„Það er staðreynd að ef barn les ekkert yfir sumartímann getur orðið allt að þriggja mánaða afturför í lestrarfærni þess í fríinu. Hið jákvæða er að það þarf ekki mikið til að börn viðhaldi færninni eða taki framförum.“ Þetta segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í grein í Morgunblaðinu í vikunni.
„Samkvæmt breskri lestrarrannsókn skiptir yndislestur sköpum þegar kemur að orðaforða barna, en orðaforði er grundvallarþáttur lesskilnings og þar með alls annars náms. Rannsóknin leiddi í ljós að ef barn les í 15 mínútur á dag alla grunnskólagöngu sína kemst það í tæri við 1,5 milljónir orða. Ef barnið les hins vegar í um 30 mínútur á dag kemst það í tæri við 13,7 milljónir orða. Sá veldisvöxtur gefur skýrar vísbendingar um hversu mikilvægur yndislestur er fyrir árangur nemenda.,“ segir Lilja.
Categories
30 mínútur á dag gera 13,7 milljónir orða
14/06/2019
30 mínútur á dag gera 13,7 milljónir orða