Categories
Forsíðuborði Fréttir

Að gefnu tilefni

Deila grein

21/09/2017

Að gefnu tilefni

Á fundi landsstjórnar Framsóknar sl. þriðjudag var samþykkt að beina eftirfarandi til kjördæmastjórna:
„​Við þær aðstæður sem eru uppi vegna þess að nú eru 24 dagar til að ljúka vinnu við framboðslista áréttar landsstjórn að hvert kjördæmisþing hefur það á valdi sínu að ákveða framboðsleiðir þ.m.t. fresti til framboðs og fresti frá framboði til kjördæmisþinga þannig að hægt sé að stilla upp framboðslistum fyrir næstu alþingiskosningar. Jafnframt beinir landsstjórn því til kjördæmastjórna að taka til umræðu á kjördæmaþingum málefni sem flokkurinn muni bera fram í næstu kosningum.​“​
​Á landsstjórnarfundinum var einnig rætt að vegna umræðu um boðun flokksþings Framsóknarmanna sé rétt að taka fram:
Að skv. lögum Framsóknar boðar haustfundur miðstjórnar til flokksþings. Þann fund þarf að boða með 30 daga fyrirvara. Er sá fundur tekur ákvörðun um dagsetningu flokksþings þarf að hafa í huga frest félaga til að skila inn kjörbréfum til skrifstofu sem eru sjö dagar. Eins þarf að gefa flokksfélögunum svigrúm til að geta boðað til funda við val fulltrúa sinna, en áskilið er að það fari fram á félags- eða aðalfundum félaga. Það þurfa að líða a.m.k. sjö dagar vegna aðalfundarboðs. Einnig er skylt að ef þrjú kjördæmisþing krefjast flokksþings skuli framkvæmdastjórn boða til þess.
Landstjórn var einnig sammála um að stefna beri að halda aukafund miðstjórnar um miðjan október í þeim tilgangi að fjalla um kosningaáherslur flokksins. Þegar ákvarðanir aukakjördæmisþinga flokksins liggja fyrir um dagsetningar kjördæmaþinga vegna frambjóðendavals verður hægt að boða til þess fundar.