Categories
Fréttir Greinar

Á ríkið að svíkja samninga?

Deila grein

14/10/2024

Á ríkið að svíkja samninga?

Í vik­unni birt­ist frétt í Morg­un­blaðinu um til­lög­ur Viðskiptaráðs, en þær hafa það að mark­miði að spara rík­inu ákveðnar fjár­hæðir. Það sem þar kem­ur aðallega á óvart er að marg­ar til­lög­ur snú­ast um það að ríkið eigi að virða skuld­bind­ing­ar sín­ar að vett­ugi og draga úr mik­il­væg­um aðgerðum fyr­ir fólkið í land­inu.

Að eiga aðild að samn­ing­um er ábyrgð sem ber að sinna af heiðarleika og heil­ind­um og það er eng­um til heilla ef ríkið á að draga til baka lof­orð, skuld­bind­ing­ar og und­ir­ritaða samn­inga. Slík rík­is­stjórn myndi varla vera traust­vekj­andi í aug­um þjóðar­inn­ar, hvað þá ein­stak­linga sem binda mikl­ar von­ir við þær aðgerðir sem ríkið hef­ur skuld­bundið sig til.

Að sjálf­sögðu á ríkið að vera með ábyrga og skyn­sam­lega hag­stjórn. Við sjá­um að aðhald og aðgerðir nú­ver­andi rík­is­stjórn­ar eru far­in að hafa áhrif á lækk­un verðbólgu og vext­ir eru byrjaðir að lækka.

Aðkoma að kjara­samn­ing­um

Það er um­hugs­un­ar­vert að svo virðist sem að Viðskiptaráð beri ekki mikla virðingu fyr­ir rót­gró­inni meg­in­reglu samn­inga­rétt­ar um að samn­inga skuli halda. Það er rétt að skipt­ar skoðanir eru á því hvort ríkið hefði átt að stíga inn í síðustu kjaraviðræður. Einnig er rétt að það er mik­il­vægt að við tök­um þátt í slík­um samn­ingaviðræðum af var­færni, eins og Viðskiptaráð hef­ur bent á. En þegar búið er að gefa fyr­ir­heit, þá er mik­il­vægt að standa við það sem lagt hef­ur verið fram.

Und­ir­rit­un kjara­samn­inga í mars sl. á al­menn­um markaði var mik­il­væg skref. Aðilar al­menna vinnu­markaðar­ins sýndu með þess­um samn­ing­um mikla ábyrgð og fram­sýni. Aðkoma stjórn­valda, bæði rík­is og sveit­ar­fé­laga, skipti sköp­um í þeirri samn­inga­gerð. Þær aðgerðir, sem ríkið skuld­batt sig til, eru til þess falln­ar að auka ráðstöf­un­ar­tekj­ur heim­ila með sér­stakri áherslu á hús­næðis­upp­bygg­ingu, tryggja hús­næðisstuðning og stór­efla stuðning við barna­fjöl­skyld­ur. Þetta er stuðning­ur við þau sem standa höll­um fæti á hús­næðismarkaði og hafa orðið fyr­ir auk­inni byrði vegna hús­næðis­kostnaðar. Aðgerðir til að auka fram­boð íbúðar­hús­næðis stuðla að auknu jafn­vægi á hús­næðismarkaði og lægri hús­næðis­kostnaði.

Er Viðskiptaráð virki­lega að leggja til að auka byrði barna­fjöl­skyldna og auka byrði hús­næðis­kostnaðar þeirra sem síst geta? Það að svíkja skuld­bind­ing­ar sín­ar og láta þann hóp bera auk­inn kostnað get­ur haft langvar­andi áhrif þó svo að það myndi spara rík­is­sjóð ein­hverj­ar fjár­hæð í dag.

