Categories
Fréttir

30 mín­út­ur á dag gera 13,7 millj­ón­ir orða

Deila grein

14/06/2019

30 mín­út­ur á dag gera 13,7 millj­ón­ir orða

„Það er staðreynd að ef barn les ekk­ert yfir sum­ar­tím­ann get­ur orðið allt að þriggja mánaða aft­ur­för í lestr­ar­færni þess í frí­inu. Hið já­kvæða er að það þarf ekki mikið til að börn viðhaldi færn­inni eða taki fram­förum.“ Þetta segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í grein í Morgunblaðinu í vikunni.
„Sam­kvæmt breskri lestr­ar­rann­sókn skipt­ir ynd­is­lest­ur sköp­um þegar kem­ur að orðaforða barna, en orðaforði er grund­vall­arþátt­ur lesskiln­ings og þar með alls ann­ars náms. Rann­sókn­in leiddi í ljós að ef barn les í 15 mín­út­ur á dag alla grunn­skóla­göngu sína kemst það í tæri við 1,5 millj­ón­ir orða. Ef barnið les hins veg­ar í um 30 mín­út­ur á dag kemst það í tæri við 13,7 millj­ón­ir orða. Sá veld­is­vöxt­ur gef­ur skýr­ar vís­bend­ing­ar um hversu mik­il­væg­ur ynd­is­lest­ur er fyr­ir ár­ang­ur nem­enda.,“ segir Lilja.