áhersla á varðveislu, aðgengi og miðlun menn­ing­ar­arfs þjóðar­inn­ar með því að styðja við höfuðsöfn­in okk­ar og blóm­legt safn­astarf um allt land.

Það er gríðarlega mik­il­vægt fyr­ir okk­ur sem þjóð að hlúa vel að tungu­mál­inu okk­ar en ekki síður tákn­mál­inu. Mark­miðið er að tryggja ís­lensk­unni sess í sta­f­ræn­um heimi með áfram­hald­andi fjár­fest­ingu í mál­tækni.

Ferðaþjón­ust­an drif­kraft­ur verðmæta­sköp­un­ar

Þeir fjár­mun­ir sem voru sett­ir í stuðningsaðgerðir stjórn­valda í far­aldr­in­um lögðu grunn að kröft­ugri viðspyrnu ferðaþjón­ust­unn­ar. Ferðaþjón­ust­an hef­ur að nýju náð að verða burðarás í gjald­eyr­is­sköp­un þjóðar­inn­ar, stuðlað að stöðugra gengi krón­unn­ar og aukn­um lífs­gæðum fólks­ins í land­inu. Okk­ar hlut­verk er að tryggja að svo verði áfram. Helstu áskor­an­ir og tæki­færi á næsta ári fel­ast í gerð aðgerðaáætl­un­ar á grunni framtíðar­sýn­ar ís­lenskr­ar ferðaþjón­ustu til 2030 með sjálf­bærni að leiðarljósi og í góðri sam­vinnu við grein­ina og heima­fólk.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar-, viðskipta- og ferðamálaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 17. september 2022.