Mik­il­væg­ar aðgerðir rík­is­ins í hús­næðismál­um

Hvað varðar til­lögu Viðskiptaráðs um lækk­un vaxta­bóta­kerf­is­ins og hlut­deild­ar­lána er nauðsyn­legt að ít­reka að ríki og sveit­ar­fé­lög hafa aðkomu að þriðjungi af bygg­ingu hús­næðis ár hvert. Það er ekki nýtt að ríkið gangi til aðgerða á hús­næðismarkaði með það að mark­miði að grípa viðkvæma hópa og jafna aðgengi að markaðnum.

Tíma­bilið 2019-2024 hef­ur verið mesta upp­bygg­ing­ar­tíma­bil Íslands­sög­unn­ar, en það hef­ur þó ekki dugað til. Eft­ir­spurn eft­ir hús­næði hef­ur auk­ist um­tals­vert á stutt­um tíma sam­hliða mik­illi fólks­fjölg­un hér á landi. Því erum við að byggja und­ir áætlaðri íbúðaþörf, en ekki vegna aðgerðal­eys­is í hús­næðismál­um.

Við í Fram­sókn höf­um lagt höfuðáherslu á að auka aðgengi að hús­næði, sér­stak­lega fyr­ir ungt fólk, fyrstu kaup­end­ur og leigj­end­ur. Þetta ger­um við m.a. með hlut­deild­ar­lán­un­um, sem hafa reynst þess­um hóp­um vel og reynst mik­il­væg aðgerð í hús­næðismál­um.

Hlut­deild­ar­lán fyr­ir fyrstu kaup­end­ur eru kom­in til að vera og rík­is­stjórn­in hef­ur nú þegar samþykkt að veita 4 millj­arða til hlut­deild­ar­lána á þessu ári. Ann­ars veg­ar til að styðja við fyrstu kaup­end­ur og til að hvetja fram­kvæmdaaðila til að halda áfram að byggja. Eins var þetta til þess að fram­kvæmdaaðilar lækkuðu verð til að passa inn í viðmið hlut­deild­ar­lána. Hlut­deild­ar­lán­in stuðluðu bein­lín­is að því að halda fast­eigna­verði niðri, þvert á orð Viðskiptaráðs.

Við stönd­um við það sem segj­um

Til að mæta aukn­um vaxta­kostnaði heim­il­anna síðustu miss­eri var á ár­inu 2024 greidd­ur út sér­stak­ur vaxt­astuðning­ur til heim­ila með íbúðalán. Grunn­fjár­hæðir hús­næðis­bóta og eigna­skerðinga­mörk í hús­næðis­bóta­kerf­inu hækka 1. júní 2024 auk þess sem aukið til­lit verður tekið til fjöl­skyldu­stærðar og munu fram­lög til hús­næðis­bóta aukast um 2,5 ma.kr. á árs­grund­velli vegna þessa.

Áfram verður dregið úr tekju­skerðing­um barna­bóta þannig að mun fleiri for­eldr­ar njóta stuðnings. Barna­bæt­ur hækka því ríf­lega og unnið verður að því í sam­starfi rík­is og sveit­ar­fé­laga að skóla­máltíðir grunn­skóla­barna verði gjald­frjáls­ar frá og með hausti 2024. Þá verða há­marks­greiðslur úr Fæðing­ar­or­lofs­sjóði hækkaðar í þrem­ur áföng­um á næstu tveim­ur árum. Þegar breyt­ing­ar á fram­lagi til Fæðing­ar­or­lofs­sjóðs verða að fullu komn­ar til fram­kvæmda árið 2027 nem­ur upp­söfnuð hækk­un um 5,7 ma.kr. á árs­grund­velli.

Við í Fram­sókn leggj­um mikla áherslu á hag ís­lensku þjóðar­inn­ar í heild m.a. með nauðsyn­legri íhlut­un rík­is­ins á hús­næðismarkaði. Við höld­um áfram með aðgerðir til að tryggja stöðug­leika og draga úr nei­kvæðum áhrif­um á hag­kerfið og vilj­um stuðla að því að áfram verði unnið með þann grund­völl sem þegar hef­ur verið lagður.

Ingibjörg Isaksen, þing­flokks­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 12. október 2024.